Epískt road trip um Bandaríkin - ævintýraferð með KILROY

Epískt road trip um Bandaríkin - ævintýraferð með KILROY

Dreymir þig um að fara í epískt road trip um Bandaríkin þar sem ferðast er á milli strandlengja, frá austri til vesturs? Hér er dæmi um ævintýraferð sem við getum hiklaust mælt með. Lagt er af stað frá New York og endastöðin er San Francisco! Þú átt eftir að upplifa margar skemmtilegustu borgir heims, fallegustu náttúruundur veraldar og kynnast frábæru fólki á leiðinni. 

Lestu um þessa mögnuðu ferð hér fyrir neðan. 

Southern Cross Country

330.980 kr.
Southern Cross Country
23 dagar
Dreymir þig um epískt road trip ferðalag um Bandaríkin. Þá er þetta ferðin fyrir þig.
Hafa samband

 

Ævintýraferð - SOUTHERN CROSS COUNTRY WESTBOUND

 

Dagur 1. New York

Komudagur. Komdu á hostelið hvenær sem er yfir daginn. Kynningarfundur er klukkan 19:30. 

nyc-bynight

Dagur 2-3 New York/Washington DC (1B,1L,1D)

Ein besta borg heims. 8,3 milljón manna frá öllum heimshlutum kalla New York heimili sitt. New York er ein líflegasta og skemmtilegasta borg heims. Það skiptir engu hvort þú sért að heimsækja hana í fyrsta skipti eða það hundraðasta, það er alltaf eitthvað sem hægt er að sjá og gera. Um miðjan daginn er lagt af stað frá New York, ef þú vilt skoða New York betur mælum við með að gera það fyrir ferðina.

Seint um kvöld er komið til höfuðborgar Bandaríkjanna, Washington D.C.

Á degi 3 hefur þú frjálsan tíma til að kanna höfuðborgina. Það er svo margt að sjá og gera í Washington DC. Taktu þér tíma í að skoða söfn borgarinnar (sérstaklega söfnin í National Mall) og minnisvarða eins og Washington Monument, Reflecting Pool og the Lincoln Memorial. Það er einnig algjörlega þess virði að sjá gröf John F Kennedy á Arlington Cemetery og vottaðu virðingu þína fyrir hermönnunum sem hvíla hér.

Ferðalengd: 375 km
Ferðatími: 7 klst. (með stoppum)

Dagur 4 Shenandoah NP/Appalachia (1B,1L,1D)


Ferðast er um Appalachian Mountains og Shenandoah National Park er heimsóttur. Hægt er að fara í stuttar gönguferðir á leiðinni.

Ferðalengd: 480 km
Ferðatími: 9 klst. (með stoppum)

appalachian fjallgarðurinn

Dagur 5 Nashville (1B,1L,1D)


Sjáðu leifar af sögufrægri byggðinni og lærðu sögu þeirra á meðan þú keyrir þessa fallegu leið. Fjöllin er fullkomin staður til að slaka á og njóta fegurðarinnar allt um kring. Hægt er fara í styttri gönguferðir um svæðið. Seinni part dags er komið til Nashville. Tékkaðu á næturlífi borgarinnar og hittu alvöru kúreka.

Ferðalengd: 575 km
Ferðatími: 8 klst. (með stoppum)

Dagur 6 Memphis (1B,1L)

Um morguninn er gengið í fótspor kóngsins; í dag er heimili Elvis Presley, Graceland, heimsótt (valkvætt). Sjáðu hvernig göðsögnin lifði og upplifðu myndbönd, myndir, búninga og margt fleira. Hér er einnig hægt að sjá fræga staði sem tengjast öðrum meisturum eins og Johnny Cash og B.B King. Hægt er að sjá hvar Martin Luther King Jr. var drepinn árið 1968 eða skoða Rock & Soul safnið. Um kvöldið er ein frægasta gata Bandaríkjanna gengin, Bale street.

Ferðalengd: 380 km
Ferðatími: 5 klst. (með stoppum)

Krókudíll í New Orleans

Dagur 7-8 New Orleans (1B,1L)

Njóttu þess að upplifa New Orleans og kíktu á hinar frægu plantekrur. Djammaðu í franska hverfi borgarinnar til morguns, dansaðu á frábærum jazz stöðrum og borðaðu dýrindis Creole mat eins og beignets, gumbo og jambalaya.

