24 daga ævintýraferð um Afríku

24 daga ævintýraferð um Afríku

Frá hinni líflegu Höfðaborg til sviðinnar eyðimerkur Namibíu og þaðan til villtu þjóðgarða Botswana og Simbabve. Í þessari ferð er leitast við að upplifa allt það besta sem Afríka hefur upp á að bjóða.

Siglt er niður Orange River á kanó, háar sandöldur klifnar, keyrt um flottustu og villtustu þjóðgarða Afríku og hinir ótrúlegu Viktoríufossar skoðaðir.

Hefur þú áhuga? Hafðu þá samband við ferðaráðgjafa okkar
Hafa samband

Ferðin í smáatriðum

Hér er farið yfir ferðina í smáatriðum. Athugið að þetta er aðeins plan og það getur breyst eftir hvað sé best að gera og sjá hverju sinni. (sjá betur í skilmálum neðst á síðu). 

Dagur 1-2: Höfðaborg

Allir hittast á Drifters Lodge hostelinu klukkan 13:00. Seinni hluta dagsins eyðir þú í að skoða þig um í borginni. Þú hefur einn og hálfan dag hér og á þeim tíma munt þú kanna Table Mountain, Cape Point, the Waterfront, Hout Bay, Stellenbosh vínhéruðin og nokkra aðra staði. Ekki er hægt að gefa upp nákvæmlega hvað er gert í hverri ferð því það fer eftir veðri. Gist er í Drifters Lodge.

Höfðaborg 

Dagur 3: Vesturströndin

Lagt er af stað frá höfuðborginni en áður er komið við á Blouberg strandlengjunni til að sjá Table Mountain í allri sinni dýrð frá flóanum. Því næst er ferðast í norður í gegnum Swartland og síðan frá vestur ströndinni til Namaquland. Snemma á vorin lifnar þetta gróðursnauða svæði við og fjölmörg eyðimerkurblóm finnast. Tjaldað er yfir nótt.

tjaldsvæði

Dagur 4-5: Orange River

Í dag er farið yfir landamæri Namibíu. Keyrt er stuttan spöl eða þar til þú kemur að því svæði þar sem kanóa ævintýri lífs þíns mun hefjast. Þegar búið er að koma öllum búnaði fyrir í bátunum getur ævintýri þitt inn í óbyggðir Afríku hafist.

Á leiðinni átt þú eftir að sjá og upplifa magnaða staði en þar á meðan má nefna stórkostleg fjöll, eyðimerkur og Richtersvelt þjóðgarðinn. Fyrri nóttina er tjaldað á bökkum árinnar undir berum himni en á öðrum degi er haldið aftur til baka og gist þar sem þú byrjaðir.

kano

Dagur 6: Fish River Canyon

Í dag er farið beint að Fish River Canyon, en það er næst stærsta gljúfur á jörðinni. Eftir að hafa skoðað sig um og kannað gljúfrið er keyrt enn lengra inn í Namibíu og gist á stað sem kallast Drifters Desert Camp.

Fish River Canyon er mögnuð upplifun

Dagur 7: Eyðirmörk Namibíu

Drifters Desert Camp er staðsett á frábærum stað og héðan er hægt að sjá helling af villtum dýrum og fallegum gróðri. Hér verða farið í göngur og keyrt er um svæðið, en m.a. er farið í næturkeyrslu en það gefur möguleikann á að nálgast dýrin enn frekar og sjá þau í allri sinni dýrð.

Dagur 8: Sossusvlei

Ferðast er um sandöldur í Sossusvlei. Undir lok dagsins er sandurinn orðinn svo djúpur að ferðast er um á fjórhjóladrifnum jeppum. Eftir að hafa klifið sandöldurnar og kannað svæðið  er aftur haldið til baka og gist í tjöldum yfir nótt.

sandfjall

Dagur 9-10: Swakopmund

Í dag er bara stutt ferðalag. Eftir að hafa keyrt um Kuiseb gljúfrið og Naukluft garðinn í átt að sjávarbænum Swakopmund eyðir þú tveim nóttum á Drifters Swakopmund Lodge.

Drifters Swakopmund Lodge gefur þér fullkomið tækifæri til að kanna Swakopmund og nærliggjandi strendur, markaði, skemmtilegar búðir og alla aðra afþreyingu sem í boði er, eins og fallhlífarstökk, reiðferðir, sandboarding og fleira. Næturlífið er líka þess virði að upplifa.

Um að gera að skella sér í fallhlífarstökk

Dagur 11. Brandberg

Í dag er ferðinni heitið norður að Skeleton Coast en það er magnaður staður þar sem stærðarinnar beinagrindur liggja óhreyfðar í ströndinni. Þú munt ferðast í gegnum eyðirmörkina og sjá útskornar myndir í klettana, en á þessu svæði er tjaldað og gist. Ef heppnin er með þér geturðu séð hina sjaldgæfu eyðirmerkur-fíla sem halda sig á þessu svæði.

Dagur 12-13: Etosha þjóðgarðurinn

Nú átt þú eftir að upplifa stórkostlega hluti, því í dag er farið inn í Etosha þjóðgarðinn. Keyrt er um svæðið og þú hefur góðan tíma til að njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða. Gist er ein nótt í tjaldi og ein nótt á tjaldsvæði.

eyðimerkur fílar

Dagur 14: Caprivi

Í dag er haldið í átt frá eyðimörkunum og ferðast norður að Caprivi svæðinu. Tjaldað er á bökkum Okavango árinnar í Ngepi.

Dagur 15-16: Okavango Delta

Stutt keyrsla í átt að Pan Handle þar sem þú munt njóta þess að fara í bátsferð um Okavango Delta. Eftir að hafa farið þó nokkurn spöl er skipt um bát og haldið áfram á handgerðum kanóum. Gist er í náttúrunni á þessu stórkostlega svæði.

stelpa

Dagur 17: Maun

Þennan morguninn nýtur þú þess að ferðast með bát til baka. Síðan er ferðast í gegnum Kalahari á leið okkur til Maun. Gist er á Drifters Maun Camp þar sem þú getir slakað á, skellt þér í sundlaugina og hvílt þig fyrir síðustu viku ferðarinnar.

Drifters Maun Camp

Dagur 18: Nata

Eftir að hafa slakað á í Drifters Camp er ferðinni haldið áfram á stað sem ber hið þjála nafn Makgadikgadi Salt Pans í Nata sem er einskonar vin í eyðimörkinni.

Dagur 19: Kasane - Viktoríufossar

Enn er ferðast til norðurs í átt að Chobe skóginum. Leiðin liggur að borginni Kasane en þaðan muntu fara inn í Chobe þjóðgarðinn og kanna það ótrúlega dýralífið sem garðurinn er frægastur fyrir. Seinna um kvöldið er keyrt að Drifters Victoria Falls Lodge og þar gistirðu 2 nætur í miklum þægindum.  

Victoria falls Lodge

Dagur 20: Viktoríafossar

Á þessum morgni eiga allir auðvelt með að vakna því að í dag muntu loksins sjá höfuðborg ævintýranna í Afríku - Viktoríufossana. Þú munt eyða heilum degi hér, en það er gert til að hafa nægan tíma og hafa möguleikann á að fara í river rafting, teygjustökk og fleira sem boðið er upp á í nágrenni við fossana.

Viktoríufossarnir

Dagur 21: Hwange

Eftir að hafa eytt nokkrum tíma í bænum, er farið aftur út í óbyggðirnar. Ferðast er til Hwange, sem er talið vera eitt besta verndarsvæði Afríku. Eftir keyrslu um svæðið í opnum bíl er slegið upp tjaldbúðum þar sem þú hefur útsýni yfir vantsból þar sem dýrin safnast saman.

Dagur 22: Bulawayo - Matobo

Í dag er ferðast í suður til að kanna stræti Bulawayo - næst stærstu borg Simbabve. Þaðan heldur ferðalagið áfram til Matobo þar sem þú munt rekja slóð villtra nashyrninga í gegnum gróðurinn.

Nashyrningar

Dagur 23: Machete

Haldið er áfram suður og aftur yfir til Suður-Afríku. Gist er í Limpopo dalnum.

Dagur 24: Jóhannesarborg

Þennan morguninn er farið í stutta gönguferð og hellamálverk eru skoðuð áður en haldið er af stað til Jóhannesarborgar. Komið er til Drifters Johannesburg lodge seint um kvöldið.

 

MIKILVÆGT

Ef nauðsynlegt er að forðast Simbabve, af einhverri ástæðu, er í staðinn farið til Botswana. Nauðsynlegt er að taka með sér svefnpoka, handklæði og kodda. Farið er yfir miklar vegalengdir í þessari ferð og er hún ekki fyrir viðkvæma. Að sjálfsögðu þarftu að vera með vegabréfið þitt meðferðis. Athugið að Malaría er á svæðinu og því er mælt með að hafa meðferðis malaríulyf. Að vetri til getur hitastig á nóttinni orðið mjög lágt. Í verði er innifalið gisting, ferðamáti, matur (þó ekki alltaf), kaffi, te og djús, leiðsögn, leyfi og aðgangur að viktoríu fossunum. Ekki er innifalið kostnaður ef farið er á veitingastað, þjórfé, vegabréfsáritanir, áfengi og gos. Áður en lagt er af stað er skrifað undir skilamála ferðar. Allir sem taka þátt í ferðinni þurfa að hafa góða ferðatryggingu sem tryggir "higher risk activies".

Tengdar færslur
Hafa samband