• apr.24

  Í form á Fiji

  Dreymir þig um að upplifa eitthvað magnað? Fara í ferð sem er stútfull af útivist, hreyfingu og fjölbreyttum upplifunum? Fiji er ekki bara slökun á ströndinni með ferska kókoshnetu í einni hendi og sólarvörnina í hinni. Segðu Bula og skráðu þig á sjö daga fitness námskeið þar sem þú færð tækifæri til upplifa menninguna á Fiji á sama tímga og þú tekur þátt í fjölbreyttum æfingum.

  Fitness æfingabúðirnar eru staðsettar á Viti Levu eyjunni og hafa í boði fjölbreytta tíma þar á meðal Body fit, Cardio, Box, Zumba, Hot Hula dans, sjálfsvarnartímar og Open Mat.  Námskeiðið er uppbyggt þannig að þú færð ákveðna vikudagskrá með vel völdum tímum og upplifunum en þess á milli hefur þú fullt frelsi til að taka þátt í öðrum tímum sem í boði eru þér að kostnaðarlausu.

  Fyrsta námskeiðið hefst 3. september 2017 en þar á eftir hefst nýtt á hverjum sunnudegi.
  <... Lesa meira
Hafa samband