Fiji & Ástralía

Fiji og Ástralía
Langar þig að upplifa eitthvað magnað? Fara í ferð sem er stútfull af spennu, útivist, hreyfingu og karmastigum? Þessi ferðatillaga er líklega ekki sú ódýrasta en hér færð þú tækifæri til að sjá og upplifa gríðarlega margt á ferð þinni um Ástralíu og Fiji - fullkomin ferð fyrir þá sem elska að kafa og að hafa mikið fyrir stafni.

Ævintýrið hefst á Fiji þar sem þú tekur þátt í einstöku sjálfboðastarfi, tengt dýra- og náttúruvernd, á sama tíma og þú bætir köfunarreynsluna þína. Sem sjálfboðaliði þarft þú að hafa PADI Open Water köfunarréttindin en átt eftir að þá þjálfun sem þú þarft til að öðlast PADI Advanced Open Water. Þú átt eftir að sinna fjölbreyttum verkefnum en þar á meðal er að safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera og ástand kóralrifanna, aðstoða við að fræða og vekja athygli á umhverfisvernd í nálægum samfélögum og hreinsa ströndina og hafsbotninn. Þú átt eftir að fara í um 40 - 50 kafanir og ekki má gleyma upplifa menninguna á Fiji ásamt því að kynnast öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum. 

Eftir frábæran mánuð á Fiji flýgur þú til Sydney. Njóttu þess að kanna borgina áður en þú leggur af stað í ævintýralega ferð til Cairns. Fitness og surf æfingabúðir, sigling um Whitsundays, köfun í the Great Barrier Reef, stórkostleg náttúrufegurð, grillveislur og fjörugt næturlíf - allt þetta bíður þín í Ástralíu.

Flugleiðin

Keflavík - Fiji - Sydney // Cairns - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Fiji og Ástralía

Frá 804.000 kr.
Fiji og Ástralía
8 vikur
Þessi frábæra ferðatillaga er stútfull af spennu, útivist, hreyfingu og karmastigum. Hún er klárlega draumaferð kafarans!
Senda fyrirspurn

Innifalið:

  • Flug
  • 30 daga sjálfboðastarf á Fiji
  • Hop on - hop off rútupassi frá Sydney til Cairns
  • 7 daga fitness og surf námskeið í Byron Bay
  • 4 daga sigling um Whitsunday eyjar
  • 3 daga fundive í Cairns
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Taktu þátt í frábæru náttúruverndarverkefni á Fiji - KILROY

Næla þér í nokkur karmastig á sama tíma og þú upplifir litrík neðansjávarlíf við Fiji.

Upplifðu dásamlega menningu á Fiji - KILROY

Kynnast dásamlegri menningu...

Einstakar strendur á Fiji - KILROY

og fá tækifæri til að slaka á í sólinni á hvítri sandströnd.

Upplifðu mannlífið í Sydney, Ástralíu - KILROY

Heimsækja Sydney og upplifa fjölmenninguna í borginni.

Fitness æfingabúðir í Byron Bay, Ástralíu - KILROY

Fá tækifæri til að losa um hreyfiþörfina í fitness æfingabúðum.

Lærðu að surfa í Ástralíu - KILROY

Læra að surfa og kynnast surfmenningunni í Ástralíu.

Sigling um Whitsundays, Ástralíu - KILROY

Fara í siglingu um Whitsunday eyjarnar...

Whitehaven ströndin í Ástralíu - KILROY

...og heimsækja Whitehaven ströndina - ein mest ljósmyndaða strönd heims.

Kannaðu the Great Barrier Reef í Ástralíu - KILROY

Að lokum átt þú eftir að kafa niður í eitt af sjö náttúrulegu undrum veraldar - The Great Barrier Reef.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband