Tegucicalpa

Páskahátíðin er eitt það skemmtilegasta sem gerist í Tegucigalpa
 

Tegucigalpa – Silfurfjallið

Tegucigalpa, höfuðborg Honduras er yfirleitt aðeins millistig fyrir bakpokaferðalanga og er notuð til að ferðast á milli annarra áfangastaða. Ef þú vilt kynna þér alvöru latneskan lífsstíl ættir þú að staldra við í borginni og í besta falli upplifa hin litríku Semana Santa páskahátíðarhöld í Tegucigalpa í apríl.

Nafn höfuðborgar Hondúras, Tegucigalpa, merkir silfurfjallið þar sem hún var miðstöð námuvinnslu á nýlendutímum. Hún er staðsett í dal og það má segja að hún sé ekki fallegasta borg í heimi. Í raun er flestum byggingum troðið í fjallshlíðina og borgarmyndin er yfirfull af Pizza Hut, Burger King og KFC veitingastöðum sem eru í snyrtilegustu húsunum. Ferðamenn sem vilja skoða borgir gætu þó heillast af blöndu af gömlum nýlendubyggingarstíl og nýtískulegum byggingum. Tegucigalpa hefur þessa skítugu borgarmenningu sem einkennir margar latneskar borgir.

Kirkja og markaður

Þar sem borgin er nýtískuleg höfuðborg getur þú fundið þar góða veitingastaði, banka, verslunarmiðstöðvar, nokkur söfn og kirkjur í nýlendustíl sem er þess virði að skoða. Dómkirkjan og Iglesia de Nuestra Señora de los Dolores eru staðsettar í sögulega hluta borgarinnar. Þessar kirkjur ættir þú að skoða. Viskiptamiðja borgarinnar er í „la zona viva“  sem er á Boulevard Morazán. Þar eru áhugaverðar gamlar byggingar sem standa umhverfis Plaza de la Merced. Þú getur beðið leigubílsstjóra um að benda þér á áhugaverða garða og þú ættir ekki að láta markaðinn í miðborginni fara framhjá þér en gættu þín á vasaþjófum.  

Páskavikan - besti tíminn til að vera í Tegucigalpa 

Ef ferðalagið þitt er í páskavikunni munt þú upplifa mjög skemmtilega stemningu. Flestir íbúar borgarinnar hafa flúið á ströndina svo borgin er rólegri og miðbærinn er lokaður fyrir umferð svo hægt sé að halda hin hefðbundnu, litríku sagteppi sem lögð eru á göturnar. Þessi trúarlegu hátíðarhöld gera borgina fallega í nokkra daga. Þar sem Tegu er ekki eins þekkt fyrir hátíðarhöldin og Antigua, gæti verið að þú myndir ekki eiga í neinum vandræðum með að finna gistingu.

Ef þú vilt sjá fallegt útsýni yfir Tegucigalpa, getur þú farið upp að fjallinu og að stóru styttunni af Kristi í Picacho Park. Þar er uppáhalds helgarstaður innfæddra.

Það er auðvelt að skipta dollurum í innlendan gjaldmiðil í Tegu. Flestir bankanna eru á Boulevard Morazan.

Að komast á milli staða í Tegucigalpa

Það getur verið ruglingslegt að komast á milli staða í Tegucigalpa. Umferðin er mjög þung og óskipulögð. Þegar þú ferðast um borgina er best að nota leigubíla og mundu að semja um verðið fyrirfram.

Það er auðvelt að ferðast um Mið-Ameríku því Tica rútukerfið virkar mjög vel! Það eru nokkur rútufyrirtæki sem starfa frá Tegucigalpa. Hvert og eitt hefur sína rútustöð. Alas Hedman rútufyrirtækið hefur gott orðspor fyrir öryggi og stoppistöðin er hreinleg (www.hedmanalas.com).

Gæði rútuferðarinnar þinnar fer eftir þeim klassa sem þú velur; lúxusrútur eru nýtískulegar, hafa loftkælingu og starfsmann sem býður upp á hressingu. Verðið fyrir þetta er ekki svo slæmt en gæðin eru miklu betri heldur en ef þú bókar þá ódýrustu. Þessar ódýru eru yfirfullar og talsvert meira hægfara.

Þú getur farið með rútu til La Ceiba ef þú ert á leiðinni til Utila eða Roatan. Ferð með lúxusrútu frá Tegu til Ceiba kostar um 30$. Þú getur líka farið með flugi frá Tegucigalpa beint til Roatan, La Ceiba eða San Pedro Sula.

Öryggi:

Glæpir eru virkilegt áhyggjuefni í stórborgum í Mið-Ameríku. Forðastu að vera á ferðinni eftir að myrkur skellur á og notaðu leigubíla frekar en að ganga. Það er gott að kunna pínulitla spænsku því það gæti hjálpað þér í sumum aðstæðum.

 

Hafa samband