Draumaeyjan Balí

Draumaeyjan Balí
Balí er sannkölluð paradísareyja en það er ekki að ástæðulausu að eyjan er meðal vinsælustu áfangastaða Asíu. Hvort sem þig langar að slaka á í sólinni, upplifa menninguna og matinn eða fara í magnaða ævintýraferð sem reynir á líkamann og þol þá færð þú tækifæri til þess á Balí. Hér er frábær ferðatillaga að 4 vikna ævintýraferð um Balí og nálægar eyjar.

Hvernig líst þér á að byrja ferðalagið í fitness æfingabúðum á Balí? Hvort sem markmiðin þín eru að styrkjast, bæta þolið eða léttast þá færð þú þar frábært tækifæri til að ná þeim einstöku umhverfi. Námskeiðið hefst á því að þú hittir einkaþjálfara sem aðstoðar þig við að setja saman æfingarplan sem hentar þínum þörfum og áhuga. Mættu í crossfit, æfðu á ströndinni eða finndu þinn innri styrk í jóga! 

Eftir sveitta viku er komið að því að upplifa eitthvað alveg nýtt! Hér ferð þú í ævintýralega siglingu og leitar að stærstu eðlum heims - hinum frægu Komodo Dragon! Að auki færð þú fjölda tækifæra til að njóta sólarinnar á þilfarinu, snorkla innan um litrík kóral rif, heimsækja nálægar eyjar og fara í magnaðar gönguferðir.

Þá er ekki hægt að heimsækja Balí án þess að surfa! Hvort sem þú hefur aldrei stigið á brimbretti áður eða getur staðið á höndum á meðan þú surfar þá færð þú þá kennslu sem hentar þér í surfskóla á Balí. Surf´s up!

Hvað er svo betra en að enda ferðalagið á því að finna þinn innri styrk í einstöku umhverfi. Jógasetrið er staðsett í Sanur á Balí þar sem þú finnur afslappað andrúmsloft, fallega náttúru, hvítar sandstrendur og kristaltæran sjó

Flugleiðin:

Keflavík - Balí - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Draumaeyjan Balí

Frá 292.000 kr.
Draumaeyjan Balí
4 vikur
Dreymir þig um að heimsækja paradísareyjuna Balí? Ráðgjafar okkar eru snillingar í að setja saman frábærar reisur um allan heim. Hafðu samband og láttu drauminn rætast!
Senda fyrirspurn

 

Innifalið: 

  • Flug
  • 8 daga fitness námskeið
  • 7 daga sigling 
  • 3 daga surfnámskeið
  • 4 dagar á jógasetri
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Draumaeyjan Balí - KILROY

Heimsækja draumeyjuna Balí...

Fitness æfingabúðir á Balí - KILROY

...þar sem þú færð tækifæri til að ná markmiðum þínum...

Upplifðu dásamlega menningu á Balí - KILROY

...á sama tíma og þú færð tækifæri til að upplifa menninguna og..

Heillandi hof á Balí - KILROY

..kanna heillandi hof.

Stærsta eðla heims - Komodo Dragon

Þú átt eftir að sjá stærstu eðlu heims - hina frægu Komodo dragon...

Nusa Lembongan - köfun

...og fá tækifæri til að kanna litríka neðansjávarveröld.

Surfskóli á Balí - KILROY

Lærir að sufa á frábærum surfstöðum...

Surfskóli á Balí - KILROY

...og kynnist öðrum ferðalöngum alls staðar að úr heiminum.

Finndu þinn innri styrk á jógasetri á Balí - KILROY

Að lokum átt þú eftir að finna þinn innri styrk í einstöku umhverfi...

Einstök matargerð á Balí - KILROY

...og fá fjölda tækifæra til að upplifa einstaka matarmenningu!

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband