Jórdanía & Íran

Jórdanía & Íran
Miðausturlöndin sameina ólíka menningarheima og fjölbreytt trúarbrögð. Þessi ferðatillaga fer með þig í einstaka ævintýraferð um Jórdaníu, Íran, Oman og Dubaí. Upplifðu dulúð austursins, heitar eyðimerkur og sjáðu eitt af sjö undrum veralda - hina fornu Petru!

Ævintýrið hefst með 8 daga ferð um Jórdaníu þar sem þú færð einstakt tækifæri til að upplifa öll þau stórkostlegu menningarundur sem þar eru að finna. Ferðin hefst og endar í Amman, höfuðborg Jórdaníu, en þú átt meðal annars eftir að gista í eyðimörkinni, heimsækja Petru, láta þig fljóta um í Dauðahafinu og upplifa magnaða matargerð og menningu.

Frá Amman flýgur þú yfir til Tehran þar sem þín bíður 14 daga ævintýraferð um þetta magnaða land. Hér færð þú tækifæri til að kynnast menningunni, upplifa dásamlega matargerð, heimsækja afskekkt fjallaþorp og upplifa heillandi landslag. Einstök upplifun sem á eftir að verða ógleymanleg minning.

Við getum svo ekki alveg hætt hér en á leið þinni heim er tilvalið að stoppa á tveimur stöðum, Muscat í Oman og Dubaí, í nokkra daga þar sem þú færð tækifæri til að upplifa allt það besta sem þessar tvær borgir hafa upp að bjóða áður en förinni er haldið aftur heim.

Flugleiðin

Keflavík - Jórdaníu - Íran - Oman - Dubaí - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Jórdan og Íran

Frá 607.000 kr.
Jórdan og Íran
5 vikur
Dreymir þig um að kanna miðausturlöndin? Þessi ferðatillaga fer með þig um Jórdaníu, Íran, Oman og Dubaí. Sannkallað miðausturlandaævintýri.
Senda fyrirspurn

 

Innifalið:

  • Flug
  • 8 daga ævintýraferð um Jórdaníu
  • 14 daga ævintýraferð um Íran
  • Stopover í Oman
  • Stoppver í Dubaí
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Amman í Jórdaníu - KILROY

Heimsækja Amman, höfuðborg Jórdaníu

Einstakt eyðimerkur landslag í Jórdaníu - KILROY

Upplifa magnað eyðimerkur landslag

Kamelferð í Jórdaníu - KILROY

Fara í kamelferð

Eitt af sjö undrum veraldar - Petra í Jórdaníu

Kanna eitt af sjö undrum veraldar - Petru

Einstök upplifun að fljóta um dauðahafið - KILROY

Láta þig fljóta um í Dauðahafinu

Teheran í Íran - KILROY

Heimsækja Tehran í Íran

Esfahan í Íran - KILROY

Heimsækja fallegar moskur

Persepolis í Íran - KILROY

Kanna hina fornu Persepolis - sem er á heimsminjaskrá UNESCO

Upplifðu menninguna á mörkuðum Íran - KILROY

Upplifa einstaka menningu

Ekki gleyma því að prútta á mörkuðunum - KILROY

á fjölmörgum mörkuðum

Skýjakljúfar Dubai - KILROY

Upplifa skýjakljúfana í Dubaí

Eyðimerkursafarí í Dubaí - KILROY

Fara í magnað eyðimerkursafarí

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband