• jan.18

  48 fylki á 80 dögum!

  Það er aðeins eitt orð sem lýsir þessari ferð best, SNILLD! Langar þig að upplifa allt í Bandaríkjunum? Hvernig væri að fara í magnaða ævintýraferð þar sem þú heimsækir 48 af 50 fylkjum Bandaríkjanna?

  Í þessari mögnuðu ferð ferðast þú í hóp með 10-12 öðrum ævintýraþyrstum ferðalöngum í 80 daga. Ferðin hefst í Miami og endar í Seattle og átt þú eftir að heimsækja 48 fylki, margar spennandi borgir og 18 magnaða þjóðgarða ásamt því að kynnast frábærum einstaklingum alls staðar að úr heiminum. Ferðaplanið er útbúið af sannkölluðum ferðasnillingum og býr leiðsögumaðurinn yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu sem veitir þér tækifæri til að slaka á og njóta þess að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar. 

  Hvenær er farið í ferðina? Farið er nokkrum sinnum á ári og eru hér næstu brottfarir 

  21. apríl - 09. júlí 2017 (aðeins örfá sæti l... Lesa meira
 • ágú.26

  5 frábær sjálfboðastörf

  Sjálfboðastarf er frábær leið til þess að kynnast framandi menningu, komast í ótrúlega nálægð við dýralíf, kynnast frábæru fólki og láta gott af þér leiða á sama tíma og þú öðlast einstaka reynslu. Hjá okkur finnur þú fjölbreytt verkefni um allan heim. Ekki hika lengur og taktu þátt í spennandi sjálfboðaverkefni!

  Hér eru nokkur vinsæl, spennandi og öðruvísi s... Lesa meira
 • des.26

  Nýr surfskóli á Balí

  Hefur þig alltaf dreymt um að læra að surfa? Hér er nýr surfskóli á Balí þar sem þú getur látið drauminn rætast - nú með 25% afslætti á völdum dagsetningum í janúar og febrúar 2016!

  Balí er frábær staður til þess að læra að surfa - bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Surfskólinn er staðsettur á Balang svæðinu þar sem þú finnur nokkra af bestu surfstöðum heims.
  Lesa meira
 • des.23

  Öðruvísi jólamatur

  Eftir Erna
  Á jólunum er vanalega mikil matarveisla um allan heim og skiptir maturinn oft gríðarlega miklu máli! Allir hafa sínar matarvenjur og er mjög mismunandi hversu undarlegar þær þykja, eins og kæst skata á Þorláksmessu!

  Við erum alls ekki ein - hér fyrir neðan finnur þú nokkur dæmi um já kannski svolítið undarlegan jólamat.

  1. Suður Afríka

  Í staðinn fyrir ... Lesa meira
 • des.14

  4 ráð við flugþreytu

  Eftir Erna í Ferðaráð
  Ert þú á leiðinni í langt flug? Ertu að fara í fyrsta sinn til Tælands, Los Angeles, Sydney eða Balí? Eða ertu kannski á leiðinni í sjöundu heimsreisuna?

  Hvort sem þú ert að fara í þína fyrstu ferð eða þá tíundu þá er flugþreyta eitthvað sem allir kannast við. Þú mátt gera ráð fyrir því að þurfa einn dag til að ná þér fyrir hverja 1-2 klst. tímabreytingu.

  Hé... Lesa meira
 • des.04

  15 staðir sem þig langar kannski ekkert að heimsækja!

  Heimurinn er fullur af spennandi áfangastöðum en hér eru hins vegar 15 staðir í Bandaríkjunum og Kanada sem hljóma í fyrstu ekkert rosalega spennandi - maður á þó aldrei að dæma bókina eftir kápunni!

  1. Great Misery Island, Massachusetts, USA

  2. Bucket of Blood Street, Arizona, USA

  ... Lesa meira
 • des.01

  Langar þig í auka jólagjöf?

  Eftir Erna
  Langar þig í auka jólagjöf sem lætur ferðadraumana rætast árið 2016?

  Við hjá KILROY erum einstaklega þakklát fyrir alla frábæru ferðalangana okkar og ævintýrin sem við höfum fengið að taka þátt í að skapa. Árið 2015 hefur verið einstaklega skemmtilegt! Okkur langar því að enda þetta ár með því að gefa einum heppnum einstaklingi 200.000 kr. gjafabréf í jó... Lesa meira
Hafa samband