• feb.14

    Að ferðast einn - 5 snilldar áfangastaðir

    Eftir Erna
    Að ferðast einn um heiminn hefur marga kosti í för með sér eins og þú stjórnar ferðinni, kynnist nýjum hliðum á sjálfum þér og þér á eftir að finnast sem þú hafir náð vissum árangri. Langar þig að prufa en veist ekki hvar þú átt að byrja? Hér eru 5 áfangastaðir sem er frábært að heimsækja þegar þú ert að ferðast einn í fyrsta skiptið!

    1. Suðaustur-Asía - Tæland, Malasía, Laos og Víetnam

    Það er mjög auðvelt að ferðast einn um Tæland, Laos, Kambódíu og Víetnam - sérstaklega þegar þú ert að prufa það í fyrsta sinn. Suðaustur-Asía er mjög vinsæll áfangastaður meðal bakpokaferðalanga og verður því ekki vandamál fyrir þig að kynnast öðrum ferðalöngum t.d. á hostelinu, barnum, í köfunarskólanum eða skipulagðri ferð. Einnig er mikill kostur að það er frekar ódýrt að ferðast þar og heimamenn eru einstaklega gestrisnir. E... Lesa meira
Hafa samband