Topp 10 ferðir 2016!

Vinsælar ferðir
Dreymir þig um að ferðast um heiminn? Langar þig að sjá margt á stuttum tíma? Við höfum nú tekið saman vinsælustu áfangastaðina og ævintýraferðirnar árið 2016 og sett saman í 10 frábæra ævintýrapakka!

Það jafnast ekkert á við nokkra mánaða bakpokaferðalag en það er einnig margt hægt að gera og upplifa á styttri tíma. Athugaðu að þetta eru aðeins tillögur. Við sérsníðum ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina. Við elskum þessar reisur!

Suðaustur-Asía

Frá 356.000
Suðaustur-Asía
Lengd: 1 mánuður
Magnaðar stórborgir, einstök náttúrufegurð, hvítar strendur, litrík kóralrif, sól og skemmtun. Búðu þig undir spennandi ævintýri í Tælandi, Malasíu, Singapore og Indónesíu.
Nánari upplýsingar

 

Fitness og surf!

Frá 445.000
Fitness og surf!
Lengd: 1 mánuður
Langar þig að stinga af í ferð þar sem þú bætir líkamlegan styrk í fitness æfingarbúðum, kannar stórborgina Kuala Lumpur, lærir að surfa á Balí og slakar á í sólinni?
Nánari upplýsingar

 

Suður-Afríka og Brasilía

Frá 419.000
Suður-Afríka og Brasilía
Lengd: 1 mánuður
Magnað dýralíf og einstök náttúra í tveimur mismunandi heimsálfum. Við fáum fiðring í magann þegar við hugsum um þessa ferð!
Nánari upplýsingar

 

Suður-Ameríku ævintýri

Frá 414.000
Suður-Ameríku ævintýri
Lengd: 1 mánuður
Dreymir þig um að ganga að Machu Picchu, kanna Amazon frumskóginn og taka magnaðar myndir á Uyuni saltsléttunni? Skoðaðu þessa ferð!
Nánari upplýsingar

 

Filippseyjar og Ástralía

Frá 499.000
Filippseyjar og Ástralía
Lengd: 1,5 mánuður
Gerðu köfunargrímuna og froskalappirnar tilbúnar - í þessari ferð bíða þín endalaus neðansjávarævintýri. Sjáðu skrýtna fiska, litrík kóralrif og önnur ótrúleg náttúruundur. Draumaferð kafarans!
Nánari upplýsingar

 

Kanada og Mið-Ameríka

Frá 389.000
Kanada og Mið-Ameríka
Lengd: 1 mánuður
Þessi ferð er tilvalin fyrir þá sem dreymir um einstaka náttúruupplifun og suðræna hitann í Mið-Ameríku. Hér heimsækir þú 4 lönd á einum mánuði!
Nánari upplýsingar

 

Suður-Afríka og Suðaustur-Asía

Frá 639.000
Suður-Afríka og Suðaustur-Asía
Lengd: 2 mánuðir
Þessi reisa er tilvalin fyrir þá sem langar að láta gott af sér leiða á ferðalagi sínu um heiminn. Byrjaðu ferðalagið í sjálfboðastarfi í Suður-Afríku áður en þú kannar Suðaustur-Asíu. Við elskum þessa reisu!
Nánari upplýsingar

 

Sri Lanka og Suðaustur-Asía

Frá 496.000
Sri Lanka og Suðaustur-Asía
Lengd: 1,5 mánuður
Upplifðu töfraeyjuna Sri Lanka og allt það besta sem Suðaustur-Asía hefur upp á að bjóða í ævintýraferð um Singapore, Malasíu, Tæland, Kambódíu og Laos.
Nánari upplýsingar

 

Indland og Afríka

Frá 584.000
Indland og Afríka
Lengd: 1 mánuður
Þessi frábæra reisa gerir þér kleift að kanna Indland, Keníu og Tansaníu. Mismunandi menningarheimar, ævintýralegt landslag, einstakt dýralíf og ekki má gleyma frábærir ferðafélagar - allt þetta bíður þín!
Nánari upplýsingar

 

Nýja Sjáland og Bandaríkin

Frá 513.000
Nýja Sjáland og Bandaríkin
Lengd: 1 mánuður
Frábær flugleið fyrir alla náttúruunnendur og þá sem vilja svala adrenalínþörfinni. Kannaðu óspillta náttúru, farðu í fallhlífarstökk og kynntu þér Maori menninguna á Nýja Sjálandi áður en þú heimsækir landið þar sem allt er stærra!
Nánari upplýsingar

  

Hafa samband