Kúba, Hondúras & Kosta Ríka

Kúba, Hondúras & Kosta Ríka
Suðrænn hiti og endalaus ævintýri! Langar þig að upplifa eitthvað einstakt? Hér er snilldar ferðatillaga þar sem þú lærir spænsku, salsa, köfun og nælir þér í nokkur karmastig í frábæru sjálfboðastarfi.

Ferðin hefst á því að þú lærir spænsku, salsa dans og kynnist mañana time á Kúbu. Upplifðu einstaka lífstíl þar sem lífið er laust við stress og tíminn skiptir ekki máli. Þú þarft líklega að byrja á því að æfa þolinmæðina en eftir það verður erfitt að kveðja.

Frá Kúbú flýgur þú til Hondúras þar sem þín bíða mögnuð neðansjávarævintýri í frábærum köfunarskóla. Sjáðu skrítna og fallega fiska, litrík kóralrif og hver veit nema þú rekist á eina skjaldböku og nokkra hákarla. Við lofum að það á eftir að opnast nýr heimur þegar þú kafar undir yfirborð sjávar.

Viltu víkka sjóndeildarhringinn og láta gott af þér leiða? Eftir dvölina í Hondúras er kominn tími til að heimsækja nýtt land, Kosta Ríka, þar sem þú færð tækifæri til að taka þátt í frábæru dýraverndunarverkefni sem vinnur að því að vernda skjaldbökuegg og unga fyrir ágangi manna og dýra. Og það besta er að hér heldur þú áfram að læra spænsku - innifalið er tveggja tíma spænskukennsla á hverju degi.

Það er svo ekki hægt að enda ævintýrið á betri stað en í New York! Farðu í leikhús, borðaðu góðan mat og sjáðu öll epísku kennileitin sem þú þekkir úr bíómyndunum! New York er frábær áfangastaður til þess að klára minniskortið á myndavélinni og gera góð kaup áður en haldið er heim.

Flugleiðin:

Keflavík - Kúba - Hondúras - Kosta Ríka - New York - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kúba, Hondúras & Kosta Ríka

Frá 377.000 kr.
Kúba, Hondúras & Kosta Ríka
5 vikur
Lærðu spænsku, salsa, köfun og nældur þér í nokkur karmastig í frábæru sjálfboðastarfi. Fullkomin ferð fyrir ævintýragjarna einstaklinga.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

  • Flug
  • 2 vikna spænsku, salsa og menningarnámskeið á Kúbu
  • 6 daga köfunarnámskeið í Hondúras
  • 8 daga sjálfboðastarf og spænskunám í Kosta Ríka
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Upplifðu lífið á Kúbu - KILROY

Kynnast dásamlegri menningu á Kúbu,

Einstakar strendur á Kúbu - KILROY

njóta sólarinnar á hvítum sandströndum,

Köfunarnámskeið í Hondúras - KILROY

læra að kafa í Hondúras,

Vertu hluti af frábæru sjálfboðaverkefni í Kosta Ríka - KILROY

taka þátt í frábæru dýraverndunarverkefni í Kosta ríka

Upplifðu stórborgarlífið í New York

og upplifa stórborgarlífið í New York.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband
Hafa samband