Fitness og surfnámskeið

  • 17 júlí 2016
  • Eftir Erna
Fitness og surfnámskeið

Langar þig að stinga af í ferð þar sem þú bætir líkamlegan styrk í fitness æfingabúðum, kannar stórborgina Kuala Lumpur, lærir að surfa á Balí og slakar á í sólinni? Skoðaðu þessa mögnuðu ferð um:

Tæland, Kuala Lumpur og Balí

31 dagur - fitness, surfskóli og afslöppun

Í þessari ferð byrjar þú á því að bæta þol og styrk í frábærum félagskap í fitness æfingabúðum í Tælandi. Æfðu á ströndinni, taktu þátt í hópatímum og finndu þinn innri styrk í mögnuðu umhverfi. Á milli æfinga getur þú svo kannað nærliggjandi svæði eða slakað á við sundlaugina. 

Eftir tvær frábærar og sveittar vikur flýgur þú til Kuala Lumpur. Þessi asíska stórborg hefur allt sem þarf fyrir vel heppnað frí en flestir sem heimsækja borgina verða strax ástfangnir af henni. Þar finnur þú söguleg hof, framandi markaði, nútímalegar verslunarmiðstöðvar og einstaka matargerð.

Ferðin endar svo á paradísareyjunni Balí þar sem þú heimsækir hinn einstaka bæ Ubud og færð frábæra surfþjálfun, hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur surfari, í einum af surfskólum okkar. Þess á milli, þegar þú ert ekki að leika þér í öldunum hefur þú fullt frelsi til þess að gera það sem þú vilt. Slakaðu á í hengirúmi, láttu þig fljóta um í sundlauginni, röltu um ströndina, verslaðu, hjólaðu um sveitavegina eða skoðaðu þjóðgarðana. 

Verð frá 445.000 kr.

*verð á mann miðað við 2 fullorðna

Langar þig að stinga af?
Hafðu samband

Innifalið:

 

Hafa samband