Gist er í tvær nætur, miðsvæðið  í öllu fjörinu.

Ferðalengd: 640 km
Ferðatími: 8 klst. (með stoppum)

Dagur 10 The Alamo/San Antonio (1B,1D)

Djúpt í hjarta Texas, er hin sögulega San Antonio. Hér fór fram einn frægasti bardagi sem hefur átt sér stað í Norður-Ameríku, en það er bardaginn um Alamo virkið. Haltu svo áfram að kanna fortíðina á göngu um San Antonio River eða slakaðu á þar til tími er kominn á að segja ,,góða nótt”.

Ferðalengd: 375 km
Ferðatími: 5 klst. (með stoppum)

alamo virkið

Dagur 11 Carlsbad hellarnir (1B,1L,1D)

Njóttu þess að skoða eina elstu og frægustu hella heims. Kannaðu þá á eigin vegum og á þínum hraða. Um kvöldið geturðu orðið vitni að því þegar um það bil 400.000 leðurblökur fljúga út úr Carlsbad hellunum.

Ferðalengd: 744 km
Ferðatími: 9 klst. (með stoppum)

carlsbad hellarnir

Day 12 Roswell/Santa Fe (1B,1L)

Að nóttu til þann 2.júlí árið 1947 brotlenti eitthvað (eða einhver) í eyðimörkinni fyrir utan Roswell, Nýju-Mexikó. Var það loftbelgur, eða er mögulegt að hér hafi verið geimverur á ferð? Kannaðu alla geðveikina í kringum þennan skemmtilega furðulega stað.

Haltu svo áfram ferð þinni með því að kanna einn elsta og fallegasta bæ Bandaríkjanna, Santa Fe.

Ferðalengd: 470 km
Ferðatími: 8 klst. (með stoppum)

RoswellDailyRecordJuly8,1947

Dagur 13 Cortez (1B,1L,1D)

Um morguninn er tími til þess að kanna miðborg Sanda Fe og njóta þess að borða matinn sem borgin er kennd við, grillað grænt chili. Því næst er ferðast í gegnum Animas River dalinn til Cortez þar sem þú eyðir nóttinni.

Ferðalengd: 350 km
Ferðatími: 6 klst. (með stoppum)

Dagur 14 Mesa Verde NP/Monument Valley (1B,1L)

Keyrt er til Mesa Verde þjóðgarðsins þar sem hægt er að kynnast daglegu lífi Pueblo-Ans, en það eru frumbyggjar þessa svæðis. Farðu í skipulagða gönguferð um kletta Mesa Verde. Því næst skaltu kanna einn af merkilegri stöðum jarðar: Monument Valley. Magnaðir litir og fallegt landslag gerir þetta að yndislegri reynslu sem þú átt eftir að búa að alla þína ævi. Lærðu um Navajo menningu sem hefur gengið á milli kynslóða, trú þeirra og hefðir. Val er um að fara í jeppaferð þar sem leiðsögumaðurinn er innfæddur Navajo. Upplifðu svo nótt undir stjörnubjörtum himni í gjörsamlega yndislegu adrúmslofti. Toppaðu svo herlegheitin með því að sjá sólina rísa frá sjónarhorni sem fáir fá að upplifa!

Ferðalengd: 315 km
Ferðatími: 6 klst. (með stoppi í Mesa Verde)

monument valley

Dagur 15-16 Grand Canyon NP (2B,2L,2D)

Grand Canyon býður upp á frábær tækifæri til að sjá töfrandi hluti og er talið vera eitt merkilegasta náttúruundur veraldar. Reikaðu meðfram stígunum og njóttu sólarinnar og vindsins sem umlykur andlit þitt. Sestu og horfðu á síbreytilegt ljósið og skuggana. Ef þú hefur áhuga þá er í boði um kvöldið að fara í þyrlu um svæðið og njóta útsýnisins. Kvöldmaturinn er svo BBQ veisla á tjaldsvæðinu í kringum varðeld þar sem tilvalið er að tala um ævintýri dagsins.

