Suður-Ameríka

Mögnuð saltslétta í Bólivíu - KILROY
 

Suður-Ameríka - Eins gott og það gerist

Suður-Ameríka er rétti staðurinn fyrir þá sem elska hinn suðræna "mañana mañana" lífsstíl. Þessi heillandi heimsálfa er þekkt fyrir afslappað andrúmsloft og hún býr yfir ótrúlegri náttúru sem og spennandi og merkilegri menningu og sögu. Hér finnur þú allt frá iðandi, nútímalegum stórborgum til lítilla frumskógarþorpa - og allstaðar eru heimamenn bæði vingjarnlegir og hjálpsamir. Bókaðu ferð til Suður-Ameríku með KILROY!

Suður-Ameríka nær frá landamærum Panama alla leið niður að hinum fræga Cape Horn nálægt Suðurheimsskautinu. Það er því ekki að undra að hér er fjölbreytnin mikil, bæði í náttúru og menningu, og því eitthvað að finna við allra hæfi. Suður-Ameríka er hreint út sagt dásamleg og við mælum hiklaust með heimsókn til Suður-Ameríku fyrir alla - sérstaklega ævintýraþyrsta bakpokaferðalanga.

Brasilía

Rio De Janeiro í Brasilíu - KILROY

Brasilía er stærsta land Suður-Ameríku, og einna helst þekkt fyrir allar sínar fallegu strendur. Þú getur fikrað þig eftir strandlengjunni og flakkað frá einni strönd til annarrar; sleikt sólina eða slakað á í hengirúmi skugga pálmatrjánna. En Brasilía hefur þó einnig upp á margt fleira að bjóða; frumskóga, stórborgir, ævintýraferðir og margt fleira!  

Amazon: heimsins stærsti frumskógur

Ef þú ert orðinn þreyttur á letilífinu sem tilheyrir strandlífi Brasilíu er tilvalið að heimsækja stærsta frumskóg heims og lenda í alvöru ævintýri! Amazon frumskógurinn teygir sig yfir stóran hluta Brasilíu, Venesúela, Perú, Ekvador og Kólumbíu. Frumskógurinn er einn af hápunktum Suður-Ameríku því hér kemstu í náið færi við ótrúlegan fjölda villtra dýra og einstakt plöntulíf.

Ævintýraferð um Amazon frumskóginn - KILROY

En heimsókn í frumskóginn kemur ekki á neinu silfurfati! Þú þarft að hafa fyrir því að sjá þennan magnaða stað og heimsóknin verður án efa blaut, skítug, villt, hrá, krefjandi og henni fylgja langar vegalengdir - en það er algjörlega þess virði og gerir ferðina enn eftirminnilegri og spennandi! Það sem gerir ferð í Amazon skóginn svo ótrúlega merkilega er að þar hefurðu mikla möguleika á að sjá krókódíla, apa, páfagauka, flóðhesta og fleiri framandi dýr í sínu náttúrulega umhverfi - og með reyndum leiðsögumönnum færðu tækifæri til að komast í ótrúlega nálægð við dýrin. Bátsferð niður Amazon ánna er svo ógleymanleg lífsreynsla sem þú mátt ekki láta fram hjá þér fara - mundu að horfa til himins og skoða stjörnurnar, þú munt ekki trúa þínum eigin augum! 

Andesfjöll

Andesfjöllin eru bókstaflega hápunktur Suður-Ameríku! Fjallgarðurinn nær yfir alla álfuna svo það er nóg af flottum stöðum sem hægt er að heimsækja. Machu Picchu í Perú, einn af stórfenglegustu og ótrúlegustu stöðum í Suður-Ameríku, er eitthvað sem þú verður að sjá! Upplifunin að ganga hina fornu Inkaslóð og horfa á sólarupprás yfir þessari fornu borg er ólýsanleg. Andes fjöllin hafa upp á marga fleiri heimsklassa staði að bjóða í Perú, Ekvador, Argentínu, Chile, Kólumbíu, Venesúela og Bólivíu. Hæsta stöðuvatn heims, Titicaca, liggur á mörkum Perú og Bólivíu og er vel þess virði að heimsækja. Fyrir þá orkumeiri sem vilja meira adrenalín í ferðalagið bjóða Andes fjöllin upp á frábæra aðstöðu fyrir ýmis afþreyingu s.s. flúðasiglingar (rivar rafting), klettaklifur og fjallahjólaferðir.  

Fljótandi eyja á Lake Titicaca - Perú

Hin aðlaðandi Argentína

Vertu viss um að stoppa í Argentínu á ferðalagi þínu um Suður-Ameríku! Höfuðborgin Buenos Aíres, sem er mun evrópskari en restin af álfunni, mun án efa heilla þig með seiðandi tangó, dásamlegu rauðvíni, safaríkum steikum og rómantísku andrúmslofti - svo er frábær upplifun að fara á fótboltaleik í borginni. Þar að auki er næturlífið frábært!

Í norðurhluta Argentínu, við landamæri Paragvæ og Brasilíu, er eitt af vatna-undrum veraldrar; Iguacu falls. Óteljandi lækir flæða yfir allt svæðið og þar sem vatnsmiklir fossarnir skella niður og vatnið freyðir upp myndast stórir regnbogar. Til að fullkomna myndina eru svo ótal stór og litrík fiðrildi flögrandi um svæðið. Iguacu fossar munu án efa fara fram úr öllum væntingum! Það er ekki slæm hugmynd að nota 2 daga til að ná að kanna að fullu svæðið og geta metið mikilfengleika þess.

