Mexikó

Chichen-Itza
 

Bakpokaferðir til Mexikó - Þegar lífið er hátíð

Mexikó snýst um að sleppa af sér beislinu, og leyfa landinu að draga sig á tálar og heilla sig upp úr skónum. Mikil gleði ríkir á ströndum Mexikó, maturinn er frábær og nóg er af þjóðardrykk landsins, Tequila. Þó skal ekki gleyma að menning og menningararfleið Mexikó er einstök og þess virði að kynna sér betur. - Viva Mexikó.

Í Mexíkó vinnur fólk til þess að lifa. Íbúar landsins elska frítíma og að eiga samskipti við annað fólk. Því eru vinir og fjölskylda alltaf sett í fyrsta sætið. Gestir borgarinnar munu hins vegar njóta sömu virðingar og hvar sem þú ferð er vel tekið á móti þér. Hvort sem þú ákveður að skoða fallegar strendur, sögulegar borgir, fornminjar eða forna menningu Maya, Olmeca og Azteca eða annarra þjóðflokka, fallega þjóðgarða í skóglendi, fjöllum og eyðimörkum eða einfaldlega ganga um í einhverri af hinum nýtískulegri borgum, þá vitum við að þú munt elska það sem þú velur þér að gera.

Strendur

Ef þú ert mikið fyrir lífið á ströndinni ert þú á réttum stað. Nokkrar af bestu ósnortnu ströndunum eru Zipolite og Puerto Escondido sem staðsettar eru á Oaxaca strandlengjunni. Meira ferðamannamiðaðir en þó skemmtilegir strandbæir eru Cancun, Cozumel, og Playa del Carmen sem eru staðsettir á Riviera Maya. Meðfram Kyrrahafsströndinni finnur þú fallega gististaði á borð við Mazatlan, Manzanillo, Ixtapa og Puerto Vallarta.

Ef þú vilt góða blöndu af sól og ströndum, Maya menningu og köfunar- og snorklstöðum í heimsklassa, farðu þá til Yucatan-skagans.

Kynnstu fornri menningu

Hin forna Mexíkó og Mið-Ameríka voru heimkynni nokkurra af elstu, en um leið þróuðustu, borgríkjum í vestrænni siðmenningu. Það skiptir því ekki máli hvert þú ert; pýramídar, hof og aðrar minjar um hina fornu Mexíkó eru ekki langt undan. Ferð til að skoða fornminjar landsins er eitthvað sem allir ferðamenn verða að gera í ævintýraferð sinni í Mexíkó. Hér er hugmynd fyrir þá sem eru snemma á ferðinni: Það er töfrandi stund að sitja ofan á Maya hofi og horfa á frumskóginn lifna við í sólarupprásinni!

Hofin og pýramídarnir eru hreint ótrúlegir á að líta og þú lærir svo sannarlega að meta hversu hæfileikaríkir og ráðagóðir þessi gömlu þjóðflokkar voru, fyrir meira en þúsund árum síðan.

Hvað á að gera í Mexíkó

Fyrir hinn virka ferðalanga hefur Mexíkó margt að bjóða. Hægt er að fara í dásamlegar gönguferðir í eyðimörkinni eða klífa gríðarlega falleg eldfjöll. Aðrir geta valið sér strendur, ár eða kóralrif á 1500 kílómetra Kyrrahafsströndinni til að stunda uppáhalds vatnaíþróttina sína. Möguleikar til þess að kafa og snorkla eru mjög margir og finnast víða. Þú getur einnig nýtt tímann til að bæta spænskukunnáttuna þína og farið í málaskóla. Þú þarft ekki að vera latur í Mexíkó!

Ferðast um Mexikó

Öll ferðalög í Mexíkó eru með rútum eða ef lengra er haldið þá er gott að fljúga. Eina undantekningin er Copper Canyon lestin. Fáeinar aðrar lestir eru til staðar í landinu en þær eru úr sér gengnar, kostnaðarsamar og hafa óreglulegt leiðarkerfi. Rútuferðir í Mexíkó eru virkilega þægilegar og fara til næstum allra bæja og borga. Stórar rútustöðvar í stórborgum gefa góða þjónustu og upplýsingar um fargjöld og leiðarkerfi. Ef þú vilt vera virkilega frjáls og peningar eru ekki vandamál þá er hægt að leigja bíla á flugvöllum, í borgum og við gististaði. Þó að Mexíkó sé nokkuð öruggt land ætti fólk að varast að ganga einsamalt um stræti stórborga, sérstaklega í Mexíkóborg (e. Mexico City).

Hafa samband