Ferðalengd: 290 km
Ferðatími: 5 klst. (með stoppum)

Grand canyon er fáránlega epískur staður

Dagur 17-18 Las Vegas (1B)

Um kvöldið er áætluð koma í borg ljósanna, Las Vegas! Skelltu þér í gönguferð um götur borgarinnar og upplifðu þessa einstöku borg sem var byggð á gjörsamlega engu. Val er um að fara í VIP limmó bílferð! Prófaðu að fara í eitthvað af fjölmörgu spilavítum borgarinnar (passaðu þig samt að missa þig ekki í gleðinni). Einnig er hægt að fara í búðir, út að borða eða slaka á við sundlaugarbakkann. Adrenalínsjúkir geta svo skellt sér í rússibana eða zip-line ferð.

Gist er í tvær nætur í Las Vegas, og hótelið er miðsvæðis.

Ferðalengd: 475 km
Ferðatími: 7 klst. (með stoppum)

Las vegas er einhverskonar epík

Dagur 19 Death Valley NP/Bishop (1L,1D)

Heimsæktu hinn tindótta Death Valley, heitasta og þurrasta stað Bandaríkjanna. Þú átt etir að vera umkringd(ur) af tindum sem ná allt að 14.000 fetum. Bishop, einn af flottustu fjallabæjum Bandaríkjanna, er umkringdur náttúrufegurð. Njóttu þess að liggja í heitri náttúrulaug og skoða stjörnurnar – reynsla sem er ævintýri líkust.


Athugið að á degi 20 er áætlað að fara í gegnum Tioga Pass, en það er ótrúlegur vegur sem fer í gegnum Sierra Nevada fjallgarðinn sem tengir Bishop við Yosimite National Park. Á vorin og haustin er mögulegt að þessi vegur sé lokaður vegna veðurs. Ef það gerist neyðumst við til að fara annan veg og gista á Lake Isabella í staðinn fyrir Bishop.

Ferðalengd: 590 km
Ferðatími: 7 klst. (með stoppum)

Death Valley

Dagur 20-21 Yosemite NP (2B,2L,2D)

Skoðaðu þig um á Mono lake, farðu í göngutúr og skoðaðu hina dramatísku og fallegu Tufa Towers. Útsýnið yfir Yosemite þjóðgarðinn er svo eitthvað sem gleymist seint. Keyrt er um einn fallegasta veg Kaliforníu: Tioga Pass! Farið er í stuttar gönguferðir um svæðið, skoðaðir eru fossar, tær vötn og risastór tré (sequoias). Ef þú ert heppin(n) sérðu möguleg svartbirni, dádýr eða sléttuúlfa. Mögulegt er að leigja hjól í Yosemite Valley. 

Ferðalengd: 330 km
Ferðatími: 7 klst. (með stoppum)

yosomite þjóðgarðurinn

Dagur 22 San Francisco (1B,1L)

Kannaðu eina af skemmtilegri borgum heims: San Francisco! Tékkaðu á helstu stöðum borgarinnar eins og Fisherman's Wharf og Golden Gate Brigde, eða gakktu um borgina og upplifðu mannlífið. San Francisco er borg sem svíkur fáa. Að lokum er farið út að borða um kvöldið með öllum hópnum. Nú er kominn tími á að kveðja fólkið sem þú hefur verið að ferðast með síðustu vikur. Rifjaðu upp ferðalagið og magnaðar stundir.

Gist er á hóteli nálægt miðbænum.

Ferðalengd: 225 km
Ferðatími: 8 klst. (including stops)

útsýni yfir san fransisco

Dagur 23 San Francisco

Ferð lokið, þú getur farið á næsta áfangastað þegar þú vilt.

Innifalið í ferð: 

  • Gisting
  • Ferðamáti
  • Tjaldbúnaður
  • Einhver matur
  • Einhver afþreying

Hér er tekið fram hvort að matur sé innifalin á ákveðnum dögum eða ekki. Stafirnir B, L og D tákna: B=morgunmatur L=hádeismatur D=Kvöldmatur. 

Hefur þú fyrirspurn?
Hafðu samband

 

Góða ferð!

Hafa samband