Kanada, Mexíkó og New York

Kanada, Mexíkó og New York
Þessi ferðatillaga er tilvalin fyrir þá sem dreymir um að upplifa einstaka náttúru, suðræna hitann í Mexíkó og borgina sem aldrei sefur.

Ferðin hefst með stórkostlegri náttúruupplifun í Kanada þar sem þú færð tækifæri til að fara í magnað road trip frá Edmonton til Toronto og skoða nokkra af mögnuðustu þjóðgörðum Kanada!

Eftir að þú hefur kannað óbyggðir Kanada er tilvalið að breyta algjörlega til og fljúga í hitann í Mexíkó. Í Mexíkó snýst allt um að sleppa beislinu og leyfa landinu að draga sig á tálar. Strendurnar, maturinn, menningin og þjóðardrykkur landsins, Tequila. Hér ferðast þú með hop-on/hop-off rútupassa frá Mexíkóborg til Cancun þar sem þú ræður hvar þú ræður algjörlega hraða ferðalagsins.

Við getum svo ekki látið þig fara frá Mexíkó án þess að upplifa hina litríku neðansjávarveröld sem þar er að finna. Já ferðin endar með fimm daga köfunarskóla á Playa del Carmen. Að auki færð þú tækifæri hér til að sleikja sólina á ströndinni kannað nálæg svæði eða slaka á með góða bók.

Flugleiðin:

Keflavík - Edmonton // Toronto - Mexíkóborg // Cancun - New York - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kanada, Mexíkó og New York

Frá 225.000 kr.
Kanada, Mexíkó og New York
Mælum með 5 vikum
Langar þig að stinga af í magnaða ævintýraferð? Ekki hika lengur og láttu drauminn rætast.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Road trip um Kanada

Heimsækja fjölbreyttar og skemmtilegar borgir,...

Road trip um Kanada

upplifa einstaka náttúru...

Niagara fossar - Kanada

og finna kraftinn í Niagara fossunum.

Toronto - Kanada

Heimsækja Toronto,...

Mexíkóborg

og Mexíkóborg.

Fornar Maya rústir

Kanna fornar Maya rústir,...

Cancun - Mexíkó

sleikja sólina á hvítum sandströndum,...

New York - borgin sem aldrei sefur

upplifa mannlífið í borginni sem aldrei sefur...

Manhattan - New York

og kynnast skemmtilegu fólki alls staðar að úr heiminum. 

Langar þig að stinga af í ævintýralega ferð?
Hafðu samband
Hafa samband