Hversu mikinn farangur get ég tekið með?

Hjá flestum flugfélögum er leyfilegt að hafa 20 kg af innrituðum farangri auk 5 kg af handfarangri. Hjá sumum flugfélögum og sumum áfangastöðum gilda aðrar reglur um þyngd. Það eru einnig takmarkanir á stærð farangurs og gilda sérstakar reglur um íþróttir eins og golf, reiðhjól og þess háttar.

Þar sem farangursheimildir flugfélaga eru mismunandi, biðjum við farþega um að kynna sér hjá viðeigandi flugfélagi hversu mikinn farangur þú mátt taka með í flugið og nánari upplýsingar. Yfirvigt getur verið dýr.

Athugið að sum flugfélög (eins og Air Baltic og Cimber Air) og flest bandarísk innanlandsflug eru ekki með farangur innifalin í miðaverði, sem þýðir að borga verður sérstaklega fyrir allan farangur. Hægt er að kaupa farangur á heimasíðu flugfélaganna.

Brothætta og viðkvæma hluti ætti ekki að setja í innritaðan farangur, t.d skartgripi, raftæki, málma, verðmæta hluti, lyf, sjúkragögn, vegabréf eða önnur skjöl.

Óheimilt er að hafa kveikjara og eldspýtur í handfarangri í farþegarými og í innrituðum farangri.
Þegar flogið er til Bandaríkjanna er óheimilt að læsa töskum samkvæmt TSA.

« Til baka í listann
Hafa samband