Norður-Ameríka

New York - Borgin sem aldrei sefur
 

Norður-Ameríka - Upplifðu sannkölluð ævintýri

Norður-Ameríka er án efa einn sá áfangastaður sem hvað flestir mæla með að heimsækja. Þessi gríðarstóra heimsálfa sem samanstendur af Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó býður upp á allt það sem þú gætir óskað eftir: fjöll, eyðimerkur, hitabeltis paradísir, norðurskauta ævintýri, tilkomumiklar strandlengjur og, síðast en ekki síst, nokkrar af mögnuðustu stórborgum heims. Bókaðu ferðina þína til Norður-Ameríku með KILROY!

Þú gætir byrjað í Bandaríkjunum - jafnvel í heimsins frægustu stórborg, New York. Komdu þér í gírinn með ekta amerískum morgunmat, verslaðu frá þér allt vit í hátískubúðum Fifth Avenue eða gerðu góð kaup í 'second hand' búðum í litlum hliðargötum. Gæddu þér á safaríkri steik eða eðal hamborgara og ekki klikka á því að smakka eina af hinum heimsfrægu ostakökum New York. Endaðu svo góðan dag á einhverri af mörgum jazzbúllum borgarinnar. Svo er nauðsynlegt að slaka aðeins á í Central Park, kíkja í hið heillandi Greenwich Village, sjá Frelsisstyttuna, Brooklyn Bridge og Empire State. New York býður upp á endalausa möguleika!

Time square í New York - KILROY

Road trip um Norður-Ameríku

Leigðu bílaleigubíl, passaðu að i-podinn sé fullur af frábærri tónlist og leggðu af stað í ógleymanlegt ferðalag um hinn fræga Western Triangle. Byrjaðu í San Francisco; röltu um hinar frægu, bröttu götur borgarinnar og farðu í Kínahverfið (eitt elsta og stærsta kínverska samfélagið utan Asíu). Þar geturðu einnig farið í siglingu að eyjunni Alcatraz og séð Golden Gate brúnna í allri sinni stærð.

Því næst skaltu aka niður með ströndinni  eftir Highway 101 og setja stefnuna á Los Angeles og Hollywood. Ekki gleyma að stoppa á leiðinni til að njóta útsýnisins; dökkbláar öldur Kyrrahafsins að skella á ströndinni er einstök sjón og fær þig eflaust til að söngla eitt Beach Boys lag eða tvö. Þegar þú hefur fengið nóg af L.A. er upplagt að stefna inn í eyðimörkina og keyra þar til lokkandi neonljós fanga athygli þína - þá er um að gera að stoppa og gefa sér tíma til að upplifa heimsins frægustu spilavítisborg; Las Vegas. Hvort sem heppnin verður með þér í spilavítunum eða ekki þá skaltu ekki sleppa tækifærinu á að sjá Gand Canyon sem er í 'næsta nágrenni'. Kláraðu svo ferðalagið með því að halda aftur í átt að San Francisco og heimsækja Yosemite National Park sem býr yfir ótrúlegri náttúrufegurð.

Road trip ferð um Norður-Ameríku - KILROY

Á ferðalagi til Bandaríkjanna gætirðu einnig freistast til að heimsækja hið fallega New England í norð-austri, hin heillandi suðurríki eða mið-vestur ríkin sem búa yfir miklum glæsileika en á sama tíma einstöku 'hillbilly' andrúmslofti.

Afþreying í Norður-Ameríku

Í bæði Kanada og Bandaríkjunum er að finna frábær fjöll og skíðasvæði. Klettafjöll í Kanada eru t.d. þekkt fyrir freistandi púðursnjó og skemmtilegar brekkur. Önnur skíðasvæði sem við mælum með eru Whistler, Fernie, Lake Louise, þjóðgarðarnir Banff og Jasper og svo önnur minni svæði eins og Big White og Kicking Horse.

Ferð til Kanada gefur þér einnig tækifæri á að sjá gríðarstórar sléttur, ótrúlega náttúrufegurð Quebec og spennandi borgir líkt og Toronto, Montreal og Vancouver. Þegar þú byrjar að ferðast um Kanada muntu fljótt sjá að það er nánast ómögulegt að klára að kanna allt það sem þetta dásamlega land hefur upp á að bjóða - möguleikarnir eru endalausir.

