Argentína

Litríku húsin í Bueno Aíres, Argerntínu, eru heimsfræg.
 

Ferðir til Argentínu - Öfgar og ævintýri

Argentína er tilvalinn byrjunarreitur fyrir ferðamenn á leið um Suður-Ameríku. Í landinu eru margir fallegir staðir, hver með sinn sérstaka karakter. Að ferðast um er auðvelt og ódýrt og mun flytja þig frá hverju náttúruundrinu til annars. Igazu Falls í norðri til hins stórbrotna svæðis Patagónía í suðri.

Argentína hefur uppá margt að bjóða og þótt landið sé gríðarstórt er auðvelt að komast á milli. Taktu flug eða rútu að næsta stoppustað. Ef þú ert ekki með mikinn pening til ráðstöfunar skaltu taka rútu - það er ódýr og mjög þæginlegur ferðamáti. Smá ráð samt: Uppfærðu sæti þitt til comfort-style miða. Nokkrir extra dollarar færa þér mun þæginlegri sæti! Við ráðleggjum þér að vera búinn að læra pínu spænsku áður en þú leggur uppí ferð til Argentínu. Að tala ekki tungumálið torveldar hlutina. Í landi eins og Argentínu skiptil miklu máli að geta tjáð sig við heimamenn. Aðeins nokkur orð fá þá til að brosa og opna sig fyrir þér. Og mundu: fólkið er mikilvægasta auðlindin því hjá þeim færðu ráðin og upplýsingarnar um bestu og einstökustu staðina og upplifanirnar.   Buenos Aires - Höfuðborg Argentínu

Buenos Aíres er mikil heimsborg og jafnframt höfuðborg Argentínu. Hún er af mörgum talin huggulegasta borg Suður-Ameríku. Hér kynnistu fljótt hraða Suður-Ameríkumanna vel og er Bueno Aíres því tilvalinn upphafsstaður ferðar um landið. Borginni er skipt upp í barrios, eða hverfi, hvert með sinn eigin karakter. Buenos Aires er borg upplifana frekar en merkisstaða, hér kynnistu heimamönnum, nýtur góðrar steikar og tilkomumikils tangós. Borgin er nautnafull og þú munt auðveldlega falla fyrir sjarma hennar. 

Igazu Falls

Frá Buenos Aíres skaltu stefna í norður að stórkostlegu fossunum, Iguazu Falls. Fossarnir eru staðsettir við landamæri Argentínu og Brasilíu og er hluti af báðum löndunum. Svæðið er algert náttúruundur og þótt það sé mikið sótt af túristum þá er svæðið algert "must see" í Argentínu.  

Salta og Mendoza

Ferðastu vestur til Salta héraðs. Þessi hluti Argentínu er frábær fyrir útivistarfólk því hér eru margar góðar göngu-og hjólreiðaferðir, flúðasigling og fleira. Einnig er hér hægt að finna elsta og best varveittasta nýlendustíl Argentínu. Salta er einnig heimili vinsælu lestarinnar, "The Train to the Clouds". Lestin sikk sakkar í gegnum ótrúlega falleg náttúrusvæði og yfir brýr og gegnum göng. Hallaðu þér aftur og njóttu ferðarinnar!  Mendoza er hliðið að hásléttum Andesfjalla og liggur að Chile. Ef þú ert fyrir góð vín þá hefurðu mjög sennilega bragðað argentínsk vín. Flest vínhéruð Argentínu eru staðsett í Mendoza héraði. Hér verðurðu að fara í vínsmökkun því vínin er það sem Mendoza er þekktust fyrir.

Bariloche og Valdesskagi (Norður-Pantagóníu)

Ef þú ferðast til suðurs frá Mendoza (með eða án timburmenn) þá kemurðu að borginni Bariloche. Bariloche er í norðurhluta Pantagóníu og er heimili fallegra fjallastöðuvatna og sígrænna skóga. Að vera hér er eins og að vera kominn til svæðis án tíma, þ.e. svæði sem hefur trekist að brjóta sig frá öðrum annasömum stöðum heims. Andaðu að þér ferska loftinu, njótu stórbrotins útsýnis og útvistarinnar. Þú getur einnig flogið beint frá Buenos Aires til Mendoza ef þú vilt komast frá erilli borgarinnar á sem hraðasta máta því flugferðin tekur aðeins um klukkustund. 

Til austurs frá Bariloche, Atlantshafsmegin við Argentínu, liggur Valdesskagi. Skaginn er talinn á meðal dýrmætustu dýralífssvæða jarðar. Við ströndina finnurðu stóra þyrpingu mörgæsa, sæljóna, sela og risavaxna hvala sem koma hingað einu sinni á ári til að eðla sig og ala upp unga sína því sjórinn í skaganum er lygnari og hlýrri en úti á rúmsjó. Hér geturðu tekið geggjaðar myndir! Gættu þess að skipuleggja ferðina hingað á rétta árstíma, annars gætirðu misst af fjörinu! Góð ráð: Ferðastu í október eða nóvember.

Suður-Pantagónía og Ushuaia

Snjóþaktir fjallstoppar, gríðarstórir jöklar og auðar sléttur hrjúfs landslags - þú ert kominn til Suður-Patagóníu! Sannkölluð upplifun og einstakt tækifæri fyrir göngugarpa. Bærinn El Calafate er hliðið að mörgum argentínskum jöklum og stöðuvötnum, en einnig að vel þekktum þjóðgörðum eins og Torres del Paine og Los Glaciers. Svæðið var viðurkennt af UNESCO sem World Heritage site, báðum þjóðgörðunum er lýst sem óspilltustu stöðum á jörðu.  

Ushuaia borg er oft lýst sem stað á "enda veraldar". Hér líður þér bókstaflega eins og þú sért einangraður frá öllum heiminum, ef þú telur ekki íbúanna með sem eru um 50.000. Ushuaia sér fyrir aðgangi að eyjaklasanum Tierra del Fuego með því að bjóða uppá allskonar skoðunarferðir fyrir ævintýra- og náttúrulífsunnendur. Ushuaia er einnig þekkt sem syðsta borg heims og er hliðið að hinu ískalda Suðurskautslandi. Sum ferðamannaskipin leggja úr höfn í Ushuaia ár hvert, frá nóvember til mars. Þetta er tímabil sumars þegar dagar eru lengstir (bjart allan dagsins hring) og sjór er ekki frosinn svo skip og minni bátar geta komst greiðlega á milli staða. Ef þú ert að hugsa um ferðir til Suðurskautslandsins skaltu gera ráð fyrir að eyða umtalsverðum fjárhæðum hér - því það er ekki ókeypis en algerlega þess virði!

Hafa samband