Afríka

Safaríferð í gegnum fljót í Botsvana, Afríku.
 

Afríka - Ótrúlegt ævintýri

Afríka er heimsálfa draumanna. Heimsálfa sem bæði heillar og tælir. Hér er fjölbreyttasta náttúru - og dýralíf í heimi og mannfjöldinn gríðarlegur. Hér eru frumskógar með sjaldgæfum dýrum, hirðingjar sem ferðast með hjarðir sínar og eyðimerkur með endalausum sandi. Bókaðu ferðina þína til Afríku með KILROY!

Í Afríku getur þú látið drauma þína rætast: skoðað dýralífið, klifið Kilimanjaro eða notið fallegu strandanna á Zanzibar. Að sjá Viktoríu-fossa er svo upplifun sem þú mátt ekki láta framhjá þér fara. Ef þú ert meira fyrir fornar grískar eða rómverskar söguslóðir skaltu ferðast til Egyptalands og skoða píramídana hjá Giza og Luxor. Í borginni Marrakesh finnurðu æðislega framandi ilmi af kryddi og te, sérð asna og úlfalda á þröngum götunum og heyrir sérkennileg  hljóð á litríku mörkuðunum.  

Safarí í Afríku - KILROY

Hápunktar Afríku

Afríka hefur upp á svo margt að bjóða að ógerlegt er að nefna allt. Hvar best er að byrja ferðina fer eftir hverjum og einum og miðast við hverju þú ert að leita eftir.

Ef þú hefur áhuga og möguleika á að fara í safarí í Afríku þá mælum við eindregið með því, af því að nátttúran og villt dýralífið er eitt það magnaðasta sem hægt er að upplifa. Við bendum sérstaklega á Masai Mara í Kenýa, Serengeti í Tansaníu, Botsvana eða Krüger þjóðgarðinn í Suður-Afríku. Á þessum sléttum Afríku er mikill möguleiki á að sjá hin "fimm stóru"; ljón, fíla, buffalóa, hlébarða og nashyrninga. Í safaríferðum áttu einnig mikla möguleika á að sjá gíraffa, sebrahesta, krókudíla, antílópur og margt fleira.

Þú gætir einnig klifið Mount Kilimanjar, farið í heimsklassa köfun við strendur Sansibar eða Mósambík eða farið á úlfaldabak um stærstu eyðimörk Marokkó, Egyptlands eða annars lands sem vekur áhuga þinn. Þú gætir svo jafnvel sameinað ferðalagið þitt sjálboðastarfi, en það er frábær leið til þess að kynnast bæði náttúru og menningu Afríku.

Eyðimerkurferð á úlfalda í Afríku - KILROY

Það er einnig ógleymanlegt að sjá pýramídana í Egyptalandi, hina dularfullu og mögnuðu Sahara eyðimörk og upplifa stemninguna á exótísku mörkuðum Marrakesh í Marokkó. En sama hvar áhugi þinn liggur, þá er engin ferð til Afríku fullkomnuð nema með því að sjá einhvern af 100m háu Viktoríufossunum í Simbabve.

Þetta eru einungis örfá dæmi um það sem ferð til Afríku hefur upp á að bjóða. Til að nefna eitt í viðbót, þá er einn af földu gimsteinum Afríku Úganda. Þar finnur þú fallega regnskóga og jafnvel frjálsar fjalla-górillur.

Að ferðast til Afríku

Mörg evrópsk flugfélög fljúga til Afríku en við mælum einnig sérstaklega með flugfélögum eins og African Airways, Kenya Airways og Royal Air Maroc - það hvaða flugfélag þú velur fer auðvitað eftir áfangastað. Ef þú ert svo að fara í heimsreisu þá gæti Afríka verið frábær staður fyrir millilendingu - já eða eitthvað mun meira. Þessi magnaða heimsálfa mun án efa standa undir væntingum þínum og skilja eftir ógleymanlegar minningar.

Að ferðast um Afríku

Góð leið til þess að komast á milli staða í Afríku er að fara í sérsniðnar ferðir, t.d. ævintýraferðir með Intrepid eða GAP ævintýraferðum. Einnig er sniðugt að ferðast með fjallatrukkum, eins og Dragoman eða Drifters. Þú getur ferðast um Afríku með rútu, til dæmis með BazBus í Suður-Afríku sem býður uppá hop-on-hop-off möguleika. Lestarkerfi í Afríku eru þó ekki mjög áreiðanleg og geta verið mjög flókin. Til að fá sem mest frelsi og sveigjanleika í ferðinni þinni um svæði eins og Suður Afríku, Botsvana, Namibíu og jafnvel Egyptaland mælum við með að þú leigir bílaleigubíl og keyrir sjálf(ur). Það er ekki mikið um lággjaldaflugfélög í Afríku en þó nokkur, t.d. í Suður-Afríku geturðu fundið fyrirtæki eins og Kululu og Mango.

Overland ferð um Afríku - KILROY

Gististaðir í Afríku

Í flestum löndum Afríku er að finna góð hótel, en góð hostel eru sífellt að verða vinsælli. Suður-Afríka er þekkt fyrir háan staðal á gistiheimilum og þau eru því ekki ódýr - en þú færð alveg pottþétt gistingu sem er peninganna virði og auk þess færðu möguleika á að kynnast lífi heimamanna. 

Verðlag í Afríku

Að borða úti á veitingastöðum og sækja bari og skemmtistaði í Afríku er almennt ódýrt miðað við aðrar heimsálfur. Ef þú ert ekki með mikið fé til ráðstöfunar þá ættiru að geta komist af með u.þ.b. 15 dollara á dag í ódýrustu löndunum. 

Langar þig að ferðast til Afríku?
Hafðu samband!

Hafa samband