Asía

Fjölmargar af stærstu borgum heims eru í Asíu
 

Asía - Stærsta heimsálfan

Asía hefur uppá ótrúlega margt að bjóða: fallegar gullnar strendur, heillandi trúarbrögð og menningarhætti, töfrandi frumskóga, einstakt dýralíf og ótrúlegan íbúafjölda sem er eins fjölbreyttur og hann er hrífandi. Bókaðu ógleymanlega bakpokaferð til Asíu hjá KILROY!

Á ferðalagi um Asíu muntu fá tækifæri til að kynnast þessari heimsálfu sem er sú stærsta af öllum sjö ásamt því að heimsækja eitt eða fleiri af hinum 47 löndum álfunnar. Íbúafjöldi Asíu er u.þ.b. 4 billjón manns, sem er 60% af heildar íbúafjölda jarðarinnar. Það er því ekki ólíklegt að á ferðalagi þínu um þessa heillandi og hrífandi heimsálfu muni þér finnast vera mikið af fólki hvert sem þú snýrð þér!

Einstakar strendur, Asía - KILROY

Hinar ýmsu hliðar Asíu

Asía er heimsálfa sem að býður upp á örlítið af öllu! Risastórar, nútímalegar og erilsamar borgir eins og t.d. Hong Kong, Singapúr, Tókýó og Bangkok fanga þig með framandi hljóðum, lykt og bragði sem og litríkum og líflegum strætum nánast um leið og þú stígur út af flugvellinum - það getur ekki farið fram hjá þér að þú ert lent(ur) í öðrum heimi! Á sama tíma, á einhvern undarlegan hátt, er þó einnig hægt að finna margt líkt með borgunum sem við þekkjum betur heiman frá.

Á hinn bóginn getur Asía einnig verið mjög lítil og persónuleg: lítil, afskekkt þorp þar sem daglegt líf heldur áfram óbreytt eins og það hefur gert í margar aldir. Á ferðalagi um Asíu verður þú að heimsækja að minnsta kosti eitt slíkt þorp þar sem ferðamenn koma sjaldan. Á slíkum afskekktum stöðum munu heimamenn stara í undrun á ljósa húð þína og háralit. Eftir því sem þú ávinnur þér vinskap þeirra mun forvitnin yfirtaka feimnina og spurningum mun rigna yfir þig. Ef þú ert heppin(n) muntu jafnvel vera boðin(n) í mat í heimahús! 

Þökk sé mikilli fjölbreytni trúarbragða, kynþátta og þjóðarbrota býður Asía upp á ótrúlega fjölbreytt úrval markaða og trúarmiðstöðva. 

Bakpokaferðalag um Shilin Stone skóginn í Kína - KILROY

Í Asíu er einnig að finna töfrandi arkítektúr: glitrandi Búdda-musteri Indónesíu, Nepal, Kambódíu og Tælands; hið mikilfenglega Taj Mahal í Indlandi og Kínamúrinn gríðarstóri.

Ekki láta risastóru, litríku og erilsömu borgir Indlands fram hjá þér fara. Að heimsækja borgir eins og Mumbai og Delhi er sannkölluð veisla fyrir öll skynfærin og þar muntu öðlast frábæra reynslu og minningar þú munt aldrei gleyma!

Náttúruperlur Asíu

Asía býr yfir ótrúlega fjölbreyttri náttúrufegurð og gífurlegum fjölda náttúruundra! Hvítar og fagrar strendur einkenna Tæland, Víetnam, Filippseyjar og Indónesíu - stórir, grænir regnskógar þekja stór svæði í Laos, Borneo, norður Tælands og Kambódíu - í norðuð Indlandi, Pakistan og Íran eru viðamiklar þurrar eyðimerkur - tignarleg Himalayafjöllin ná yfir Nepal, Kína, Tíbet, Indland, Pakistan og Bútan - áin Ganges rennur um Indland og Yangtze um Kína - og síðast en ekki síst hafa Filippseyjar, Japan og Indónesía að geyma virk eldfjöll sem mynda hluta af Pacific Ring of Fire. Það er því nóg að gera og sjá á ferðalagi um Asíu!

