Kanada, Kúba og Mið-Ameríka

Kanada, Kúba og Mið-Ameríka
Þessi ferðatillaga er tilvalin fyrir þá sem dreymir um að upplifa eitthvað einstakt. Suðrænan hita og endalaus ævintýri. Hér er ferðast um 8 lönd á u.þ.b. 7 vikum.

Ferðin hefst í Toronto - mælum með því að stoppa þar í nokkra daga og heimsækja hina heimsfrægu Niagara fossana og fara upp í CN turninn.

Eftir nokkra daga í Kanada er tilvalið að breyta algjörlega til og fljúga suður í hitann á Kúbu þar sem ævintýrið hefst með spænskunámi, salsadansi og „manana time“. Já á Kúbu er lífið laust við stress og tíminn skiptir ekki miklu máli. Til að byrja með átt þú líklega eftir að þurfa að æfa þig í að vera þolinmóð/ur og að njóta þess að vera í núinu en á endanum áttu eftir að elska það og verður líklega erfitt að kveðja. Sem betur fer bíða þín fleiri ævintýri.

Frá Kúbu flýgur þú til Cancun og ferðast landleiðina niður til San Jose í Kosta Ríka. Hér ferðast þú með hop-on/hop-off passa í gegnum Mexíkó, Belize, Gvatemala, Honduras, Nicaragua og Kosta Ríka og ræður algjörlega hraða ferðalagsins sjálf/ur. Kannaðu Maya rústir, snorklaðu í kristaltærum sjó, sleiktu sólinni á hvítri sandströnd og dansaðu salsa við heimamenn! Að auki tekur þú þátt í frábæru sjálfboðaverkefni á sama tíma og þú bætir spænskukunnáttu þína í Gvatemala

Flugleiðin:

Keflavík - Toronto - Havana - Cancun // San Jose (Kosta Ríka) - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kanada, Kúba og Mið-Ameríka

Frá 533.000 kr.
Kanada, Kúba og Mið-Ameríka
Mælum með 7 vikum
Einstök náttúra, manana time, Maya rústir, kristaltær sjór, hvítrar sandtrendur, salsadans, spænskunám, karmastig og endalaus ævintýri!
Senda fyrirspurn

Innifalið:

  • Allir flugmiðar (miðað er við ungmenna- og námsmannaflugmiða)
  • 8 daga spænsku og salsanámskeið á Kúbu
  • Hop on Hop off rútupassi í gegnum Mexíkó, Belize, Gvatemala, Hondúras, Nicaragua og Kosta Ríka
  • 15 daga spænskunám og sjálfboðastarf í Gvatemala
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Havana á Kúbu - KILROY

Upplifa menninguna á Kúbu,...

Maya rústir í Cancun

kanna fornar Maya rústir,...

Kristaltær sjór við Belize

snorkla í kristaltærum sjó,...

Sjálboðastarf í Gvatemala

taka þátt í frábæru sjálfboðaverkefni,...

Kafað í Hondúras

upplifa endalaus neðansjávarævintýri,...

Granada í Nicaragua

heimsækja fjölbreyttar borgir,...

Læra að surfa í Kosta Ríka

og læra að surfa ásamt því að kynnast dásamlegu fólki alls staðar að úr heiminum.

Langar þig að stinga af í ævintýralega ferð?
Hafðu samband
Hafa samband