Ísrael

Tel Avív í Ísreal
 

Ísrael – fyrirheitna landið

Hið forna land Ísrael er einstakt land til að heimsækja þar sem þú getur kynnst fjölbreyttri sögu og menningu, ævintýralegri náttúru og einstakri blöndu af fornum og nútímalegum borgum. Í þremur trúarbrögðum er Ísrael einn af heilögustu stöðum jarðarinnar og því einnig mikilvægur griðarstaður pílagríma. Bókaðu ferð þína til Ísrael með KILROY!

Jerúsalem – hin heilaga borg

Hvort sem þú ert trúaður eða ekki þá verður það ógleymanleg upplifun fyrir þig að ganga um hina sögulegu borg, Jerúsalem. Hin fornu stræti, kirkjur, moskur, söfn og önnur kennileiti gera borgina að einstökum áfangastað. Þar munt þú einnig fá að sjá hvernig þrjú mismunandi trúarbrögð koma saman á sama staðnum. Jerúsalem er heilög borg fyrir múslima, gyðinga og kristna menn og fara þangað árlega um þúsundir manna frá öllum heimshornum í pílagrímsferðir. Þarna muntu þú upplifa hvernig múslimar heimsækja Dome of Rock og Al-Aqsa moskuna, gyðingar skilja eftir skilaboð til Guðs í grátmúrnum og kristnir menn ganga sömu leið og Jesú gekk áður en hann var krossfestur. Þetta eru aðeins nokkur dæmi!

Í Ísreal finnur þú fjölbreytta menningu og sögu

Tel-Aviv – nútímaleg stórborg

Ólíkt öðrum borgum í Ísrael finnur þú mjög vestrænt andrúmsloft í Tel-Aviv ásamt iðandi næturlífi og skemmtilegum verslunum. Það er hinn gamli arabíski bær, Jaffa, sem myndar miðbæ borgarinnar, ekki gleyma að stoppa þar og njóta mannlífsins. Þegar líður á kvöldið ættir þú að fara á aðalgötuna (e.boulevard). Taktu með þér vínflösku og horfðu á sólsetur yfir Miðjarðarhafinu. Í bakgrunninn heyrir þú síðan hvernig næturlífið tekur smám saman völdin.

Yndislegt að fljóta um í Dauða hafinu

Að fljóta í Dauðahafinu!

Eitt af því sem allir ættu að reyna að upplifa er að láta sig fljóta á hinu heimsfræga Dauðahafi! Dauðahafið er í raun stöðuvatn en er tíu sinnum saltara en hafið og vegna þess flýtur þú þar eins og korktappi. Reyndu að setja fæturnar niður og finndu mótstöðuna! Þá er vatnið og leirinn einnig talið hafa læknandi og hreinsandi eiginleika. Settu á þig sólgleraugu, fáðu þér kokteil og njóttu lífsins!

Ein Gedi, göngur í eyðimörkinni og slappað af í hitabeltisparadís

Þegar þú hefur hvílt þig nóg við dauðahafið er kominn tími á smá hreyfingu. Í norðurhluta Ísrael, ekki langt frá Dauðahafinu, bíða Judean eyðimörkin og Ein Gedi þjóðgarðurinn eftir því að þú komir í könnunarleiðangur!

Þar finnur þú frábæra gönguleið rétt fyrir utan Ein Gedi sem liggur beint í gegnum Judean eyðimörkina. Þetta er krefjandi ganga en útsýnið sem þú munt fá gerir hvert skref þess virði. Ef einhver hélt að eyðimerkur landslag væri leiðinlegt og tilbreytingarlaust hafði hann algjörlega rangt fyrir sér! Á göngunni munt þú sjá hvernig landslagið breytist á tíu mínútna fresti. Það besta er svo að þessi leið er ekki orðin vinsæl fyrir stóra hópa og því ertu oft einn á ferðinni. Mundu bara að hafa nóg af vatni og láta vita áður ein þú leggur af stað! Eftir gönguna er gróðursæla vinin í eyðimörkinni, Ein Gedi, einmitt það sem þú þarft. Stingdu þér ofan í eitthvað af hinum ótal kælandi vötnum sem eru þar, láttu fossana leka á höfuðið á þér og njóttu þín í þessari paradís...

Einstakt landslag í Judean eyðimörkinni

Þúsund og ein nótt í Akko

Í norðurhluta landsins finnur þú einn af mest töfrandi stöðum Ísrael, Akko. Borgin er ein af elstu borgum heims og þegar þú gengur í gegnum um hinn forna miðbæ er eins og tíminn hafi stöðvast. Litlar götur með leynigöngum, gamlir kjallarar og falleg lítil hús… það er eins og sagan um þúsund og eina nótt hafi lifnað við! Upplifðu hvernig hið einstaka andrúmsloft, fornu steingötur og byggingar og stórkostlega útsýni yfir Miðjarðarhafið gerir Akko að einn af mest heillandi stöðum í Ísrael.

Er öruggt að ferðast til Ísrael?

Síðan Ísrael var stofnað árið 1948 hefur verið barist um landið og er ástand stjórnmála í landinu langt í frá stöðugt. Því ættir þú að afla þér upplýsingar um þróun mála áður en haldið er í ferðina og á meðan á henni stendur. Einnig skaltu huga að ástandi í nágrannalöndunum og þá sérstaklega ef þú hugar að því að fara nálægt landamærum. Hafðu samband við ferðaráðgjafa KILROY varðandi nánari upplýsingar!

 

Langar þig að ferðast til Ísrael?
Hafðu samband

Hafa samband