Ferðatryggingar

Ferðatryggingar - KILROY

Ert þú á leiðinni í ævintýralega gönguferð um Himalayafjöllin, siglingu inn í Amazon frumskóginum, köfunarferð um kóralrifið mikla (Great Barrier Reef) eða epískt bakpokaferðalag um heiminn?

Ekki hefja ferðina nema þú hafir fullnægjandi tryggingar. Já það er auka kostnaður en mundu að það á eftir að verða mun dýrara ef eitthvað kemur upp á í ferðalaginu og þú hefur ekki viðeigandi tryggingar. Algengir hlutir eins og matareitrun eða sýking út frá biti getur reynst kostnaðarsamt.

Það tekur enga stund að bóka tryggingar hjá BUPA. 

Þú velur hvenær tryggingin hefst og hversu lengi hún er í gildi, eða frá 7 dögum og upp í 12 mánuði. Athugaðu að ef ferðalagið er hafið, þ.e. ef þú ert þegar farin(n) frá Íslandi, þá líða 3 dagar frá því að þú bókar trygginguna og þar til hún tekur gildi. Því mælum við með því að þú bókir tryggingu með góðum fyrirvara.

Tryggingin gildir um allan heim, nema á því landi sem þú hefur lögheimili, fyrir einstaklinga undir 59 ára aldri.

Mundu eftir því að lesa vandlega yfir alla skilmála áður en þú bókar.

Þegar þú bókar þá velur þú í "travel destination" það land sem þú ferðast fyrst til.

Bókaðu trygginguna hér
Hafa samband