Afríkuævintýri

Afríkuævintýri
Afríka er heimsálfa draumanna. Heimsálfa sem bæði heillar og tælir. Hún er gríðarlega stór og fjölbreytt en í þessar ferðtillögu ferðast þú um Keníu, Tansaníu, Malaví, Simbabve, Sambíu og Suður-Afríku. Sannkallað Afríkuævintýri!

Ferðalagði hefst með 20 daga ævintýraferð þar sem þú heimsækir 5 lönd á leið þinni frá Nairóbí til Viktoríufossanna. Hér færð þú tækifæri til að kanna kryddeyjuna Zanzibar, kynnast lífinu á ströndinni við Lake Malaví, heimsækja lítil afskekkt þorp og upplifa heim dýranna í með eigin augum, eyrum og nefi. Það er ólýsanleg tilfinning að horfa yfir gresjuna og sjá tignarleg ljón í sólbaði, fíla á röltinu og risastórar dýrahjarðir á beit. Að auki færð þú magnað tækifæri til að upplifa fjölbreytta menningu og matargerð. Ferðin endar við Viktoríufossa. Sama hvar áhugi þinn liggur, þá er engin ferð til Afríku fullkomnuð nema með því að sjá einn af 100 m háu Viktoríufossunum í Simbabve.

Við getum ekki endað ferðina án þess að heimsækja Suður-Afríku. Flogið er frá Viktoríufossunum til Cape Town þar sem þú færð tækifæri til að upplifa allt það besta sem borgin hefur upp á að bjóða á sex dögum. Skoðunarferð um borgina, ferð upp Table Mountain, vínsmökkun í nálægum vínhéruðum og margt fleira er innfalið í þessum magnaða pakka.

Flugleiðin

Keflavík - Nairobí // Viktoríufossar - Cape Town - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Afríku ævintýri

Frá 506.000 kr.
Afríku ævintýri
5 vikur
Dreymir þig um að kanna fjölbreyttasta náttúru - og dýralíf í heimi? Þá er þessi ferðatillaga fullkomin fyrir þig. Láttu ferðadrauminn rætast!
Senda fyrirspurn

 

Innifalið:

  • Flug
  • 20 daga ævintýraferð frá Nairobí til Viktoríufossa
  • 6 daga Cape Town upplifun
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Safarí í Serengeti - KILROY

Fara í magnað safarí í Serengeti þjóðgarðinum.

Kryddeyjan Zanzibar - KILROY

Heimsækja kryddeyjuna Zanzibar.

Einstakar strendur á Zanzibar - KILROY

Fá tækifæri til að njóta sólarinnar einstökum ströndum.

Lake Malavi - KILROY

Kynnast mannlífinu við Lake Malaví.

Tjaldað í Malaví - KILROY

Tjalda undir stjörnubjörtum himni.

Þorp í Malaví - KILROY

Heimsækja lítil afskekkt þorp.

Upplifðu fjöbreytt dýralíf og náttúru í Zimbabwe - KILROY

Upplifa fjölbreytt dýralíf...

Upplifuð kraftinn í Viktoríufossunum - KILROY

...og kraftinn í Viktoríufossunum.

Cape Town í Suður-Afríku - KILROY

Heimsækja Cape Town og...

Sólarlagið frá Table Mountain - KILROY...fá tækifæri til fylgjast með sólarlaginu frá Table Mountain.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband