Iguazu fossar

Regnbogi hjá fossunum
 

Iguazu fossarnir – kraftaverk náttúrunnar

Iguazu fossar er samheiti yfir marga fossa sem teygja sig yfir næstum þriggja kílómetra landsvæði. Fossarnir eru staðsettir á landamærum Argentínu og Brasilíu og eru einn af fremstu áfangastöðunum í Suður-Ameríku. Iguazu fossar ættu að vera ofarlega á lista hvers ferðalanga yfir staði til að heimsækja.

Fossarnir eru í raun 275 einstakir straumar en saman mynda þeir svo mikinn hávaða að þú heyrir í þrumandi vatnsgnýnum marga kílómetra í burtu. Það er hið hráa afl náttúrunnar sem fær þig til að stara á heillandi sjónarspilið, sérstaklega þegar þú stendur efst við fossana og horfir niður í Garganta del Diablo sem á íslensku væri Gin djöfulsins (e. Devil’s Throat). Þú hefur ekki séð neitt þessu líkt áður.

Puerto Iguazu

Argentínska hlið fossanna er kölluð „Puerto Iguazu“. Þetta er lítill bær með mjög rólegu andrúmslofti. Þar eru nokkrar tegundir af gistingu og hægt að finna gistirými í hvaða verðflokki sem er. Flestir ferðamenn kjósa sér að gista Brasilíumegin við fossana í Foz do Iguacu. Það er nokkuð stór borg með 300.000 íbúa. Ef þú ert mikið fyrir heillandi litla bæi ættir þú frekar að velja Puerto.

Að komast að Iguazu fossunum

Frá Buenos Aires er hægt að komast að fossunum í nokkurra klukkustunda flugi (flugvöllur er á staðnum) eða í um 20 klukkustunda rútuferð. Þegar þú ert kominn á staðinn eru nokkrar leiðir til þess að komast að fossunum, en þeir eru í rauninni staðsettir inni í þjóðgarði. Þú gætir farið sjálfur – hringt á leigubíl eða hoppað upp í rútu og borgað aðgangseyri inn í garðinn. Það er ódýr leið sem  veitir þér mikið frelsi.

Annar valkostur væri að bóka pakkaferð frá gististað þínum. Slíkir pakkar innihalda yfirleitt rútuferðir, leiðsögumann og aðgangseyri inn í þjóðgarðinn. Þetta er góður valkostur ef þú vilt hlusta á leiðsögumann segja þér frá garðinum og fossunum. Þú ferðast þá í stórum hópi með fólki á öllum aldri en þetta getur verið ókostur ef hægfara einstaklingar eru með í för og hópurinn þarf að bíða eftir þeim. Þú gætir þó auðvitað laumast í burtu frá hópnum, það er öllum alveg sama.

Síðast en ekki síst gætir þú heimsótt fossana með því að bóka ævintýraferð með KILROY. Þá lofum við að þú ferðast í litlum hópi með góðum leiðsögumanni sem fer með þig á staði sem stóru ferðamannarúturnar fara ekki á. Treystu okkur, 20 rútur af bandarískum og japönskum ferðamönnum eru skemmtilegir í eina klukkustund en verða óþolandi þegar allir þurfa að ganga sömu stígana í átt að fossunum.

Fleiri hliðar á fossunum

Það eru tvær hliðar þar sem þú kemst að fossunum en þær bjóða upp á mismunandi sjónarhorn á þennan kröftuga vatnselg.

Argentínska hliðin er góð ef þú vilt skoða fossana í návígi. Þú getur orðið blautur, farið í bátsferð undir fossana og staðið fyrir ofan Gin djöfulsins (e. Devil’s Throat). Lítil lest fer með þig á milli mismunandi hluta fossanna.

Brasilíska hliðin er hins vegar besti staðurinn til að taka frábærar myndir af þér fyrir framan fossana. Það er himnaríki ljósmyndarans. Þú getur staðið til móts við fossana í stað þess að vera fyrir ofan eða neðan þá.

Hvor hliðin er betri?

Hvers vegna að velja, þú ert kominn alla leiðina hingað – prófaðu báðar!

Hvenær á að fara?

Þrátt fyrir að hægt sé að skoða fossana frá báðum hliðum allt árið um kring eru mismunandi kringumstæður eftir því hvaða árstíð er. Besti tíminn til að heimsækja fossana er á vorin og á haustin. Þá er hitastigið milt og það er mikið af vatni í ánni. Á sumrin (desember - janúar) er rakt og heitt. Hitastigið á veturna er líka notalegt en þá er minna vatn í ánni og það hefur áhrif á upplifun þína af fossunum. Því ættir þú ekki að fara á argentínskum vetri (júní – september)!

Hafa samband