Namibía - Ævintýraferðir með KILROY

Namibía - Ævintýraferðir með KILROY

Namibía er ótrúlega fallegt og óspillt land með fjölbreyttu dýralífi og stórbrotnu landslagi. Hér getur þú upplifað Afríku eins og hún gerist best.

Viltu fá sem mest út úr ferðinni? Besta leiðin til þess að upplifa náttúru, dýralíf og menningu heimamanna í Afríku er í einum af okkar fjölmörgu ævintýraferðum.

Etosha þjóðgarðurinn

Etosha þjóðgarðurinn er einn af bestu þjóðgörðum heims þegar kemur að safaríferðum og því getum við hiklaust mælt með honum. Þjóðgarðurinn er staðsettur í norðurhluta Namibíu, og er einn þriðji af landinu þakinn eyðimörk. Hér munt þú finna mikið af villtum dýrum; ljón, hlébarðar, blettatígrar, fílar, gíraffar, nashyrningar, flóðhestar, sebrahestar, hýenur, villigeltir og gasellur. Þjóðgarðurinn er með fullt af vatnsbólum en það leiðir að því að mikið af dýrum halda til þar og því tilvalin staður til að sjá dýrin í sínu náttúrulega umhverfi og mögulega fá sér sopa.

Aðrir staðir í Namibíu sem við mælum með

Þú ættir að heimsækja Himba og San ættbálkana en þar getur þú lært um þeirra siði og venjur sem hafa verið við lýði í nokkur þúsund ár. Upplifðu nætur safaríferð um Namib-Naukluft, en þar færðu að sjá aðra og öðruvísi hlið á Namibíu. Þar á eftir getur þú farið og skoðað Skeleton strandlengjuna, þar sem eyðimörkin og sjórinn mætast. Strandlengjan ber þetta nafn því þar er að finna helling af beinagrindum hvala, sela og fíla. Ofan á það er að finna gömul strönduð skip. Sumir ættbálkar Namibíu kalla þennan stað "The Land God made in anger".  

Snúðu svo baki í sjóinn og horfðu yfir Namib eyðimörkina og sjáðu rauðar sandölur í elstu eyðimörk heims, eða farðu í sólbað á fallegu ströndinni í Cape Cross Bay. Ef þú ert svo sögu nörd þá ættir þú að sjá útskornu steinana í Twyfelfontein.

Í Namibíu er svo hægt að fara í fallhlífarstökk, skella sér á sandbretti, jeppa- og bátsferðir, köfun og sjá hið áhrifamikla Fish River Canyon - næst stærsta gljúfur heims eftir Grand Canyon í Bandaríkjunum. Epupa fossarnir eru líka þess virði að sjá, og svo er hægt að fara í góðar göngur um massívar sandöldur Sossusvlei. 

Viltu vita meira? Hér getur þú lesið frekar um Namibíu

Ævintýraferðir og afþreying í Namibíu 

Vinsamlegast athugið að ekki er flug innifalið í ferðunum. 

 

Tengdar færslur
Hafa samband