Málaskóli í Bocas del Toro - Panama

  • 13 ágúst 2013
  • Eftir Jakob
Málaskóli í Bocas del Toro - Panama

Byrjaðu ferðalagið í málaskóla

Besta leiðin til að hefja ferðalag um Mið- og Suður Ameríku er að læra smá spænsku til að fá sem mest út úr ferðinni. Hvað gæti því verið betra en að sameina notalegt strandlíf og hágæða spænskunám á hvítri strönd við Karíbahafið?

Bocas del Toro í Panama er frábær staður til að byrja ferðina þína um Mið- og Suður Ameríku. Þetta er afslappaður brimbrettabær sem er ólíkur öðrum bæjum Panama af því leyti að mest allur arkitektúrinn, maturinn og tungumálið kemur frá öðrum svæðum Karíbahafsins. Það ríkir ósvikin Karíbahafs stemming í bænum sem einkennist af rólegheitum og hefur ekkert breyst þrátt fyrir að ferðaþjónusta sé orðin mikilvægasta atvinnugrein svæðisins.

panama-strond

Frábær staðsetning og nóg að gera

Spænskuskólinn var sá fyrsti sem stofnaður var í Bocas del Toro og er mjög vel staðsettur, aðeins einni götu frá aðalgötu bæjarins. Pálmatré og bananatré umlykja skólann og í næsta nágrenni eru veitingastaðir, banki, internetkaffi, barir og verslanir.

Á meðan á dvöl þinni stendur muntu hafa nóg við að vera. Þú getur kafað, surfað, siglt, spilað borðtennis, lært að dansa og farið á jóga námskeið eða bara slappað af á ströndinni og kælt tærnar í Karíbahafinu. Bocas del Toro hefur einnig upp á nóg að bjóða fyrir alla þá sem eru að leitast eftir fjörugu og fjölbreyttu næturlífi, en þar finnurðu allt frá reggí-börum til fjörugra salsa staða og fjölmenna næturklúbba.

Um námið

Kennslustundirnar eru haldnar í kofum umhverfis skólann eða á svölunum. Í hverri viku eru 20 kennslustundir, 4 kennslustundir á hverjum virkum degi. Kennslan miðar að því að kenna þér að tala og skilja spænsku, áherslan er því ekki á málfræði eða stafsetningu. Þú getur einnig valið um sérhæfð spænskunámskeið þar sem lögð er áhersla á ákveðinn orðaforða, t.d. Business Spanish, Spanish for Law Professionals, Spanish for Work in Tourism og Spanish & Latin American Culture.

Kennslustund

Gisting á meðan námi stendur

Þú getur valið á milli þess að gista heima hjá fjölskyldu eða á hosteli í skólanum.
Ef þú gistir hjá fjölskyldu færðu ekki einungis frábært tækifæri til að læra spænsku heldur einnig að læra ýmislegt um menninguna. Þú gistir í sér svefnherbergi en deilir baðherbergi með öðrum fjölskyldumeðlimum.
Ef þú vilt aðeins meira sjálfstæði en vera samt innan um aðra ferðalanga í svipuðum ævintýrahug mælum við með að þú gistir á hosteli skólans. Þú deilir baðherbergi með öðrum nemendum og hefur aðgang að eldhúsi þar sem þú getur útbúið þér mat. Auk þess er sameiginlegt rými þar sem hægt er að spjalla eða horfa á sjónvarp.

Innifalið í verði fyrir eina vikur er:

  • 20 kennslustundir í spænsku og  allt kennsluefni
  • Gisting í 7 nætur
  • Kaffi og te á meðan á kennslu stendur
  • Staðfesting á að þú hafir lokið ákveðið miklu spænskunámi og valfrjálst próf
  • Fyrsta daginn ertu sótt/ur á flugvöllinn í Bocas del Toro af fulltrúa frá skólanum, þú færð kort af bænum ásamt kynningu og göngu með leiðsögn á helstu svæðunum ásamt drykk fyrsta kvöldið
  • Ef þú gistir hjá fjölskyldu er morgunmatur innifalinn í verðinu

Lágmarksdvöl er ein vika en þú lengt dvölina í skólanum eins lengi og þú vilt. 

Málaskóli í Panama - Heimagisting

Frá 39.990
Málaskóli í Panama - Heimagisting
1 vika
Frábær málaskóli sem KILROY getur hiklaust mælt með. Hafðu samband við ferðaráðgjafa okkar til að fá frekari upplýsingar.
Hafa samband við ferðaráðgjafa

 

Málaskóli í Panama - Heimagisting

78.900
Málaskóli í Panama - Heimagisting
2 vikur
Frábær skóli og hin fullkomna leið til að byrja ferðalagið um Mið-Ameríku. Hafðu samband hér.
Hafa samband við ferðaráðgjafa

 

*Einnig er hægt að gista í heimavist í skólanum fyrir sama verð. 

 

Dansaði eftir skóla

 

Hafa samband