10 frábær sjálfboðastörf í Asíu

10 frábær sjálfboðastörf í Asíu

Sjálfboðastarf er frábær leið til þess að kynnast framandi samfélagi, komast í ótrúlega nálægð við dýralíf og láta gott af þér leiða á sama tíma og þú skemmtir þér vel. Það er ótal margt í boði og við hjá KILROY bjóðum upp á fjölbreytt verkefni út um allan heim svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.

Við ákváðum að taka saman lista yfir vinsæl, spennandi og öðruvísi sjálfboðaverkefni í Asíu til þess að gefa þér sýnishorn af því sem er í boði.

Vinna með fílum í Tælandi

Á þessum stað koma slasaðir fílar sem þarf að hjúkra, fílar sem hafa þurft að þola mjög illa meðferð og gamlir fílar sem eiga skilið að lifa síðustu árin í vellystingum. Þú kemst í ótrúlega nálægð við þessi æðislegu dýr; baðar þá, gefur þeim að éta og mokar upp eftir þá skítinn! Við vitum ekki um neinn sem hefur ekki fílað sig í botn hérna!

Sjálfboðastarf með fílum í Tælandi

Kenna munkum ensku í Nepal

Ef þú hefur mikinn áhuga á búddisma er þetta fullkomið verkefni fyrir þig! Þú gistir annað hvort í klaustrinu sjálfu eða þá í næsta nágrenni og kennir munkunum ensku, aðallega þeim yngstu en fullorðnir mega líka sækja enskutímana.

Sjálfboðastarf í Nepal með múnkum

Sjálfstyrking kvenna í Indlandi

Notast er við fjölbreytta kennslu og æfingar til þess að auka sjálfstraust og efla konur og unglingsstelpur í Himalajafjöllum í Indlandi. Reynt er að styðja við þennan stóra hóp samfélagsins sem oft er hundsaður með því t.d. að fræða konur um réttindi sín, kenna þeim ensku og skipuleggja ýmis námskeið til þess að efla sjálfstæði kvenna. 

Sjálfboðastarf í Indlandi - sjálfstyrking kvenna

Skógrækt og náttúruvernd í Tælandi

Leggðu þitt af mörkum við að vernda náttúruna í Wang Nam Khiao í Tælandi. Verkefnin fara eftir ástandi svæðisins hverju sinni en þú gætir t.d. verið að planta trjám, útbúa göngustíga og hafa eftirlit með dýralífinu. Þú vinnur með reyndum þjóðgarðsvörðum.

Sjálfboðastarf í Tælandi - náttúruvernd

Vinna með fötluðum börnum í Víetnam

Starfaðu á sjúkrahúsi í Ho Chi Minh City við umönnun fatlaðra barna, en foreldrar þeirra hafa ekki efni á að kaupa þá þjónustu sem börnin þurfa á að halda. Mest áhersla er lögð á að bæta talgetu og hreyfigetu barnanna, en verkefni sjálfboðaliða fela aðallega í sér að hugsa um daglegar þarfir barnanna, leika við þau og hugga. Verkefnið er alls ekki fyrir alla, en hér er gríðarlega mikil þörf fyrir fólk með viðeigandi reynslu eða brennandi áhuga sem getur gefið mikið af sér.

Sjálfboðastarf í Víetnam með börnum

Leikskóli á Balí

Finnst þér hljóma vel að vera umkringd(ur) brosandi, hlæjandi og grátandi börnum allan daginn sem hoppa upp á þig, vilja endalaus knús og finnst miklu skemmtilegra að leika sér en læra? Þá er þetta rétta verkefnið fyrir þig!

Sjálfboðastarf á leikskóla á Balí

Björgunarmiðstöð fyrir dýr í Tælandi

Frábær staður þar sem hugsað er um villt dýr sem hafa særst og þurfa hjúkrun áður en þeim er sleppt aftur út í villta náttúruna. Í sumum tilfellum geta dýrin þó ekki snúið aftur til fyrri heimkynna og miðstöðin verður þeirra nýja heimili. Hér færð þú að sjá um alls kyns fugla, birni, kattardýr, apa o.fl.

Sjálfboðastarf með dýrum í Tælandi

Vinna á sjúkrahúsi í Kambódíu

Ef þú hefur grunn í hjúkrunarfræði eða læknisfræði getur þú aðstoðað starfsfólk Samraong sjúkrahússins við fjölbreytt verkefni. Starfið þitt mun mótast ef þeirri menntun og reynslu sem þú býrð yfir. Láttu gott af þér leiða og fáðu ómetanlega reynslu á sama tíma!

Sjálfboðastarf í Kambódíu á sjúkrahúsi

Þjálfa íþróttir í Indlandi

Ertu góð/ur í einhverri íþrótt? Hvernig væri þá að fara til Goa í Indlandi í nokkrar vikur og deila þekkingu þinni? Starfið felur í sér að kenna nýja íþrótt, þjálfa lið, að kenna krökkum um mikilvægi hreyfingar og íþrótta og skapa liðsheild.

Sjálfboðastarf í Indlandi - þjálfa íþróttir

Grunnskóli í Tælandi

Hafðu jákvæð áhrif í litlu samfélagi í Tælandi og kenndu ensku eða íþróttir (eða bæði!) í grunnskólanum á svæðinu. Frábær leið til þess að flýja ferðamannafjöldann og upplifa "alvöru Tæland", kynnast heimamönnum og sjá aðra hlið á þessu heillandi landi.

Sjálfboðastarf með börnum í Tælandi

Lesa meira um sjálfboðastörf Hafa samband við ferðaráðgjafa Skoða fleiri sjálfboðastörf
Tags: Asia
Tengdar færslur
Hafa samband