48 fylki á 80 dögum!

48 fylki á 80 dögum!

Það er aðeins eitt orð sem lýsir þessari ferð best, SNILLD! Langar þig að upplifa allt í Bandaríkjunum? Hvernig væri að fara í magnaða ævintýraferð þar sem þú heimsækir 48 af 50 fylkjum Bandaríkjanna?

Í þessari mögnuðu ferð ferðast þú í hóp með 10-12 öðrum ævintýraþyrstum ferðalöngum í 80 daga. Ferðin hefst í Miami og endar í Seattle og átt þú eftir að heimsækja 48 fylki, margar spennandi borgir og 18 magnaða þjóðgarða ásamt því að kynnast frábærum einstaklingum alls staðar að úr heiminum. Ferðaplanið er útbúið af sannkölluðum ferðasnillingum og býr leiðsögumaðurinn yfir ómetanlegri reynslu og þekkingu sem veitir þér tækifæri til að slaka á og njóta þess að vera í nýju landi og skapa ógleymanlegar minningar. 

Hvenær er farið í ferðina?

Farið er nokkrum sinnum á ári og eru hér næstu brottfarir 

 • 21. apríl - 09. júlí 2017 (aðeins örfá sæti laus)
 • 05. júni - 23. ágúst 2017
 • 23. júni - 10. september 2017
 • 24. apríl - 9. júlí 2018
 • 4. júní - 22. ágúst 2018

Athugaðu að það eru takmörkuð sæti í hverri ferð, ekki hika of lengi!

Arches þjóðgarðurinn í Utah - KILROY

Innifalið í ferðinni!

 • Allar ferðir innan Bandaríkjanna ásamt leiðsögumanni
 • Gisting
 • Frítt Wi-Fi í rútunni
 • Aðgangur að 18 þjóðgörðum

Ath flug til og frá Íslandi er ekki innifalið. Einnig þá er svokallað food kitty þar sem þú greiðir 10$ á dag.

Hvað mun ég upplifa?

Það eru margir magnaðir hápunktar í ferðinni og ómögulegt að telja þá alla upp. Hér er þó brot af þeim ævintýrum sem bíða þín!

 • Sólarlagið við Key West
 • Saga suðurhluta bandaríkjanna og matargerðin
 • Næturlífið Las Vegas, New York og San Francisco
 • Krafturinn í Niagra Falls
 • 400 hellar í Mammoth Cave þjóðgarðinum
 • Lifandi tónlist í Nashville, New Orleans, Memphis og Austin
 • Krókódíla leit í fenjum suðurhluta Bandaríkjanna
 • Heimsókn í borg vatnsrennibrauta garðanna - Wisconsin Dells!
 • Dýralífið í Rocky Mountains
 • Old Faithful hverinn í Yellowstone þjóðgarðinum
 • Sólsetur við Grand Canyon
 • og margt, margt fleira...

 

 

Dreymir þig um að ferðast um Bandaríkin?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband