Sjálfboðastarf erlendis

Skrifstofa KILROY, Lækjartorg 5, Reykjavík
Dreymir þig um að fara í sjálfboðastarf erlendis? Hvort sem þú vilt fara í sjálfboðastarf þar sem þú hjálpar dýrum, börnum eða náttúrunni þá hjálpum við þér að finna rétta starfið. Miðvikudaginn 16.maí næstkomandi mun KILROY standa fyrir frjálsu og fríu spjalli þar sem við förum aðeins yfir sjálfboðastörf erlendis. Komdu og fáðu nánari upplýsingar og fáðu öllum þínum vangaveltum svarað!

Nú er tækifærið til þess að fá frekari upplýsingar um sjálfboðastörf erlendis þar sem við setjum upp flotta kynningu og spjall!

Ferðasérfræðingar okkar gefa þér góð ráð varðandi sjálfboðastörf og deila reynslu sinni.

Skemmtilegt og fræðandi kvöld fyrir alla sem stefna á að fara í sjálfboðastarf erlendis. Tímasetningu á viðburðinum finnur þú hér fyrir neðan en mundu þó eftir að skrá þig þar sem sætafjöldi er takmarkaður. Eftir kynninguna getur þú svo spjallað við ferðasérfræðingana okkar og fengið svör við öllum þínum spurningum.

 

Tími og Staðsetning

 

Dagsetning: 16.maí

Staður: Skrifstofa KILROY, Lækjartorg 5, 101 Reykjavík

Tími: 17:30

Athugaðu að takmörkuð sæti eru í boði svo við biðjum þig um að skrá þig hér að neðan.

Við hlökkum til að hitta þig!

Skráning á viðburðinn

 

 

 

Skrá mig
Hafa samband