Komupakkar

Komupakkar - KILROY
Komupakkar okkar auðvelda þér lífið á ferðalagi. Þeir innihalda venjulega móttöku á flugvellinum, gistingu í nokkrar nætur og morgunverð.

Komupakkar (e. arrival packages) eru frábærir fyrir alla ferðalanga - einnig þá sem hafa mikla ferðareynslu. Flestir eru sammála því að það getur verið stressandi og erfitt að koma á nýjan áfangastað og þurfa að byrja á því að eyða fyrstu klukkutímunum í að finna sér ágætis gistingu. 

Með komupakkanum ert þú búin/n að bóka gistingu og akstur frá flugvellinum að gististaðnum. Þar á eftir getur þú hafið ævintýrið en með þessu ættir þú að hafa sparað nokkra klukkutíma af vinnu. 

Vinsamlegast athugið. Ekki er hægt að bóka komupakkana á netinu. Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar eða kíktu í heimsókn - Lækjartorg 5, 3. hæð, 101 Reykjavík.

Komupakkar í Bangkok

Frá 6.500 ISK
Komupakkar í Bangkok
Bangkok, þrátt fyrir að vera ein mest heillandi borg Asíu, getur oft virst við fyrstu sýn óskipulögð og yfirþyrmandi. Gerðu ferðalagið þitt til Tælands einfalt og þægilegt með komupakka Road Guest House hotel.
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Buenos Aires

Frá ISK 20.500
Komupakkar í Buenos Aires
3 nætur
Með komupakka Millhouse færð þú frábæra byrjun á ferðalagi þínu til Argentínu. Innifalið er móttaka á flugvellinum, gisting í þrjár nætur og morgunverður.
Nánari upplýsingar

Komupakki í Cape Town

Frá ISK 10.000
Komupakki í Cape Town
3 nætur
Komupakki Once in Cape Town er fullkominn fyrir alla bakpokaferðalanga - einnig þá sem ferðast þangað reglulega. Í boði eru tvenns konar pakkar „Basic” og „Foodie”.
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Christchurch

Frá ISK 11.500
Komupakkar í Christchurch
2-4 nætur
Innifalið í komupakka YHA Christchurch Rolleston House er akstur frá flugvellinum að gististaðnum, gisting í 2 - 4 nætur í dorm herbergi og morgunverður. Fullkomið stopp fyrir ferðalagið um Nýja Sjáland.
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Havana

Frá ISK 25.000
Komupakkar í Havana
Lágmark 2 nætur
Ertu að leita að ódýrri gistingu og frábærri upplifun? „Casa particulares” eru venjuleg heimili þar sem fjölskyldan leigir út herbergi til ferðamanna.
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Jóhannesarborg

Frá ISK 8.800
Komupakkar í Jóhannesarborg
2 nætur
Langar þig að heimsækja Suður-Afríku og ert í leit að gistingu í Jóhannesarborg? Þá þarft þú ekki að leita lengra - Once in Joburg er staðurinn fyrir þig!
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Los Angeles

Frá ISK 24.500
Komupakkar í Los Angeles
3-4 nætur
Komupakki Samesun Venice Beach veitir þér frábæra byrjun á ferðalagi þínu. Njóttu þess að kanna Los Angeles áður en þú leggur af stað í ævintýraferðina um Kaliforníu.
Nánari upplýsingar

Komupakkar á Maldíveyjum

Frá ISK 11.000
Komupakkar á Maldíveyjum
1 nótt
Hvítar silkimjúkar strendur, turkísblár sjór, litríkt neðansjávarlíf og svipmikil pálmatré. Maldíveyjar er draumaáfangastaður allt árið um kring og með komupakka okkar verður ferðalagið þangað einfalt og þægilegt.
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Manila

Frá 2.750 ISK
Komupakkar í Manila
Með komupakka okkar í Manila þarft þú ekki að byrja ferðalagið á því að finna gistingu, leigubíl og prútta um verð þegar þú hefur í raun ekki hugmynd um hvað þú ættir að greiða mikið.
Nánari upplýsingar

Komupakkar á Sri Lanka

Frá ISK 4.300
Komupakkar á Sri Lanka
1 nótt
Sri Lanka er stórkostleg eyja í Suður-Asíu. Smaragðsgrænir regnskógar, frábærar strendur, stórkostlegt landslag, áhugaverða menning og rík arfleifð. Byrjaðu ævintýrið á Hangover Hostel í Colombo eða á Hangover Hostel Airport
Nánari upplýsingar

Komupakkar í Sydney

Frá 20.500 ISK
Komupakkar í Sydney
Ert þú á leiðinni til Sydney? Gerðu ferðalagið einfalt og þægilegt með komupakka okkar. Ekkert vesen bara skemmtun!
Nánari upplýsingar
Hafa samband