BREYTING Á MIÐA

Ef þú vilt breyta flugmiðanum þínum, annað hvort dagsetningu eða áfangastað, þá vinsamlegast notaðu formið hér fyrir neðan til að hafa samband við þjónustuver okkar. Athugaðu að skrifa á ensku þar sem þjónustuver okkar er í Danmörku.

Ferlið við miðabreytingar er eftirfarandi:

  • Fylltu út eyðublaðið og ýttu á ‘senda fyrirspurn um miðabreytingu’
  • Þú færð tölvupóst frá KILROY innan 24 klst. með tillögu að miðabreytingu. Tölvupósturinn inniheldur upplýsingar um hvort að flugmiðinn þinn er breytanlegur, hvort að flugfélagið rukkar breytingargjald og hversu hátt það gjald er ásamt upplýsingum um breytingargjald KILROY sem er 9000 ISK.
  • Þú getur annað hvort samþykkt tillöguna með því að greiða breytingargjaldið í gegnum linkinn sem fylgir tölvupóstinum eða hafnað tillögunni með því að svara tölvupóstinum.

Mikilvægar upplýsingar

KILROY breytir öllum flugmiðum í samræmi við reglur flugfélaganna. Flestum flugmiðum er mögulegt að breyta, en því miður eru reglurnar á sumum miðum þannig að ekki er hægt að breyta þeim. Ódýr fargjöld geta gefið til kynna minni sveigjanleika og strangari reglur.

Í mörgum tilfellum er hægt að breyta ferðadagsetningu og oft er einnig hægt að breyta áfangastað. Breyting á miða fer þó alltaf eftir því hversu mörg sæti eru laus í viðkomandi flug hverju sinni. Flugfélög geta rukkað um breytingargjald auk þess að rukka fargjaldamun. Þessi gjöld greiðir þú til KILROY ásamt breytingargjaldi KILROY.

Þjónustuver KILROY

Hjá KILROY starfar þjónustuver sem er sérhæfð í breytingu flugmiða. Þjónustuver KILROY er staðsett í Danmörku. Við mælum með að senda okkur fyrirspurn um breytingu a.m.k. 72 klst. fyrir brottför til þess að við getum gengið frá breytingunni í tæka tíð. Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er, vanalega innan við 24 klukkutíma. 

Ef þú þarft að breyta miðanum innan 72 klst. þá getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma: +45 33 48 07 75. Vinsamlegast hafðu 6 stafa bókunarnúmerið frá KILROY við höndina þegar þú hringir.

Afgreiðslutími deildarinnar er:

Mánudaga - fimmtudaga: 08.00 - 21.00 (CET)
Föstudaga: 08.00 - 18.00 (CET)
Laugardaga og Sunnudaga: 10.00 - 18.00 (CET)

Þjónustuverið er lokað samkvæmt dönskum frídögum: 01jan18 / 25mar18 / 29mar18 / 30mar18 / 01apr18 / 02apr18 / 27apr18 / 10maí18 / 20maí18 / 21maí18 / 05jún18 / 24des18 / 25des18 / 26des18 / 31des18

Vinsamlegast athugaðu að eyðublaðið hér að neðan er einungis fyrirspurn um breytingu. Breyting á flugmiðanum þínum er ekki frágengin fyrr en þú hefur greitt breytingargjald (ef það á við) og fengið staðfestingu á breytingunni senda í tölvupósti frá KILROY.

Persónuupplýsingar

Farþegi 1

 

 

Upplýsingar um flugmiða

T.d.: ABCDEF eða AB1234

Staðfesting á miðabreytingu
Senda fyrirspurn um miðabreytingu

Skilmálar fyrir miðabreytingu

KILROY rukkar 9000 ISK breytingargjald á mann fyrir miðabreytingu. Þú færð sendan link í tölvupósti sem þú notar til þess að greiða með kreditkorti. Með því að greiða breytingargjaldið í gegnum linkinn ertu að samþykkja breytingargjaldið.

Ef að flugfélagið rukkar breytingargjald og/eða fargjaldamun mun KILROY rukka þig um viðkomandi upphæð fyrir hönd flugfélagsins. Þú færð sendan link í tölvupósti sem þú notar til þess að greiða með kreditkorti. Með því að greiða upphæðina í gegnum linkinn ertu að samþykkja breytingargjald flugfélagsins.

Ef að fleiri en einn farþegi í sömu bókun óskar eftir að breyta flugmiða sínum er nauðsynlegt að bæta henni/honum við fyrirspurnina með því að ýta á “bæta við farþega” í eyðublaðinu. Aðeins farþegar sem skrifaðir eru inn í fyrirspurnina á viðeigandi stað munu fá senda tillögu að breytingu.

Þegar þú sendir inn eyðublaðið ertu einungis búin(n) að óska eftir breytingu – þetta er ekki hin eiginlega miðabreyting. Breytingu á miðanum þínum er ekki lokið fyrr en þú hefur fengið senda staðfestingu í tölvupósti. Þar til að staðfestingin berst er upprunalegi flugmiðinn þinn enn í gildi.

Hafa samband