Cancun í Mexíkó - KILROY

Í syðsta hluta þessa Norður-Ameríku þríleiks, Mexíkó, muntu finna grænblá höf með öldum sem eru fullkomnar til að surfa - sérstaklega við Kyrrahafsströndina. Á eystri  strönd Yucatan skagans sem liggur við Karíbahafið er hver himneska baðströndin á fætur annarri. Ef þú ert ekki mikið fyrir að liggja í leti á ströndinni geturðu gert eins og Indiana Jones og kannað hina fornu menningu Maya indíána í rústum og pýramídum, gætt þér á ljúffengum, mexíkóskum mat, eða tekið dýfu í einum af óteljandi fallegu fossum landsins eða náttúrulaugum. Þú gætir einnig leyft þér að villast í einum af gömlu og heillandi bæjum Mexíkó, farið í verslunarðleiðangur á markaði þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarðar eða eytt tíma í einni af stærstu og erilsömustu borgum jarðar Mexíkó borg.

Að ferðast til og um Norður-Ameríku

Fáðu upplýsingar hjá ferðaráðgjafa KILROY um möguleikann á að setja saman flugmiða með mörgum áfangastöðum á ferðalaginu - slíkir miðar eru mikill kostur í eins stórri heimsálfu og Norður-Ameríku þegar þú hefur hvorki löngun né tíma til að ferðast landleiðina á milli áfangastaða. KILROY getur aðstoðað þig við kaup á flugmiða með mörgum stoppum á mismunandi áfangastöðum sem kostar lítið meira en að fljúga til Los Angeles og baka.

Besta leiðin til að kanna Bandaríkin og Kanada er þó með því að leigja bíl í gegnum KILROY, fá innblástur úr bók Jack Kerouac's On the Road og upplifa þannig allt sem þessi tvö lönd hafa upp á að bjóða á fjórum hjólum með fullkomið frelsi til að stoppa hvar sem þú sérð eitthvað spennandi eða girnilegt. Þú getur einnig leigt húsbíl og þannig sparað þér þann pening sem annars færi í gistingu.

Niagra fossinn í Kanada - KILROY

Önnur stórkostleg leið til að ferðast um Norður-Ameríku er að bóka ævintýraferð með KILROY og heimsækja þannig staði sem þú myndir annars eflaust aldrei líta augum. Í slíkri ferð muntu einnig öðlast dýpri innsýn í umhverfið og menninguna frá fróðum leiðsögumanni ferðarinnar - eitthvað sem þú finnur ekki í ferðahandbók.  Ævintýraferðir eru einnig frábær leið til að kynnast fólki og eignast nýja vini.

Gisting í Norður-Ameríku

Gisting í Norður-Ameríku er almennt frekar dýr, það er því góð hugmynd að fá ráð hjá ferðaráðgjöfum KILROY áður en þú leggur af stað. Við þekkjum bestu og ódýristu gististaðina - en erum þó einnig kunnug stöðunum sem eru  í dýrari kanntinum. Það sem er þó enn mikilvægara er að við vitum hvaða svæðum er gott að vera á og hvaða staði ber að forðast! Við veitum að sjálfsögðu aðstoð við að bóka hostel , hótel og mótel í allri Norður-Ameríku - óháð smekk eða fjárhag!

Verðlag í Norður-Ameríku

Verðlag í Norður-Ameríku er almennt nokkuð lægra en í Evrópu -  New York er þó undantekning en borgin er ein sú dýrasta í heiminum! Ef þú heldur þig utan við stærstu borgirnar í Bandaríkjunum og Kanada er mögulegt að lifa á 40 - 50 dollurum dag með því að passa vel upp á eyðsluna. Mörg mótelin eru með stór tveggja manna herbergi sem rúma vel fjórar manneskjur - svo ef þú ert að ferðast í fjögurra manna hóp og leigir bíl þá geturðu sparað mikinn pening í ferðalög og gistingu. Ekki hafa áhyggjur af matarkostnaði , matur er frekar ódýr í Norður-Ameríku og skammtarnir mjög stórir - oft nægilega stórir til að deila!

Geggjað útsýni - Grand Canyon

Þú ættir að sjálfsögðu að gera ráð fyrir smá pening í auka eyðslu, t.d. til að versla sem er nánast óhjákvæmilegt en ekki endilega mjög ódýrt þegar þú ert að ferðast um Norður-Ameríku! Það eru þó margir hlutir sem eru mun ódýrari í Norður-Ameríku en hérna, t.d. föt og rafmagnstæki.

Í Mexíkó er allt ódýrara! Þú getur lifað á u.þ.b. 15 - 25 dollurum á dag ef þú forðast helstu 'túrista-gildrurnar'. Við mælum auðvitað með því að þú áætlir eyðsluna þína aðeins fram yfir þennan kostnað svo að þú getir notið sem mest af þeim spennandi afþreyingum sem Mexíkó og nágrannar þeirra í norðri hafa upp á að bjóða.

Langar þig að feraðst um Norður-Ameríku?
Hafðu samband!

Hafa samband