Marokkó

Að heimsækja Marokkó er mögnuð upplifun!
 

Ferðir til Marokkó - Land litríkra andstæðna

Marokkó er land mikilla andstæðna. Að kanna þetta land tekur á öll skynfærin og þú kemur heim með ógleymanlega reynslu. Hér er endalaust af ströndum, eyðimerkum, pálmatrjám, dramatískum fjöllum, heillandi menningu og svo margt, margt fleira. Upplifðu Marokkó með KILROY!

Frá eyðimerkurþorpum til óskipulagðra stórborga

Í Marokkó er hægt að finna iðandi stórborgir með geðveikri umferð sem og heillandi, hefðbundin þorp þar sem lífið gengur sinn vanagang og hefur breyst lítið sem ekkert síðustu aldirnar - en þar getur þú upplifað þá ómetanlegu tilfinningu að vera einn af fáum ferðamönnum sem þorpsbúar hafa hitt.

Jemaa el-Fnaa - Marrakech | Marokkó

Margir hafa heyrt um Marrakech, eina af mest töfrandi borgum Afríku. Hún er litrík og lífleg, rík af fólki og menningu og að vera staddur þar er eins og að vera staddur í ævintýrinu 1001 nótt. Hjarta borgarinnar er markaðurinn Jemaa el-Fnaa, sem er jafn líflegur á daginn og á kvöldin. Ef ferðast er í rúmar tvær klukkustundir að ströndinni kemur þú að litla, fallega bænum Essaouira sem hefur tælt marga í gegnum tíðina - m.a. Bob Marley og Jimi Hendrix! Hér er andrúmsloftið dásamlega afslappað. Ef þú vilt upplifa einfalt og þægilegt strandarfrí er Agadir í næsta nágrenni, en þar finnur þú kílómetra langa sandströnd. Svo verður þú auðvitað að ferðast norður til hinnar heillandi Casablanca sem er án efa ein af perlum Norður Afríku.

Úr höfuðborginni til Sahara

Höfuðborgin Rabat býr bæði yfir afslöppuðum og evrópskum brag. Þetta er fallegur bær sem áhugavert er að skoða. Héðan getur þú ferðast suður til Atlas fjallanna. Þar bíður þín stórkostlegt útsýni sem þú munt aldrei gleyma; stórbrotnar fjallshlíðar, klettar, djúp gljúfur, dalir og lítil vötn sem umhverfið speglast í. Lengra í vestur tekur Sahara eyðimörkin við; voldug og endalaus - að minnsta kosti við fyrstu sýn. Skemmtileg leið til að upplifa eyðimörkina er að fara á úlfalda í gegnum sandinn. Á leiðinni getur þú komið við í litlum þorpum - Ait Bendhaddou, Skoura og Todra Gorge eru meðal þeirra skemmtilegustu.

Gist í eyðimörkinni í Marokkó - Desert Camp

Frábær matur og gómsætir drykkir

Eitt sem enginn ferðalangur í Marokkó má missa af að smakka er hefðbundið Marokkósk Tagine - lamb, kjúklingur eða fiskur með helling af grænmeti og nóg af framandi kryddum látið malla við vægan hita í langan tíma. Það eru engar ýkjur að þennan mat er að finna á hverjum einasta matseðli í Marokkó og það sama er að segja um hinn fræga kúskús rétt sem einnig samanstendur af kjöti og grænmeti, en er erfitt að fá leið á þrátt fyrir einfalda samsetningu. Svo er það bara að borða nóg af þurrkuðum ávöxtum sem eru einkennandi fyrir Norður Afríku; döðlur, apríkósur, plómur, fíkjur o.fl.

Söluvagnar sem selja appelsínusafa - Marokkó

Þú munt svo fljótt sjá að te er ómissandi hluti af lífinu í Marokkó. Það er drukkið á öllum tímum sólarhringsins og við mælum sérstaklega með hinu hefðbundna myntu-te. Annar drykkur sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara er nýkreistur appelsínusafi. Appelsínurnar hérna eru alveg fullkomin blanda af sætu og súru bragði, og svo eru þær ótrúlega ódýrar.

Hvað er hægt að gera í Marokkó?

Ferðalag til Marokkó snýst ekki bara um að drekka te og þræða markaði - þó svo að það sé stórskemmtilegt! Þeir sem vilja aðeins meira action geta fundið heimsklassa gönguleiðir í Atlas fjöllunum eða skellt sér í surfsóla í Agadir. Svo er mögnuð upplifun að fara í eyðimerkursafarí - helst gista í tjaldi a.m.k. eina nótt. Engin ferð til Marokkó er svo fullkomnuð nema þú farir í Hammam (gufubað).

Atlas fjöll - gönguferðir | Marokkó

Nokkur góð ráð fyrir ferðalag til Marokkó

  • Prútt: Í Marokkó er prúttað um allt! Heimamenn líta á þetta sem þjóðaríþrótt og verða nánast móðgaðir ef þú tekur ekki þátt í leiknum. Byrjaðu alltaf lágt þegar þú prúttar (aðeins minna en helmingurinn af verðinu) og þá er mögulegt að þú endir á réttum stað. Marokkó er fullt af mörkuðum svo það bjóðast næg tækifæri til að gera góð kaup á fatnaði, leðurvörum, handverki, kryddum, þurrkuðum ávöxtum og fleiri spennandi vörum. 
  • Hátíðir: Þú skalt athuga hvort einhverskonar hátíðir séu í gangi á meðan þú ert í Marokkó. Á hverju ári eru haldnar fjölmargar skemmtilegar og líflegar hátíðir út um allt land sem gaman er að upplifa.
  • Veðurfar: Það er hægt að heimsækja Marokkó allt árið um kring. Sumrin eru yfirleitt mjög heit svo það er þægilegra að fara um vor eða haust, en veturnir geta verið kaldir og þá sérstaklega uppi í fjöllunum. Athugaðu einnig að það getur verið mikill munur á hitastigi eftir því hvar á landinu þú ert.
  • Klæðnaður: Meirihluti heimamanna eru múslimar og því mælum við með að fólk klæði sig í samræmi við það, líkt og í öllum öðrum íslömskum löndum. Þetta þýðir að það á ekki að sjást í hné, axlir eða viðbein og á heilögum gætu konur þurft að hylja olnboga og hár.
  • Klósettpappír: Þú munt líklegast aldrei finna klósettpappír á salernum í Marokkó, ekki einu sinni á veitingastöðum. Því mælum við með að þú kaupir pappír og hafir alltaf með þér.
Dreymir þig um að heimsækja Marokkó?
Hafðu samband

Hafa samband