Kólumbía, Ekvador & Perú

Kólumbía, Ekvador & Perú
Hvernig hljómar spænskunámskeið í Kólumbíu, sjálfboðastarf inn í Amazon og 4 daga ganga að Machu Picchu? Þessi ferðatillaga er fullkomin fyrir þá sem dreymir um að upplifa fjölbreytt ævintýri í sömu ferðinni.

Kólumbía er hrá, ástríðufull og ósnert. Hættuleg? Nei, ekki meira eða minna en önnur lönd Suður Ameríku. Mikil áhætta? Já, mesta áhættan er að þú viljir aldrei fara þaðan! Hér byrjar þú ferðalagið á spænskunámi í Cartagena, sem liggur við Karíbahafið, þar sem þú spænsku á morgnanna og hefur svo fullt frelsi til að gera það sem þú vilt eftir hádegi. Kannaðu borgina og nálæg svæði, lærðu að dansa salsa, æfðu þig í spænskunni á markaðinum, lærðu að elda kólumbískan mat eða slakaðu á við sundlaugina.

Frá Kólumbíu flýgur þú til Quito í Ekvador þar sem þú færð tækifæri til að næla þér í nokkur karmastig í frábæru náttúruverndarverkefni inn í Amazon frumskóginum. Þar vinnur þú að fjölbreyttum verkefnum sem öll tengjast verndun regnskógarins. Einstakt tækifæri til að verða hluti af frábæru verkefni sem er mikilvægur grunnur fyrir framtíðina.

Eftir dvölina í Amazon er komin tími fyrir ný ævintýri og nýtt land, Perú, þar sem þín bíður mögnuð ganga að Machu Picchu. Það er ólýsanleg tilfinning að horfa á sólarupprás yfir Machu Picchu - klárlega eitthvað sem allir verða að upplifa á ævi sinni.

Flugleiðin:

Keflavík - Cartagena - Quito - Cusco - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kólumbía, Ekvador & Perú

Frá 426.000 kr.
Kólumbía, Ekvador & Perú
4 vikur
Langar þig að læra spænsku í Kólumbíu, næla þér í nokkur karmastig í Ekvador og fara í ógleymanlega göngu að Machu Picchu? Láttu drauminn rætast!
Senda fyrirspurn

Innifalið:

  • Flug
  • 8 daga spænskunámskeið í Cartagena, Kólumbíu
  • 15 daga sjálfboðastarf inn í Amazon
  • 4 daga ganga að Machu Picchu
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Lærðu spænsku í Kólumbíu - KILROY

Læra spænsku í Cartagena

Dásamleg kólumbísk menning - KILROY

og kynnast litríkri og skemmtilegri menningu.

Frábært náttúruverndarverkefni í Amazon - KILROYNæla þér í nokkur karmastig í Ekvador...

Sjálfboðastarf inn í Amazon - KILROY

á sama tíma og þú kynnist öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum.

Sólarupprás við Machu Picchu - KILROY

Og ekki má gleyma - þú átt eftir að fá tækifæri til að sjá sólarupprás yfir Machu Picchu.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband