Mið-Ameríka

Grænn froskur í regnskógi í Kosta Ríka. Mögulega frændi Essasú frosksins.
 

Mið-Ameríka - Lítið svæði en mikil upplifun!

Mið-Ameríka er lítill en dásamlegur hluti heimsins þar sem veðráttan er frábær og íbúarnir bæði afslappaðir og gestrisnir. Þar er að finna einstaka menningu og stórkostlega náttúru. Hægt er að eyða deginum í hengirúmi á ströndinni, að skoða fallegar borgir frá nýlendutímanum eða að kanna Maya rústir. Bókaðu ferð til Mið-Ameríku með KILROY!

Mið-Ameríka nær frá Gvatemala í norðri til Panama í suðri. Lítið og viðráðanlegt svæði sem er fullkomið fyrir bakpokaferðalag og upplagt að heimsækja á leiðinni milli Karíbahafsins í austri og strandlengju Kyrrahafsins í vestri. Að ferðast til Mið-Ameríku gefur þér tækifæri á að heimsækja mörg lönd á skömmum tíma; Gvatemala, El Salvador, Belize, Hondúras, Nicaragua, Kosta Ríka og Panama.

Frábærir surfskólar á Kosta Ríka - KILROY

Ótal möguleikar í Mið-Ameríku

Þegar þú ferðast um Mið-Ameríku muntu fljótt sjá að þér bjóðast margir ólíkir möguleikar. Þú munt einnig uppgötva að einn  helsti kosturinn við það hversu mörg lönd eru á þessu litlu landsvæði er hversu mikinn menningarlegan fjölbreytileika þú getur upplifað á stuttum tíma.

Kosta Ríka

Kosta Ríka hefur með tímanum orðið vinsælasti áfangastaður Mið-Ameríku og það land sem auðveldast er að ferðast um. Ferðaþjónusta er mjög þróuð í Kosta Ríka og margar mismunandi samgönguleiðir standa til boða sem og spennandi afþreyingarmöguleikar t.d. surf, river rafting, klifur og klettasig. Landið er þó þekktast fyrir ótrúlegt dýralíf og náttúrufegurð.

Panama

Einstakar strendur á Panama - KILROY

Panama er örlítið stærri en nágrannaland þess Kosta Ríka en ferðamannaiðnaðurinn þar er ekki mjög stór í sniðum. Þetta óspillta land býr yfir mörgum frábærum eiginleikum sem svipa til Kosta Ríka - fallegar, langar strendur og áhyggjulausir dagar sem eytt er í hengirúmi á einu af hinum mörgu heillandi afdrepum bakpokaferðalanga.  Landið er best þekkt fyrir hinn gríðarstóra Panama-skurð sem tengir Karíbahafið við Kyrrahafið - verkfræðilegt meistaraverk sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.

Gvatemala

Gvatemala er það land í Mið-Ameríku sem býr yfir mestu og víðtækustu indíána-menningunni. Þetta á sérstaklega við um nágrenni borgarinnar Antigua, en þar er arfleið indíána mjög greinileg. Gvatemala er tilvalinn staður til að vinna sjálfboðavinnu eða læra spænsku í tungumálaskóla. Allir sem heimsækja landið ættu að heimsækja Maya rústirnar í Tikal þar sem enn er verið að vinna fornleifarannsóknir. Við mælum einnig með að dvelja um stund á strönd Karíbahafsins, en þar geturðu valið um að gista í strákofa við eina af þeim fjölmörgu ám sem renna um svæðið.

Hondúras og Belize

Markaður í Hondúras - KILROY

Ef þú elskar að snorkla eða kafa þá verður þú að heimsækja Hondúras og Belize! Rétt við strendur þessara tveggja landa er næststærsta kóralrif heims; the Belize Barrier Reef. Í Belize finnur þú einnig The Great Blue Hole en það er algjört náttúruundur. Fegurðin fyrir neðan yfirborð sjávar er stórfengleg! Í Hondúras og Belize er einnig að finna ótrúlega fallegar, hvítar strandir og spennandi Maya rústir.

