Taívan, Suður-Kórea og Mongólía

Taívan, Suður-Kórea og Mongólía
Langar þig að upplifa eitthvað öðruvísi, fara út fyrir þægindarammann og kynnast nýrri menningu. Þessi ferðatillaga fer með þig á staði sem líklega fáir af vinum þínum hafa heimsótt. Einstök upplifun þar sem þú átt eftir að eignast ógleymanlegar minningar og ótrúlegar ferðasögur.

Ferðin hefst í Taívan sem er kannski ekki hinn hefðbundni ferðamannastaður en hefur þó allt það sem ferðamenn sækjast eftir. Einstök náttúra, dásamleg menning og ótrúlega gestrisni. Að auki getur þú kynnt þér taóisma, búddisma og önnur trúarbrögð, smakkað frábæran mat og verslað nýju raftækin á góðu verði.

Frá Taívan flýgur þú til Seoul í Suður-Kóreu þar sem við leggjum til með að þú farir í magnaða 10 daga ævintýraferð þar sem þú upplifir allt það besta sem Suður-Kórea hefur upp á að bjóða. Stórborgir, lítil afskekkt þorp, falleg kóresk hof, dásamlega matargerð og hina stórkostlegu Jeju eyju.

Eftir 10 ævintýralega daga í Suður-Kóreu flýgur þú til Mongólíu þar sem þín bíður ótrúleg upplifun meðal hirðingja í Gorkhi Terelj þjóðgarðinum. Hér færð þú tækifæri til að búa á meðal þeirra, gista í hefðbundnu „Ger“  tjaldi, drekka te með nágrönnunum, fara í marga útreiðatúra og læra bogfimi og fataiðn. Já þetta verða ógleymanlegir átta dagar þar sem þú átt eftir að fara út fyrir þægindarammann og kynnast dásamlegri menningu. Athugaðu að það er skilyrði að þú getir umgengist hesta af öryggi og óttaleysi. 

Flugleiðin:

Keflavík - Taipei - Seoul - Ulan Bator - London - Keflavík

// = ferðast landleiðis á eigin vegum eða í skipulagðri ferð

Taívan, Suður-Kórea og Mongólía

Frá 582.000 kr.
Taívan, Suður-Kórea og Mongólía
Mælum með 4-5 vikum
Langar þig að upplifa eitthvað nýtt og öðruvísi árið 2018? Ekki hika lengur og láttu drauminn rætast.
Senda fyrirspurn

Innifalið:

Athugaðu að:

  • Þú ræður hvenær þú leggur af stað og hvað þú ert lengi (ferðirnar eru í boði allan ársins hring).
  • Þú ert ekki að ferðast með hópi af íslendingum heldur kynnist þú fólki alls staðar að úr heiminum.

Þú átt eftir að fá tækifæri til að:

Sun Moon Lake í Suður-Kóreu

Upplifa dásamlega menningu,...

Taroko Gorge þjóðgarðurinn í Taívan

einstaka náttúru,...

Dásamleg matargerð - Taívan

og frábæra matargerð í Taívan.

Bukchon Hanok Village í Suður-Kóreu

Fara í magnaða ævintýraferð...

Suður-Kórea

þar sem þú upplifir allt það besta sem Suður-Kórea hefur upp á að bjóða.

Ulannbaatar í Mongólíu - KILROY

Upplifa mannlífið í Ulannbaatar,...

Ger tjaldbúðir í Mongólíu - KILROY

og búa á meðal hirðingja í Mongólíu...

Upplifðu lífið í hirðingjasamfélagi í Mongólíu - KILROY

þar sem þú færð tækifæri til að kynnast lífi og lifnaðarháttum þeirra...

Einstök náttúra í Mongólíu - KILROY

ásamt því að fara í marga útreiðatúra og upplifa stórkostlegt landslag.

Langar þig að stinga af í ævintýralega ferð?
Hafðu samband
Hafa samband