Birgitta

F  

Nafn
Birgitta

Starfstitill
Ferðasérfræðingur

Skrifstofa

Sími
517 7010

Senda tölvupóst

Ég hef ferðast um 50 lönd í 6 heimsálfum og fengið tækifæri til að upplifa fjölbreytt dýralíf eins og að horfa í augun á górillum í Úganda, kafa með hákörlum á Fiji og í Amazon, snorkla með hvalháfum í Mexíkó, standa við hliðin á risaskjaldbökum á Galapagos eyjum og fylgjast með „the Big 5“ í Afríku.

Hjartað hefur nokkrum sinnum tekið auka kippi eins og þegar ég hjólaði niður the Death Road, fór í fallhlífar- og teygjustökk á Nýja Sjálandi, „gorge swing“ við Viktoríufossa, surfaði á Sri Lanka og El Salvador, fór í „hang gliding“ í Brasilíu, skaut úr RPG í Kambódíu, fór í river rafting á Níl og prófaði sandbretti í Abu Dhabi. Þá finnst mér ekkert skemmtilegra en að upplifa nýja lifnaðarhætti og búa í húsbíl í Ástralíu og Nýja Sjálandi og sofa í hengirúmi í Andes fjöllunum og eignast ógleymanlegar minningar eins og þegar ég fagnaði áramótunum á Fiji og í Mexíkó, gekk Machu Picchu, stóð fyrir fram Taj Mahal, sigldi niður Ganges ánna í Indlandi, horfði á Mount Everest í Nepal, skoðaði stjörnurnar í þurrustu eyðimörk heims og knúsaði Kóala.

Ég veit ekkert betra en að ferðast og vera frjáls með heimilið mitt á bakinu ásamt því að kynnast nýju fólki, upplifa nýja menningu og prófa nýja hluti! Ég er vanalega ekki komin í flugvélina heim þegar ég er byrjuð að plana næsta ævintýri.

Frelsið að vita ekki hvaða mánaðardagur, vikudagur eða klukkan er og vakna þegar sólin skín, borða þegar svengdin kallar og sofa þegar þreytan segir til sín - þannig var manninum ætlað að lifa!

Uppáhalds
Hafa samband