• okt.03

  5 hlutir sem þú verður að upplifa í Tælandi

  Einstök náttúra, skemmtilegt dýralíf, hvítar sandstrendur, afskekktar eyjar, dásamlegt hitabeltisloftslag, skemmtilegir markaðir, ótrúlega góður matur og vingjarnlegt fólk. Það er ekki að ástæðulausu að Tæland er einn vinsælasti áfangstaður Asíu! 

  Tæland býður upp á allt sem ævintýraþyrst hjarta girnist og við skiljum vel að það getur verið erfitt að velja á milli áfangastaða og upplifana. Hér er listi yfir okkar uppáhalds upplifanir í Tælandi. 

  1. Köfun í Tælandi Það bíða þín endalaus neðansjávarævintýri í Tælandi - kafaðu með hákörlum, hvítháfum og djöflaskötum. Langar þig að læra að kafa? Við mælum með Koh Tao - ódýrt, einstakt neðansjávarlífríki og frábærir kennarar!

  Við mælum með: Læra að kafa á Koh Tao - frá 43.000 ISK Okkar ráð: Einn af bestu stöðunum til að sjá hvalháfa er í kringum Chumpehon Pinnacle. ... Lesa meira
 • apr.24

  Í form á Fiji

  Dreymir þig um að upplifa eitthvað magnað? Fara í ferð sem er stútfull af útivist, hreyfingu og fjölbreyttum upplifunum? Fiji er ekki bara slökun á ströndinni með ferska kókoshnetu í einni hendi og sólarvörnina í hinni. Segðu Bula og skráðu þig á sjö daga fitness námskeið þar sem þú færð tækifæri til upplifa menninguna á Fiji á sama tímga og þú tekur þátt í fjölbreyttum æfingum.

  Fi... Lesa meira
 • mar.01

  Classic Burma Spice - Ævintýraferð um Myanmar

  Í þessari ævintýralegu ferð heimsækir þú alla hápunkta Myanmar en tekur einnig hjáleiðir sem leyfa þér að sjá sjaldséðar hliðar landsins, kynnast heimamönnum og upplifa hvað það er sem gerir þetta land svona einstakt!

  Dagur 1. - Yangon
  Ævintýrið byrjar í Yangon, fyrrum Rangoon. Hér finnur þú fyrir margra ára einangrun og á sama tíma breskum ný... Lesa meira
 • okt.14

  Tveir frábærir ævintýrapakkar á Balí

  Balí er sannkölluð paradís og það er ekki að ástæðulausu að eyjan er meðal vinsælustu áfangastaða Asíu. Heillandi hof, áhugaverð menning, hvítar strendur, kristaltær sjór og fjörugt næturlíf.

  Hvort sem þig langar að slaka á í sólinni, upplifa menninguna og matinn eða fara í magnaða ævintýraferð sem reynir á líkamann og þol þá færð þú tækifæri til þess á Ba... Lesa meira
 • apr.19

  Fitness æfingabúðir í Tælandi

  Þol, styrkur, sviti og skemmtilegur félagsskapur! Langar þig að bæta líkamlegan styrk á sama tíma og þú heimsækir einstakan áfangstað? 

  Æfingabúðirnar eru staðsettar nálægt Chalong á Phuket. Á þessu svæði snýst allt um heilbrigðan lífsstíl - á börunum er boðið upp á smoothies, heilsusamlegt snarl og próteindrykki.  Hver fer í fitnes... Lesa meira
 • apr.05

  10 afskekktustu staðir heims

  Langar þig að heimsækja stað sem enginn af vinum þínum hefur komið til? Þá ættir þú klárlega að halda áfram að lesa! Hér fyrir neðan finnur þú nokkra af afskekktustu stöðum heims. Ert þú tilbúin/n fyrir ævintýralegt bakpokaferðalag?

  1. Pitcairn eyjaklasinn

  Eyjan Pitcairn er staðsett í Pitcairn-eyjaklasanum, staðsett mitt á milli Nýja Sjála... Lesa meira
 • mar.28

  Ferðasagan í myndum - 10 ráð

  Langar þig að geta sagt ferðasöguna í gegnum magnaðar myndir? Ein mynd segir stundum meira en þúsund orð. Hér eru 10 ráð um hvernig þú getur tekið snilldar myndir á ferðalaginu.

  1. Vaknaðu snemma Farðu á fætur fyrir sólarupprás og náðu augnablikinu þegar fyrstu sólargeislarnir lýsa upp landslagið. Þú átt eftir að eignast ljósmynd sem marga dreymir aðeins um s... Lesa meira
 • mar.03

  Best of the West - ævintýraferð um Kaliforníu

  Langar þig að upplifa allt það besta sem Kalifornía hefur upp á að bjóða? Skoðaðu þessa ferð!

  Best of the West - nafnið segir allt sem segja þarf! Í þessari 15 daga ferð átt þú eftir að upplifa allt það besta á vesturströnd Bandaríkjanna. Heimsfrægar stórborgir, einstakar strendur, magnaðir skemmtigarðar og ótrúleg nát... Lesa meira
 • júl.09

  12 daga ævintýri í þjóðgörðum Kanada

  Í þjóðgörðum Kanada upplifir þú villta náttúru og útsýni sem er engu líkt! Fjallahjólreiðar, gönguferðir, rafting, jöklagöngur, hestaferðir, sundsprettir í skærbláu vatni og magnað dýralíf - það getur engum leiðst í þessari ferð!

  Ingó ferðaráðgjafi fór ásamt hópi starfsfólks frá KILROY í þessa snilldar ferð í júní og hann mælir 100% með henni! Allar mynd... Lesa meira
 • okt.29

  Topp 8 hlutirnir til að sjá og gera í Malasíu

  Þú átt gott í vændum þegar þú ákveður að heimsækja Malasíu. Þetta fallega land í Suðaustur Asíu hefur upp á svo mikið spennandi að bjóða að það er erfitt að velja úr. Við mælum með að þú eyðir góðum tíma í Malasíu þar sem þú þarft að gera ráð fyrir tíma í bæði austur og vestur Malasíu til þess að geta gleymt þér í frumskógunum, no... Lesa meira
Hafa samband