Víetnam

Markaður í Vietnam.
 

Ferðir til Víetnam - Það besta í austrinu

Gróskumiklir hrísgrjónaakrar, Ótrúleg saga lands, stórbrotin fjallasýn, bátsferðir um stórfenglega kalksteinskletta, hvítar fallegar sandstrendur, asískur hágæðamatur. Í ferð þinni um Víetnam geturðu upplifað allt þetta og meira til.

Fyrir reynslumikla ferðalanga þá er Víetnam afar einstakt land því í landinu eru þessir sérstöku staðir sem margir leita eftir. Hér eru vinsæl ferðamannasvæði en einnig faldar perlur sem fyrir marga ferðalanga er raunverulega ferðaupplifunin - en ferðamannastaðina verður maður að sjálfsögðu einnig að skoða.

Fólkið í Víetnam

Í Víetnam er afskaplega fjölbreytt mannfólk, allt frá minnihlutahópum í norðri til vel menntaðra viðskiptakvenna í annasömu Saigon. Sem dæmi má nefna að minnihlutahópurinn Flower Hmong býr við sömu lífskjör og aðstæður og fyrir hundrað árum síðan. Já þessir menningarheimar eru svo sannarlega ólíkir, þrátt fyrir að eiga sér stað í sama landi. Þú skalt vera undir það búinn þegar þú ferðast um Víetnam að sjá ólíkt fólk, útlit, matarvenjur, klæðaburð og talsmáta og meira til, hvert sem þú ferð. 

Matur í Víetnam

Víetnamskur matur er engu líkur! Verðið skiptir litlu þegar þú borðar í Víetnam því maturinn er svo ótrúlega góður að jafnvel hrísgrjón smakkast öðruvísi og betur - alger matarsnilld! Pho Bo er líklega frægasti rétturinn í Víetnam, en það er núðlusúpa með nautakjöti og ljúffengum jurtum og kryddum. Hann er framreiddur sem morgunverður á litlum sölustöðum þar sem aðeins þessi réttur fæst. Sérlega bragðgóður og ódýr! Þú munt fljótt komast að því að þú getur borðað allt í Víetnam! Margir veitingastaðir selja maga og grísalappir sem eru algerlega skaðlausar og getur verið reynsla fyrir sig að prufa. Skoðaðu samt matseðilinn vandlega því sumir staðir bjóða uppá kjöt af dýri í útrýmingahættu, sem er mikið af í Víetnam - varastu þessa staði!

Flug til Víetnam og samgöngur innanlands

Ef þú ákveður að ferðast til Víetnam skaltu gera ráð fyrir amk. 14 ferðadögum til að ferðast. Þú getur að sjálfsögðu einnig skipulagt að fara til Víetnam sem hluta af heimsreisu eða stærri ferð til Asíu. Mundu þó að Víetnam er stórt land!

Samgöngur í Víetnam eru yfirgripsmiklar en góðar og þú getur nánast farið hvert sem er - þar sem þú stoppar er ekki langt að fara fótgangandi til að upplifa eitthvað stórfenglegt. Það er mikil og hröð umferð í Víetnam og öryggisins vegna mælum við með að þú ferðist með stærri og aðeins dýrari rútufyrirtækjunum eða með lest, sérstaklega á aðalumferðaræðunum - á milli suðurs og norðurs. Auk þess er einfalt að fljúga innanlands - Vietnam Airlines er meðal nútímalegustu flugfélaga heims og til dæmis þjónar leiðinni milli Saigon og Hanoi daglega með Boeing 777.

Að ferðast um á mótorhjóli í Víetnam er aðeins fyrir vana en þú getur leigt mótorhjól í Hanoi og Saigon sem einungis má ferðast á utan vegar. Rútur og leigubílar eru ógrynni af og frekar sanngjarnir í verðum. Það er vinsælt að leigja leigubíl í heilan dag og í leiðinni fara í sérsníðaða ferð - við getum mælt með því, en gættu þess að vera búinn að semja um verð áður en lagt er af stað. 

Hafa samband