Kenía, Tansanía og Egyptaland

Kenía, Tansanía og Egyptaland
Safarí og fornar menningarminjar! Í þessari ferðatillögu byrjar þú ævintýrið í safaríferð þar sem þú upplifir heim dýranna með eigin augum, eyrum og nefi í einum frægasta þjóðgarði heims, Serengeti áður en þú sleikir sólina á Zanzibar og kannar pýramídana í Egyptalandi.

Afríka er gríðarlega stór og fjölbreytt heimsálfa sem hefur upp á svo ótrúlega margt að bjóða; magnað dýralíf, gullnar strendur, heillandi menningarhætti, töfrandi sléttur, dásamlega matargerð og fornar menningarminjar. Í þessari ferðatillögu upplifir þú þetta allt. Athugaðu að á leið þinni til Naíróbí millilendir þú í Addis Ababa þar sem þú ræður hvort þú stoppar í nokkra daga eða heldur áfram til Naíróbí.

Ferðin hefst með 9 daga ævintýraferð frá Naíróbí til Zanzibar en þar ef er fimm daga safaríferð um Serengeti og Nogorogor Crater - það er ólýsanleg upplifun að horfa yfir gresjuna og sjá tignarleg ljón í sólbaði, fíla á röltinu og risastórar dýrahjarðir á beit. Þar á eftir er flogið yfir á kryddeyjunni Zanzibar þar sem þú getur rölt um gullnar strendur, smakkað dásamlega matargerð og nælt þér góðan í D-vítamínsskammt.

Frá Zanzibar er svo flogið til Kaíró í Egyptalandi þar sem þín bíða sandríkar eyðimerkur og heimsfrægir pýramídar. Að auki verður þú að prófa að kafa í Rauða hafinu - þú átt ekki eftir að trúa því hversu mikil litardýrð leynist undir yfirborði sjávar.

Flugleiðin:

Keflavík - Addis Ababa - Nairóbí // Zanzibar - Nairóbí - Kaíró - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Kenía, Tansanía og Egyptaland

Frá 525.000 kr.
Kenía, Tansanía og Egyptaland
Mælum með 3 vikum
Hér munt þú sjá tilkomumikil og tignarleg dýr í sínu náttúrulega umhverfi, fá tækifæri til að sleikja sólina á hvítri sandströnd og skoða pýramída, múmíur og aðrar ótrúlega vel varðveittar menningarminjar.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Safarí í Serengeti - KILROYKomast í mikla nálægð við villt dýr og...

Upplifðu vilt dýrlíf með eigin augum, eyrum og nefiupplifa heim dýranna með eigin augum, eyrum og nefi. 

Hvítar sandstrendur á Zanzibar

Sleikja sólina á hvítum ströndum og... 

Kryddeyjan Zanzibarbragða fjölbreytta matargerð á Zanzibar.

Pýramídarnir í EgyptalandiKanna pýramídana og... 

Taktu köfunarprófið í Egyptalandilæra að kafa í Egyptalandi! Og ekki má gleyma kynnast dásamlegum fólki alls staðar að úr heiminum. 

 

Langar þig að stinga af í ævintýralega ferð?
Hafðu samband
Hafa samband