Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland

Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland
Í þessari ferðatillögu færð þú tækifæri til að finna þinn innri styrk á Maldíveyjum, upplifa töfraeyjuna Sri Lanka og taka þátt í frábæru dýraverndunarverkefni í Tælandi. Við elskum þessa ferðatillögu!

ænir regnskógar, hvítar strendur, heillandi landslag, áhugaverð menning, forn musteri, lítil þorp, snilldar matargerð og líflegt næturlíf. í þessari ferð byrjar þú á því að finna þinn innri styrk og kanna litríka neðansjávarlífríkið við Maldíveyjar áður en þú ferð í magnaða ævintýraferð um Sri Lanka.

Eftir nokkrar vikur á paradísareyjunum Sri Lanka og Maldíveyjum tekur ekki síðri áfangastaður við en það er ekki að ástæðulausu að Tæland er vinsælasti áfangastaður Asíu. Í Tælandi færð þú tækifæri til að láta gott ef þér leiða í frábæru dýraverndunarverkefni. Elephant refugee er griðastaður fyrir fíla sem hafa þurft að þola illa meðferð ásamt því að veita fílum, sem er ekki hægt að sleppa aftur út í náttúruna, heimili þar sem þeir fá tækifæri til að lifa síðustu árin sín í vellystingum. Sem sjálfboðaliði kemst þú í ótrúlega nálægð við þessi frábæru dýr en meðal verkefna er að baða þá, gefa þeim að éta og þrífa vistverur þeirra.

Flugleiðin

Keflavík - Maldíveyjar - Sri Lanka - Tæland - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland

Frá 345.500 kr.
Maldíveyjar, Sri Lanka & Tæland
Mælum með 4 vikum
Paradísareyjur, ævintýri, slökun, snorkl og karmastig. Þessi ferð bíður upp á fjölbreytta afþreyingu og upplifanir, já sannkallaður ferðadraumur!
Senda fyrirspurn

 

Innifalið:

  • Flug
  • 6 daga snorkl, kayak & „paddleboarding“ ævintýri
  • 6 daga ævintýraferð um Sri Lanka
  • 8 daga sjálfboðastarf í Tælandi
  • ISIC kortið

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Neðansjávarlífríkið á Maldíveyjum - KILROYKanna litríka neðansjávarlífríkið við Maldíveyjar.

Einstakur arkitektúr í Sri Lanka

Kynnast dásamlegri menningu,

Little Adams Peek - Sri Lanka

upplifa magnað landslag,

Sjálfboðastarf í Tælandi - KILROY

og taka þátt í frábæru sjálfboðastarfi í Tælandi.

Langar þig að stinga af í ævintýralega reisu?
Hafðu samband
Hafa samband