Galapagos eyjar

Magnað dýralíf á Galapagos - KILROY

Heimsókn til Galapagos eyja er hugsanlega stórkostlegasta reynsla af villtu dýralífi sem hægt er að upplifa og því vel þess virði að heimsækja eyjarnar þó svo þær séu örlítið dýrari en aðrir staðir Suður-Ameríku. Galapagos eyjar tilheyra Ekvador og liggja í Kyrrahafi í u.þ.b. 100 km fjarlægð frá landinu. Dýralífið og gróðurfarið hér er einstakt og algjörlega ótrúlegt! Enginn veit hvað framtíðin ber í skauti sér fyrir eyjarnar og dýralífið, bæði fyrir ofan yfirborð og neðan - en ef þú flýtir þér gætirðu verið svo heppin(n) að ná neðansjávardansi með leikglöðum sæljónunum. 

Óvæntar upplifanir

Suður-Ameríka er einnig allt það sem flestir myndu ekki tengja við álfuna við fyrstu sýn. Sem dæmi má nefna hinar óspilltu eyjar Los Roques í Venesúela eða paradísareyjuna Fernando de Noronha í Brasilíu. Hægt er að finna góð skíðasvæði í Andes fjöllunum, bæði nálægt Santiago í Chile og Mendoza skíðasvæðin í Argentínu; Las Lenas, Los Penitentes, Bariloche og Portillo. Það er vel þess virði að heimsækja Bariloche í Argentínu á hvaða árstíð sem er og upplifa ótamda náttúrufegurðina, grænblá stöðuvötnin, græna furuskógana, hvíta jöklana, fallega fjallstoppana og heillandi þorpin.

Magnað útsýni í Bariloche í Argentínu - KILROY

Allt þetta er þó aðeins brot af þeim stórkostlegu stöðum sem Suður-Ameríka hefur upp á að bjóða. Ekki má gleyma hinum mikilfenglega Torres del Paine þjóðgarði í Chile, Atacama eyðimörkinni eða hinum fjölmörgu fallegu fjörðum og jöklum sem Chile býr yfir. Einnig er nauðsynlegt að nefna hina súrrealísku salteyðimörk í Uyuni í Bólivíu, Nazca línurnar í Perú eða hið suðræna votlendi Pantanal í Brasilíu. Og listinn gæti haldið endalaust áfram! Svo í rauninni er aðeins eitt sem þú þarft að gera - skella þér til Suður-Ameríku áður en það verður of seint!

Að ferðast til og um Suður-Ameríku

Algengast er að fara til Buenos Aires í Argentínu eða Rio de Janeiro eða Sao Paulo í Brasilíu þegar ferðast er til Suður-Ameríku. KILROY getur einnig oft bókað ódýr flug til Quito í Ekvador og Lima í Perú. Það getur verið dýrt að kaupa flugmiða í Suður-Ameríku svo við mælum með að þú planir ferðina þína fyrirfram ef þú ætlar að ferðast til margra landa og búir til skipulag sem leyfir mörg stopp eða kaupir flugmiða með mörgum mismunandi áfangastöðum áður en þú leggur af stað. Hafðu samband við ferðasérfræðinga okkar og fáðu frekari upplýsingar og ráðleggingar!

Bakpokaferðalag til Easter Island - KILROY

Besta leiðin til að ferðast um og upplifa Suður-Ameríku er með því að kaupa ævintýraferð hjá KILROY. Heimsálfan getur virst stór og óviðráðanlegt að ferðast til ákveðinna staða, en í ævintýraferðum færðu tækifæri til að heimsækja staði sem flestir fá aldrei að sjá.

Ef þú kýst frekar að upplifa heimsálfuna á eigin vegum eru rútur ein þægilegastu leiðinum til að ferðast á milli staða. Rútuferðin sjálf getur oft verið mikil upplifun - margar klukkustundir í rútu fullri af kátum, áhugaverðum heimamönnum! KILROY selur sveigjanlega "hop-on/hop-off" rútupassa í Suður-Ameríku.  

Gisting í Suður-Ameríku

Það er auðvelt að finna hostel af öllum gerðum og í öllum verðflokkum því mikið er af bakpokaferðalöngum í Suður-Ameríku. Við mælum með startpakkanum okkar þar sem við tryggjum þér þægilegt ferðalag frá flugvelli til fyrsta gististaðar. Hægt er að finna mikið af huggulegum "Bed and Breakfast" gististöðum og þegar þú ert komin(n) út fyrir vinsælustu ferðamannastaðina geturðu jafnvel fengið að gista heima hjá fjölskyldum á staðnum. Ef þú talar einhverja spænsku eða portúgölsku þá er tilvalið að nýta sér þennan möguleika því hér geturðu spjallað við fjölskyldumeðlimi og fengið ótrúlega mikla innsýn inn í menningu, siði og venjur heimamanna. 

Verðlag í Suður-Ameríku

Suður-Ameríka er almennt mjög ódýr miðað við Evrópu. Á mörgum stöðum geturðu fengið hostel-gistingu fyrir 7 evrur og fína máltíð fyrir 3-4 evrur. 

Ekki gleyma að stoppa við í Cartagena í Kólumbíu - KILROY

Hvenær er best að ferðast til Suður-Ameríku?

Vinsælasti tíminn til að ferðast til Brasilíu er í febúar þegar kjötkveðjuhátíðin er haldin hátíðleg í Rio de Janeiro. Ef þú hefur áhuga á að upplifa þenna einstaka viðburð skaltu því bóka tímanlega! Fyrir önnur svæði Suður-Ameríku er besti ferðatíminn:

Amazon: júní - desember

Inkaslóðin: maí - október (í febrúar er lokað)

Skíði: júlí og ágúst

Chile og Argentína: yfir sumartímann (sem þar er nóvember - mars)

Gott er að ferðast um aðra staði álfunnar allt árið um kring!

Langar þig að ferðast um Suður-Ameríku?
Hafðu samband!

Hafa samband