Nicaragua og El Salvador

Nicaragua og El Salvador hafa þróast ögn hægar en önnur lönd í Mið-Ameríku og því er minna um staði og aðsöðu fyrir ferðafólk þar en annars staðar á svæðinu. Þetta þýðir þó alls ekki að þessi lönd séu minna aðlaðandi áfangastaðir - það er einmitt óspillt náttúra landanna sem gerir þau svo heillandi og spennandi. Þú getur klifið eldfjall eða siglt á kanó kringum vatn og fengið að njóta upplifunarinnar nánast alveg útaf fyrir þig! Stórir hlutar strandlengjunnar henta vel til þess að surfa og það eru margar fallegar og gamlar borgir í Nicaragua og El Salvador. Önnur góð ástæða fyrir að heimsækja Nicaragua og El Salvador er að verðlag þar er lægra en í öðrum löndum Mið-Ameríku!

Granada í Nicaragua

Gisting í Mið-Ameríku

Vertu búin(n) að bóka gistingu fyrir fyrstu næturnar þínar í Mið-Ameríku áður en þú leggur af stað að heiman. KILROY getur að sjálfsögðu gefið þér góð ráð og veitt aðstoð við að bóka gistingu sem felur í sér far frá flugvellinum að hótelinu eða hostelinu sem þú ætlar að gista á. Hostel njóta sífellt meiri vinsælda í Mið-Ameríku og það er úr mörgum að velja. Einnig er mikið úrval af gistingu með morgunmat, ódýrum hótelum og strákofum í frumskógum eða á öðrum friðlöndum. Allir ættu því að finna eitthvað sem fellur vel að þeirra smekk og fjárhag!

Að ferðast til og um Mið-Ameríku

Flest flug til Mið-Ameríku millilenda í einhverri af stærri borgum Evrópu eða Bandaríkjanna. Það er því ekki ódýrt að komast þangað. Hafðu samband við ferðaráðgjafa KILROY og fáðu ráðleggingar um bestu lausnina fyrir þig, t.d. flugmiða sem leyfir millistopp á fleiri en einum áfangastað.

Það er auðséð að ef þú átt leið um Norður-Ameríku eða Suður-Ameríku þá er auðvelt að bæta Mið-Ameríku við, t.d ef þú flýgur til Mexíkóborgar og byrjar ferðalagið þar. 

Sólarlagið íð í El Salvador - KILROY

Besta leiðin til að ferðast um Mið-Ameríku er án efa að fara í ævintýraferð. Slíkar ferðir gefa þér meiri tíma til að njóta ferðalagsins og þú þarft ekki að hafa áhyggjur af hagnýtu hliðum ferðarinnar, s.s. að finna gistipláss eða leið til að komast á milli staða. Þú munt einnig hitta mikið af öðru fólki og þar af leiðandi eignast vini frá öllum heimshornum. Reyndir leiðsögumenn munu fara með þig á bestu staðina sem jafnframt eru sjaldnast heimsóttir af ferðamönnum. Rútur eru einnig góður valkostur og án efa ódýrasta og útbreiddasta leiðin til að koma sér á milli staða. Þú getur að sjálfsögðu valið að gera svolítið af báðu og eytt frjálsum tíma á einum af þeim fjölmörgu fallegu stöðum sem liggja meðfram ströndinni. 

Hvenær er best að ferðast til Mið-Ameríku?

Það er mikill hitamismunur á ólíkum svæðum Mið-Ameríku því svæðið nær frá sjávarmáli upp í u.þ.b. 3000 metra fjöll. Við ströndina og inni í frumskógunum er þó alltaf heitt. Regntímabilið er frá maí til október og mikill munur er á úrkomumagni þess tímabils og annarra mánaða ársins.

Langar þig að ferðast til Mið-Ameríku?
Hafðu samband!

Hafa samband