Suður-Afríka og Seychelles

Suður-Afríka og Seychelles
Þessi snilldar ferðatillaga gerir þér kleift að upplifa magnað dýralíf og einstaka náttúru. Við fáum fiðring í magann þegar við hugsum um þessa!

Fyrsti áfangastaður er Jóhannesarborg í Suður-Afríku þar sem tilvalið að leigja húsbíl og keyra niður til Cape Town. Hvað þekkir þú marga sem hafa farið í epískt road trip um Suður-Afríku? Líklega fáa en við getum lofað þér að það verður klárlega ein besta upplifun ársins og það besta er að þú ræður hraða ferðalagsins og hvar þú stoppar en við mælum með því að hafa um fjórar vikur. Ef þú hinsvegar treystir þér ekki að aka í vinstriumferð þá er einnig hægt að bóka fjölbreytta hop-on/hop-off rútupassa.

Elskar þú að kafa? Frá Cape Town flýgur þú yfir til Seychelles þar sem þú færð tækifæri til að næla þér í nokkur karmastig á sama tíma og þú öðlast einstaka köfunarreynslu í frábæru hafverndunarverkefni. Þess á milli getur þú slakað á undir pálmatré sem bærist í golunni, sleikt sólina á hvítri sandströnd, kannað dýralífið inn í frumskóginum, borðað mangó og banana beint af trjánum. Hljómar nokkuð vel?

Flugleiðin:

Keflavík - Jóhannesarborg // Cape Town - Seycelles - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Suður-Afríka og Seychelles

Frá 512.000 kr.
Suður-Afríka og Seychelles
Mælum með 8 vikum
Magnað dýralíf, einstök náttúra og fjölbreytt menning ásamt því að þú værð tækifæri til að láta gott af þér leiða í frábæru sjálfboðastarfi á paradíseyjunni Seychelles.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Jóhannesarborg í Suður-Afríku

Kynnast menningunni í Jóhannesarborg,...

Safarí í Suður-Afríku

fara í epískt road trip um Suður-Afríku,...

Blyde river Canyon í Suður-Afríku

upplifa stórkostlegt landslag,...

Wolfberg Arch, Cederberg í Suður-Afríku

taka magnaðar ljósmyndir,...

Mörgæsir - Cape Point

upplifa einstakt dýralíf á landi,...

Seychelles - KILROY

og í sjó,...

Köfun á Seychelles

næla þér í nokkur karmastig í frábæru sjálfboðaverkefni...

Einstakar strendur á Seychelles

á sama tíma og þú upplifir sannkallaða paradís...

Paradísareyjan Seychelles

og kynnist frábæru fólki alls staðar að úr heiminum.

Langar þig að stinga af í ævintýralegaferð?
Hafðu samband
Hafa samband