Topp 10 ferðir 2017

Topp 10 ferðir 2017
Dreymir þig um að ferðast um heiminn? Langar þig að sjá og upplifa margt í sömu ferðinni? Hér fyrir neðan finnur þú 10 frábærar tillögur að ferðum um allan heim sem samanstanda af spennandi og öðruvísi sem og vinsælum áfangastöðum og ævintýraferðum.

Það jafnast ekkert á við nokkra mánaða bakpokaferðalag en það er einnig margt hægt að gera og upplifa á styttri tíma. Athugaðu að þetta eru aðeins tillögur. Við sérsníðum ferðalög alltaf að þörfum og löngunum hvers og eins svo þú ræður hvaða staði þú heimsækir, hvað þú ert lengi á hverjum stað og í hvaða röð þú heimsækir staðina.

Draumaeyjan Balí

Frá 292.000 kr.
Draumaeyjan Balí
4 vikur
Hvort sem þig langar að slaka á í sólinni, upplifa menninguna og matinn eða fara í magnaða ævintýraferð sem reynir á líkamann og þol þá færð þú tækifæri til þess á Balí. Frábær 4 vikna ævintýraferð um Balí og nálægar eyjar.
Nánari upplýsingar

 

Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland

Frá 330.500 kr.
Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland
4 vikur
Hér upplifir þú töfraeyjuna Sri Lanka, finnur þinn innri styrk á Maldíveyjum og tekur þátt í frábæru dýraverndunarverkefni í Tælandi. Við elskum þessa ferðatillögu.
Nánari upplýsingar

 

Kúba, Hondúras & Kosta Ríka

Frá 377.000 kr.
Kúba, Hondúras & Kosta Ríka
5 vikur
Suðrænn hiti og endalaus ævintýri! Langar þig að upplifa eitthvað einstakt? Hér er snilldar ferð þar sem þú lærir spænsku, salsa, köfun og nælir þér í nokkur karmastig í frábæru sjálfboðastarfi.
Nánari upplýsingar

 

Kólumbía, Ekvador & Perú

Frá 426.000 kr.
Kólumbía, Ekvador & Perú
4 vikur
Hvernig hljómar spænskunámskeið í Kólumbíu, sjálfboðastarf inn í Amazon og 4 daga ganga að Machu Picchu? Þessi ferð er fullkomin fyrir þá sem dreymir um að upplifa fjölbreytt ævintýri í sömu ferðinni.
Nánari upplýsingar

 

Suðaustur-Asíudraumur

Frá 444.000 kr.
Suðaustur-Asíudraumur
5 vikur
Upplifðu allt það besta sem Suðaustur-Asía hefur upp á að bjóða í magnaðir ævintýraferð um Tæland, Kambódíu, Víetnam og Laos áður en þú heimsækir paradísareyjuna Balí.
Nánari upplýsingar

 

Kasakstan, Kirgistan & Mongólía

Frá 456.000 kr.
Kasakstan, Kirgistan & Mongólía
3 vikur
Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi, fara út fyrir þægindarammann og kynnast nýrri menningu. Hér heimsækir þú einstaka áfangastaði sem líklega fáir af vinum þínum hafa komið til.
Nánari upplýsingar

 

Afríkuævintýri

Frá 506.000 kr.
Afríkuævintýri
5 vikur
Afríka er heimsálfa draumanna. Heimsálfa sem bæði heillar og tælir. Hún er gríðarlega stór og fjölbreytt en í þessar ferðtillögu ferðast þú um Keníu, Tansaníu, Malví, Simbabve, Sambíu og Suður-Afríku. Sannkallað Afríku ævintýri!
Nánari upplýsingar

 

Nepal, Myanmar & Balí

Frá 522.000 kr.
Nepal, Myanmar & Balí
7 vikur
Fullkomin blanda af útivist og hreyfingu, náttúru- og menningarupplifunum, sól og slökun. Reimaðu á þig gönguskóna og búðu þig undir stórkostlega ævintýraferð um Nepal, Myanmar og Balí.
Nánari upplýsingar

 

Jórdanía & Íran

Frá 607.000 kr.
Jórdanía & Íran
5 vikur
Einstök ævintýraferð um Jórdaníu, Íran, Oman og Dubaí. Upplifðu dulúð austursins, heitar eyðimerkur og sjáðu eitt af sjö undrum veralda - hina fornu Petru!
Nánari upplýsingar

 

Fiji & Ástralía

Frá 804.000 kr.
Fiji & Ástralía
8 vikur
Langar þig að upplifa eitthvað magnað? Fara í ferð sem er stútfull af spennu, útivist, hreyfingu og karmastigum? Þá er þessi ferð tilvalin fyrir þig.
Nánari upplýsingar
Hafa samband