7 frábær sjálfboðastörf í Mið- og Suður-Ameríku

7 frábær sjálfboðastörf í Mið- og Suður-Ameríku

Vilt þú víkka sjóndeildarhringinn, kynnast framandi menningu og prófa að búa í hinni litríku og líflegu latnesku Ameríku? Þá ættir þú að íhuga sjálfboðastarf!

Í bæði Mið-Ameríku og Suður-Ameríku er mikið úrval frábærra sjálfboðaverkefna á sviði samfélagsþjónustu, dýraverndar eða náttúruverndar. Það getur verið erfitt að velja úr þegar margt er í boði og því ákváðum við að taka saman stutta lýsingu á nokkrum vinsælum, einstökum og spennandi sjálfboðastörfum í Mið- og Suður-Ameríku. 

1. Sjálfboðastarf í favelum Rio de Janeiro

Sjálfboðastarf í Rio de Janeiro

Það búa rúmar 3 milljónir manna í fátækrarhverfum, favelum, Rio de Janeiro. Á meðal þeirra ríkir mikið atvinnuleysi, mikið er um sjúkdóma og óheilbrigð lífsskilyrði. Brottfall úr skóla er algengt sem og eiturlyfjanotkun, ofbeldi, glæpagengi og fleira því líkt. Þrátt fyrir þetta eru íbúar favelanna vinalegir, með hlýtt viðmót og taka vel á móti sjálfboðaliðum. Þetta verkefni er alls ekki fyrir alla, en ef þú ákveður að leggja í þetta ferðalag munu augu þín opnast fyrir nýjum heimi og þú munt hafa jákvæð áhrif á stórt samfélag. Verkefni sjálfboðaliðanna byggja alfarið á reynslu, áhugasviði og kunnáttu þeirra í portúgölsku. 

2. Björgunarmiðstöð fyrir dýr í Kosta Ríka

Sjálfboðastarf í Kosta Ríka

Björgunarmiðstöðin í Kosta Ríka veitir dýrum sem hafa slasast eða sem hefur verið misþyrmt þá hjúkrun og umönnun sem þau þurfa til þess að geta flutt aftur út í sitt náttúrulega umhverfi. Verkefni sjálfboðaliða eru t.d. að þrífa í kringum dýrin, undirbúa mat fyrir þau og almennt viðhald. Vinnan er fjölbreytt og dýrategundirnar margar svo að engir tveir dagar eru eins!

3. Sjálfboðastarf á Galapagos eyjum (San Cristobal Island)

Sjálfboðastarf á Galapagos

Þú getur heimsótt hinar mögnuðu Galapagos eyjar og látið gott af þér leiða á sama tíma! Aðstoðaðu við náttúruvernd og landgræðslu í þessu viðkvæma lífríki, nánar tiltekið á San Cristobal eyju sem er heimili risaskjaldbakanna sem gera eyjaklasann svona frægan. Þú ert m.a. að gróðursetja tré og leggja göngustíga, en þess á milli færðu skipulagðar gönguferðir um eyjuna og heimsækir þorp og strandir. Þú lærir því ekki einungis um náttúru staðarins heldur einnig menninguna og söguna.

4. Aðstoðarmaður enskukennara í Buenos Aires

Sjálfboðastarf með börnum í Buenos Aires

Þú starfar sem aðstoðarkennari í enskutímum í grunnskóla í Buenos Aires sem leggur áherslu á að kenna bæði á spænsku og ensku. Þú aðstoðar við að undirbúa kennslustundir, kennslu og hjálpa nemendum að undirbúa sig fyrir próf. Þar að auki aðstoðar þú við undirbúning á sérstökum þema-vinnustundundum ásamt kennara þar sem áhersla er lögð á listir og sköpun frekar en hefðbundið námsefni. 

5. Sjálfboðastarf með skjaldbökum í Kosta Ríka

baby_turtle

Hjálpaðu skjaldbökum í útrýmingarhættu með því að hreinsa strandirnar af plasti og öðru rusli sem skaða skjaldbökurnar, vernda varpstöðvar skjaldbakanna ásamt heimamönnum og styðja við það frábæra starf sem samtökin standa að. Að auki færð þú tækifæri til að læra spænsku og upplifa menninguna, surfið og landslagið í Kosta Ríka.

6. Aðstoð í súpueldhúsi í Buenos Aires

Sjálfboðastarf í Buenos Aires

Aðstoðaðu í súpueldhúsi í Buenos Aires sem gefur hádegismat á hverjum degi til fleiri en 100 einstaklinga sem eiga um sárt að binda. Þar að auki er fjölskyldum gefin matarpakki tvisvar í viku sem þær taka með sér heim. Eldhúsið er staðsett í félagsmiðstöð sem skipar mikilvægt hlutverk í borginni. Hér munt þú vinna með heimamönnum, svo þú munt fá mikla innsýn inn í samfélagið og bæta spænskukunnáttuna heilan helling! Athugaðu að í þessu verkefni þurfa sjálfboðaliðarnir að vera með grunn í spænsku.

7. Sjálfboðastarf í Amazon skóginum

Sjálfboðastarf í Amazon skóginum

Leggðu þitt af mörkum við að vernda regnskóginn og líffræðilegan fjölbreytileika hans. Markmið samtakanna sem standa að verkefninu er að vernda umhverfið, bæta líffræðilegar rannsóknir, styrkja tæknilega getu Ekvador til náttúruverndar, þróa landgræðslumódel fyrir nærliggjandi svæði o.fl. Verkefni sjáflboðaliðanna eru fjölbreytt. Tvo daga í viku er unnið í Amazon Plants Conservation Center sem hýsir lifandi safn planta úr Amazon skóginum, t.d. lækningaplanta, og viðheldur plöntum sem eru í útrýmingarhættu. 

 

Lesa meira um sjálfboðastörf Hafa samband við ferðaráðgjafa Skoða fleiri sjálfboðastörf

 

Tengdar færslur
Hafa samband