Í Asíu er einnig mjög fjölbreytt dýralíf - bæði ofan sjávar og neðan!

Þú ert farin(n) að ímynda þér þetta er það ekki? Að slappa af á einni af mörgum hvítu ströndum álfunnar innan um skóg af pálmatrjám og geta dýft sér í kristaltæran sjóinn og kannað lífið neðansjávar sem leynist innan um kóralanna. Eða jafnvel að ganga eða klifra í Himalayafjöllunum. Hvar sem áhugi þinn liggur, þá eru möguleikarnir endalausir!

Taklimakan eyðimörkin - KILROY

Ferðaráðgjafar KILROY hafa ferðast um Asíu og þekkja marga af bestu og sérstökustu stöðum álfunnar sem enn hefur ekki verið spillt af stórfelldri ferðamennsku eða alþjóðlegum hótelkeðjum. Okkur langar að deila þekkingu okkar með þér og veita þér aðstoð við að skipuleggja ferðalagið þitt og uppgötva nokkur af þeim mörgu leyndarmálum sem þessi stórkostlega heimsálfa hefur að geyma.

Að ferðast til og um Asíu

Þegar þú ert komin(n) á staðinn, með því að nota ódýrustu flugmiðana á markaðnum; KILROY miðana, eru margar mismunandi leiðir til að ferðast um Asíu. Við mælum sérstaklega með einhverskonar ævintýraferð, sem þú getur bókað hjá okkur áður en þú leggur af stað. Í slíkum ferðum muntu ferðast með fólki sem er á svipuðum aldri og í svipuðum ferðahugleiðingum, eignast nýja vini frá öllum heimshornum og njóta leiðsagnar reynds leiðsögumanns sem mun sýna þér alla bestu staðina! Það er einnig kostur við slíkar ferðir að mest allur kostnaður er greiddur fyrirfram og því aðeins litlar upphæðir sem þarf að greiða á meðan á ferðinni stendur. Það besta við ævintýraferðir er þó að þær munu leiða þig á staði sem eru langt frá því að teljast hefðbundnir ferðamannastaðir.

Það getur einnig verið einstök upplifun að ferðast með lest um Asíu. Í mörgum löndum Asíu, t.d. Indlandi, eru lestir mikilvægur samgöngumáti og þær bjóða því upp á einstaka upplifun af landinu og heimamönnum. Að ferðast með Síberíu-lestinni frá Sankti Pétursborg í Rússlandi alla leið til Peking í Kína (eða til annarra borga í Asíu) er líka mjög spennandi kostur. Svo er auðvitað mögulegt að ferðast með rútu yfir nánast alla heimsálfuna.

Tigersnest í Bútan - KILROY

Það getur verið ódýr og fljótlegur kostur að ferðast á milli landa eða landshluta með flugi, sérstaklega ef þú hefur takmarkaðan tíma. KILROY getur veitt góð ráð, upplýsingar og að sjálfsögðu frábær verð á flugförum!   

Gisting í Asíu

Oft finnurðu bestu og ódýrustu gististaðina með því að spurjast um þegar þú ert komin(n) á staðinn. KILROY getur að sjálfsögðu bent þér í rétta átt og aðstoðað þig við að bóka alla þá gistingu sem þú þarft - hvort sem það er fyrir eina nótt eða alla ferðina. Við mælum með að þú bókir að minnsta kosti fyrstu næturnar í því landi sem þú byrjar ferðalagið þitt. Þannig losnarðu við að þurfa að leita af gistingu þegar þú kemur loksins á áfangastað þreytt(ur) eftir langt ferðalag. 

Verð í Asíu

Asía er almennt mjög ódýr heimsálfa - Japan og nokkur önnur lönd eru þó undantekning. Þeir sem lifa spart geta lifað á u.þ.b. 20-25 evrum á dag, en það ætti að duga fyrir gistingu, mat og samgöngum.

Langar þig að ferðast til Asíu?
Hafðu samband!

Hafa samband