Kasakstan, Kirgistan & Mongólía

Kasakstan, Kirgistan & Mongólía
Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi, fara út fyrir þægindarammann og kynnast nýrri menningu. Þessi ferðatillaga fer með þig á staði sem líklega fáir af vinum þínum hafa heimsótt. Einstök upplifun þar sem þú átt eftir að eignast ógleymanlegar minningar og ótrúlegar ferðasögur.

Ferðin hefst í Kasakstan þar sem þú ferð í 9 daga ævintýraferð, frá Almaty í Kasakstan til Bishkek í Kirgistan, með hópi ævintýraþyrstra ferðalanga alls staðar að úr heiminum. Þú átt eftir að kanna hið stórbrotna Charyn gljúfur, gista í hefðbundnu yurt tjaldi og kynnast menningu Kyrgiz hirðingja. Hér ferðast þú út fyrir hina hefðbundnu ferðamannaslóð þar sem þú upplifir stórbrotið landslag og dásamlega menningu.

Frá Kirgistan flýgur þú yfir til Mongólíu þar sem þín bíður ótrúleg 8 daga upplifun meðal hirðingja inn í Gorkhi Terelj þjóðgarðinum. Þar gistir þú í hefðbundnu „Ger“  tjaldi, drekkur te með nágrönnunum, ferð í marga útreiðatúra og lærir bogfimi og fataiðn. Já þetta verða ógleymanlegir átta dagar þar sem þú átt eftir að fara út fyrir þægindarammann og kynnast dásamlegri menningu. Athugaðu að það er skilyrði að þú getir umgengist hesta af öryggi og óttaleysi.

Við getum svo ekki alveg hætt hér og verðum að bæta við stoppi í Peking í Kína. Kannaðu nokkur af frægust kennileitum Kína; Kínamúrinn, Himnahofið, Forboðnu borgina og Sumarhöllina, áður en þú flýgur heim.

Flugleiðin

Keflavík - Kasakstan // Kirgistan - Mongólía - Peking - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kasakstan, Kirgistan & Mongólía

Frá 456.000 kr.
Kasakstan, Kirgistan & Mongólía
3 vikur
Langar að upplifa eitthvað nýtt og fara út fyrir þægindarammann. Þessi frábæra ferðatillaga fer með þig í ógleymanlega ferð um Kasakstan, Kirgistan og Mongólíu áður en þú endar ferðalagið í Peking.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

  • Flug
  • 9 daga ævintýraferð um Kasakstan og Kirgistan
  • 8 daga local „living“ í Mongólíu
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Veiðimaður í Kirgistan - KILROY

Heimsækja Kasakstan, Kirgistan, Mongólíu og Kína.

Yurt tjald í Kasakstan - KILROY

Prófa að gista í „yurt“ tjaldi.

Lítið afskekkt þorp í Kirgisistan - KILROY

Kynnast einstakri menningu...

Einstök náttúra í Kasakstan - KILROY

...og upplifa stórkostlega náttúru... 

Upplifðu matargerðina í Kirgisistan - KILROY

og matargerð.

Ulannbaatar í Mongólíu - KILROY

Upplifa mannlífið í Ulannbaatar...

Ger tjaldbúðir í Mongólíu - KILROY

...og búa á meðal hirðingja í Mongólíu...

Upplifðu lífið í hirðingjasamfélagi í Mongólíu - KILROY

... þar sem þú færð tækifæri til að kynnast lífi og lifnaðarháttum þeirra...

Einstök náttúra í Mongólíu - KILROY

...ásamt því að fara í marga útreiðatúra og upplifa stórkostlegt landslag.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband