Suður-Ameríku ævintýri

Suður-Ameríku ævintýri
Dreymir þig um að ganga að Machu Picchu, kanna Amazon frumskóginn, taka magnaðar myndir á Salar de Uyuni saltsléttunni og surfa í Brasilíu? Skoðaðu þessa ferð!

Búðu þig undir mesta ævintýri lífs þíns! Í þessari ferð heimsækir þú Perú, Bólivíu, Chile og Brasilíu. Ferðin hefst í Cuzco þar sem þú ferð í snilldar göngu að Machu Picchu - það er ólýsanleg tilfinning að horfa á sólarupprás yfir Machu Picchu. Frá Cuzco færð þú að stjórna ferðinni en þaðan ferðast þú á eigin vegum til La Paz í Bólivíu.

Bólivía er land andstæðanna - allt frá heitum og grænum frumskógum til kaldra Andesfjallanna. Þar ferð þú í 4 daga ævintýraferð inn í Amazon frumskóginn - hittu heimamenn, reyndu að veiða píranafiska og leitaðu að anacondum. Sannkallað frumskógar ævintýri! 

Eftir dvölina í Amazon er kominn tími til að heimsækja nýtt land, Chile! Á leið þinni þangað ferðast þú í gegnum Uyuni saltsléttuna - ekki gleyma myndavélinni! Þú endar svo ævintýrið í Brasilíu - samba, fótbolti, magnaðar surfstrendur og skemmtilegar borgir. Sannkallað Suður-Ameríku ævintýri!

Flugleiðin:

Keflavík - Cuzco // La Paz // Calama - Santiago - Rio de Janeiro // Sao Paulo - London - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Suður-Ameríku ævintýri

Frá 414.000
Suður-Ameríku ævintýri
Lengd: 1 mánuður
Á þessum eina mánuði átt þú eftir að eignast ógleymanlegar minningar og upplifanir í Suður-Ameríku. Náttúran er ótrúleg og dýralífið einstakt!
Senda fyrirspurn

Innifalið:

Mundu að þessi reisa er aðeins uppástunga. Við sérsníðum heimsreisur og ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina.

Þú átt eftir að:

Sólarupprás við Machu Pichu í Perú - KILROY
Sjá sólarupprás við Machu Picchu!

La Paz í Bólivíu - KILROY
Kanna borgina, La Paz í Bólivíu.

Amazon frumskógurinn - KILROY
Upplifa magnað frumskógarævintýri í Amazon.

Saltsléttan Uyuni í Bólivíu - KILROY
Fá tækifæri til að taka magnaðar myndir á Uyuni salsléttunni.

Rio de Janeiro í Brasilíu - KILROY
Og ekki gleyma, eyða nokkrum dögum í Rio de Janeiro.

Langar þig að stinga af í ævintýralega ferð?
Hafðu samband
Hafa samband