Sjálfboðastarf á Filippseyjum

Sjálfboðastarf á Filippseyjum

Langar þig að læra að kafa og á sama tíma láta gott af þér leiða? Í þessu verkefni færðu tækifæri til að aðstoða við að vernda og byggja upp neðansjávar lífríkið á Filippseyjum.

Atriði eins og mengun (sérstakleg plast), vissar veiðiaðferðir og ofveiði ógna stöðugt lífríki hafsins. í dag eru kóralrifin ekki nema um 0.1% af botni sjávar en þau eru heimkynni um 25% af tegundum sjávarlífvera. Þetta verkefni er því mikilvægur grunnur fyrir framtíðina og þú getur tekið þátt.

Taktu þátt í því að vernda neðansjávarlífríkið á Filippseyjum

Marine Conservation er staðsett á Visayas á Filippseyjum og vinnur að verndun hafsins í gegnum rannsóknir, vitundarvakningu og þróun aðferða til náttúruverndar. Að auki við að láta gott af þér leiða átt þú eftir að fá einstaka köfunar reynslu og tækifæri til að kafa á stöðum sem hafa aldrei verið skoðuð áður. 

Þú þarft ekki að vera reyndur kafari til að taka þátt í verkefninu þar sem þú munt fá alla þá kennslu sem þú þarft á staðnum. Þú þarft hins vegar að skila inn læknisvottorði sem tilgreinir að þú megir og getir kafað. Ef þú ert nú þegar með köfunarréttindi þá getur þú einnig nýtt tækifærði og bætt við þig námskeiðum eins og PADI rescue diver og PADI divemaster - fer eftir lengd á sjálfboðastarfinu.

Einstök köfunarupplifun - sjálboðastarf á Filippseyjum

Í sjálfboðastarfinu átt þú eftir að vinna að mismunandi verkefnum en á meðal þeirra er að:

 • safna og skrá upplýsingar um tegundir sjávarlífvera
 • safna og skrá upplýsingar um ástand kóralrifanna
 • byggja upp ný kóralrif
 • hreinsa ströndina
 • hreinsa hafsbotninn

Unnið er 6 daga vikunnar en það er alltaf frí á sunnudögum. Þá er einnig ekkert mál að fá auka frídaga ef þig langar til dæmis að fara í ferð til nálægra eyja eða einfaldlega versla.

Tækifæri til að kynnast öðrum sjálfboðaliðum allstaðar að úr heiminum - náttúruvernd á Filippseyjar

Innifalið í verkefninu er:

 • köfunarnámskeið - PADI
 • um 40 - 50 kafanir á mánuði
 • aðgangur að snorkl búnaði
 • fræðsla um neðansjávar lífríkið
 • stuðningur á meðan á verkefninu stendur
 • gisting
 • 3 máltíðir á dag
 • vatn, te og kaffi
 • meðmælabréf

Athugaðu að flug er ekki innifalið í verði og einnig þarf að greiða 80 dollara fyrir PADI vottunargjald.

Lágmarksaldur er 18 ára og getur þú valið að vera frá einum upp í þrjá mánuði.

 

Myndir frá verkefninu

Sjálfboðaliðar að byggja upp kóralrif - Filippseyjar

Skemmtileg kvöldstund - sjálfboðastarf á Filippseyjum

Húsnæði sjálfboðaliða - Filippseyjar

Upplifðu ævintýralega neðansjávarveröld - Filippseyjar

Þú færð góða kennslu á köfunarnámskeiðum - náttúruvernd á Filippseyjum

Langar þig að fara í sjálfboðastarf á Filippyejum?
Hafðu samband!
Tengdar færslur
Hafa samband