Nepal, Myanmar & Balí

Nepal, Myanmar & Balí
Þessi ferðatillaga hefur fullkomna blöndu af útivist og hreyfingu, náttúru- og menningarupplifunum, sól og slökun. Reimaðu á þig gönguskóna og búðu þig undir stórkostlega ævintýraferð um Nepal, Myanmar og Balí.

Langar þig í áskorun? Hvernig lýst þér á Mount Everest - já eða grunnbúðir Everest? Þú átt ekki aðeins eftir að upplifa stórbrotið útsýni til hæstu fjalla jarðar heldur einnig öðlast ómetanlega reynslu! Að auki munt þú upplifa mannlífið í Kathmandu og heimsækja þjóðgarðinn Chitwan.

Frá Nepal flýgur þú til Myanmar þar sem þín bíður 14 daga ævintýraferð. Í þessari ferð átt þú eftir að heimsækja alla hápunkta Myanmar ásamt því að fá tækifæri til að sjá sjaldséðar hliðar landsins, kynnast heimamönnum og upplifa hvað það er sem gerir þetta land svona einstakt! Þú átt eftir að fá tækifæri til að fylgjast með mannlífinu í Yangoon og Mandalay, kanna mögnuð hof og minjar í hjólaferð um Bagan og fara í ógleymanlega siglingu um Inle Lake. 

Eftir gríðarlega áskorun og ótrúlegar upplifanir er fullkomið að enda reisuna á jógasetri á Balí þar sem þú átt eftir að ná að slaka vel á og finna þinn innri styrk í einstöku umhverfi. Ímyndaðu þér að stunda jóga úti á verönd, sem er umvafin grænum trjám, undir fuglasöng og finna hafgoluna kæla þig á milli æfinga. Fullkomin endir á fræbærri reisu!

Flugleiðin:

Keflavík - Nepal - Myanmar - Balí - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Nepal, Myanmar & Balí

Frá 522.000 kr.
Nepal, Myanmar & Balí
7 vikur
Magnaðar náttúruupplifanir, dásmleg menning, sól, hvítar strendur og slökun. Ef það hljómar sem algjör draumur þá er þessi ferðatillaga fullkomin fyrir þig.
Senda fyrirspurn

 

Innifalið:

  • Flug
  • 15 daga ganga að Everest base camp
  • 3 daga ferð um Katmandu, Nepal
  • 3 daga ferð um Chitwan þjóðgarinn í Nepal
  • 14 daga ævintýraferð um Myanmar
  • 7 dagar á jógasetri á Balí
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að:

Mögnuð ganga að Everest Base camp - KILROY

Skora á líkama þinn, styrk og þol í magnaðri göngu...

Mögnuð ganga að Everest Base camp - KILROY

...og finna kraftinn frá Himalajafjöllunum.

Mögnuð ganga að Everest Base camp - KILROY

Upplifa einstaka náttúru og heimsækja lítil afskekkt þorp.

Kathmandu, Nepal - KILROY

Fá tækifæri til að fylgjast með mannlífinu í Kathmandu...

Chitwan þjóðgarðurinn í Nepal - KILROY

...og dýralífinu í Chitwan þjóðgarðinum í Nepal.

Yangoon, Myanmar - KILROY

Heimsækja Yangoon,...

Sólarupprás við Bagan, Myanmar - KILROY

...upplifa sólarupprás við Bagan...

Inle Lake, Myanmar - KILROY

...og fara í ógleymanlega siglingu um Inle Lake í Myanmar.

Upplifðu menninguna í Myanmar - KILROY

Að auki átt þú eftir að upplifa dásamlega menningu...

Einstök náttúruupplifun í Myanmar - KILROY

...og stórbrotið landslag.

Draumaeyjan Balí - KILROY

Heimsækja draumaeyjuna Balí...

Jógasetur á Balí - KILROY

...og stunda jóga í einstöku umhverfi.

Hljómar þetta eins og draumareisan þín?
Hafðu samband

 

Hafa samband