Suðurskautslandið

Suðurskautslandið - Svalasti áfangastaður heims
 

Ferðir til Suðurskautslandsins – Þú kemst ekki lengra í burtu!

Suðurskautslandið, syðsta heimsálfa jarðarinnar, er bókstaflega svalasti áfangastaður heims! Þar upplifir þú eitthvað alveg einstakt, eitthvað sem er varla hægt að ímynda sér. Það er ekki bara kuldinn og ísilögð jörðin sem heilla, heldur er náttúrufegurðin stórkostleg. Fylgstu með mörgæsaungum taka fyrstu skrefin á meðan risahvalir synda hjá í þessu einstaka frosna landslagi. Upplifðu Suðurskautslandið með KILROY!

Suðurskautslandið er fimmta stærsta heimsálfan og hér býr (enn) enginn fastri búsetu. Hrá fegurðin og ótamin náttúran heilla marga og gera Suðurskautlandið að töfrandi áfangastað.

Ferðir til Suðurskautslandsins með KILROY

Suðurskautslandið – Hjari veraldar

Suðurskautslandið er ekki í eigu neins og því er það sameign jarðarbúa. Þetta er kaldasti, þurrasti og vindasamasti staður heims og er því oft kallað „hvíta eyðimörkin“. Hinir þurru dalir heimsálfunnar hafa verið án úrkomu í yfir tvær milljónir ára. Þú getur hvergi annars staðar séð jafn mikið dýralíf og um leið algjöra kyrrð!

Suðurskautslandið var fyrst kannað fyrir aðeins 200 árum síðan og hefur því verið vanrækt lengi. Hér eru engir skráðir íbúar, en hverju sinni eru hér allt á milli 1000 og 5000 vísindamenn að störfum og búa þeir á sérstökum stöðum í allt að ár í senn. Á Suðurskautslandinu finnast aðeins dýr og plöntur sem hafa aðlagast svakalegum kulda; mörgæsir, selir, mosar, fléttugróður og þörungar. Það eru líka meira en 70 vötn í heimsálfunni og sum þeirra eru ísblá á litinn. Hér eru mörg fjöll og eldfjöll en það eina sem vitað er um að sé virkt er Mount Erebus.

Upplifðu fegurð Suðurskautslandsins

Stundum lýsa stórkostleg norðurljós upp vetrarhimininn með fallegum litum, það er ekki til mikið fallegri sjón. Ef heppnin er með þér sérðu demantaryk (e. diamond dust) sem er þoka sem lítur út eins og ský en er búið til úr pínulitlum ískristöllum undir heiðum himninum. Ferðamannaiðnaðurinn stækkar ört á þessum slóðum svo þú ættir að flýta þér ef þig langar að komast hingað á meðan að svæðið er enn óspillt– drífðu þig áður en hótelkeðjurnar koma! KILROY býður upp á ævintýraferðir frá Argentínu til Suðurskautslandsins. Þetta verður án efa eitt mesta ævintýri lífs þíns!

Veðurfar á Suðurskautslandinu

Suðurskautslandið er kaldasti staður jarðar. Kuldametið þar er −89,2 °C en það er um 11 °C kaldara en frostmark þurríss! Yfir sumarmánuðina er dagsbirtan nær allan sólarhringinn en yfir vetrartímann sést ekki til sólar í marga mánuði í einu. Heimsálfan er líka vindasamasti staður jarðar en vindurinn inn til landsins er yfirleitt aðeins mildari en við strandirnar.

Besti tíminn til að heimsækja Suðurskautslandið er frá nóvember til mars (sumar á suðurhveli jarðar) þegar hitastigið er mildara. Það er ekki mælt með því að fara yfir vetrarmánuðina því þá geta skollið á slæm óveður og það getur verið erfitt að sigla þanga vegna hafíss.

Selur - Suðurskautslandið

Náttúra Suðurskautslandsins

Jafnvel þó að kyrrð Suðurskautslandsins sé það sem tæli ferðamenn þangað er alls ekki um mikla kyrrð að ræða! Ísi fylltar ár sem renna niður jöklana með miklum látum og mynda íshillur við strendurnar og jökullinn er stöðugt að brotna. Því miður er gatið á ósonlaginu fyrir ofan Suðurskautslandið að stækka og snjórinn því að bráðna á sumum svæðum. Sístækkandi hópur ferðamanna til heimsálfunnar eykur líklega á vandamálin sem þessi viðkvæma heimsálfa stendur frami fyrir. Enn er ekki vitað með fullri vissu hvaða áhrif ferðamennska hefur á umhverfið og það eru engin lög eða reglugerðir um Suðurskautslandið því enginn á heimsálfuna. Því er mikilvægt að þú veljir ábyrga ferðaskrifstofu þegar þú skipuleggur ferðina þína á þennan viðkvæma stað.

Að ferðast til Suðurskautslandsins

KILROY býður upp á frábærar siglingar til Suðurskautslandsins með G Adventures sem fara frá Ushuaia í Argentínu. Siglingarnar eru töluvert dýrar, en hafðu í huga að allur matur, gisting og samgöngur í gegnum Drake Passage til Suðurskautslandið er innifalið í verðinu.

Siglingar til Suðurskautslandsins með KILROY

Um borð í skipinu M/S Expedition munt þú upplifa töfrandi ferðalag frá Cape Horn til Suðurskautslandsins. Á leiðinni getur þú séð sæljón fljóta fram hjá á hafís, risastóra hópa mörgæsa og oft eru skipin elt af hvölum, albatrossum og öðrum sjófuglum. Þú heimsækir m.a. þessa staði:

  • South Georgia Island: Njóttu dagsins með þúsundum kóngamörgæsa. Þú færð að fylgjast með einni áhrifamestu samkomu í dýralífinu, en þetta fá mjög fáir að upplifa.
  • Antarctic Peninsula: Leyfðu risastórum ísjökum frá Suðurskauts-skaganum að heilla þig. Landslagið er ægifagurt og dramatískt.
  • Drake Passage: Hér færð þú að fylgjast með hreiðurgerð mörgæsanna og selanýlendum í alvöru ævintýraferð!
  • South Shetland Islands: Annað frábært tækifæri til að sjá hreiður mörgæsanna og selanýlendur er með því að ferðast á milli eyjanna. Vingastu við mörgæsir sem koma til þín!
  • Lemaire Channel: Sjáðu hnúfubaki í ísilagðri fegurðinni.

Mörgæsir - Suðurskautslandið | KILROY

Dreymir þig um að heimsækja svalasta áfangastað heims?
Hafðu samband við KILROY!

Hafa samband