Karmastig og einstök reynsla!

Karmastig og einstök reynsla!

Vilt þú víkka sjóndeildarhringinn, kynnast menningunni í Tælandi og láta gott af þér leiða á sama tíma og þú kynnist öðrum sjálfboðaliðum alls staðar að úr heiminum. Vertu sú breyting sem þú vilt sjá í heiminum!

Í Tælandi finnur þú mörg spennandi sjálfboðaverkefni sem tengjast samfélagþjónustu, náttúruvernd og dýravernd. Verkefnin eru vel valin því við viljum tryggja að þú sem sjálfboðaliði hafir raunveruleg áhrif í því samfélagi sem þú starfar.

Hér eru fimm frábær sjálfboðaverkefni í Tælandi.

1. Coastal Conservation - náttúruvernd

coastal conservation in thailand

Taktu þátt í frábæru verkefni og leggðu þitt af mörkum við að varðveita náttúruna fyrir komandi kynslóðir. Verkefnið er staðsett á stórkostlegri strandlengju í Phang Nga og vinnur að náttúruvernd þar sem áhersla er lögð á sjálfbærni. Verkefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra er að hreinsa ströndina og stuðla að verndun skjaldbaka. Lágmarksdvöl eru tvær vikur.

2. Wildlife Rescue Center (Petchaburi) - dýravernd

volunteer work in thailand

The Wildlife Rescue Center er björgunarmiðstöð fyrir dýr sem hafa særst og þurfa hjúkrun áður en þeim er sleppt aftur út í villta náttúruna. Í sumum tilfellum geta dýrin hins vegar ekki snúið aftur til fyrri heimkynna og verður miðstöðin þeirra nýja heimili. Hér vinnur þú með alls kyns fuglum, björnum, kattardýrum, öpum o.fl. Lágmarksdvöl eru 8 dagar.

3. Elephant Refuge - dýravernd

volunteering with elephants in thailand

Við vitum ekki um neinn sem hefur ekki fílað sig í botn í þessu verkefni! The Elephant Refuge Center vinnur að því að hjúkra fílum sem hafa þurf að þola illa meðferð ásamt því veita gömlum fílum, sem ekki er hægt að sleppa aftur út í sitt náttúrulegt umhverfi, heimili þar sem þeir fá að lifa í vellystingum síðustu árin sín. Hér kemst þú í ótrúlega nálægð við þessi frábæru dýr, baðar þá, gefur þeim að éta og mokar upp eftir þá skítinn. Lágmarksdvöl eru 8 dagar.

4. Singburi - uppbygging

Construction Work

Helstu verkefni sjálfboðaliða eru að vinna að uppbyggingu og viðhaldi á skólanum og öðrum byggingum. Einnig gætir þú fengið tækifæri til að kenna ensku. Lágmarksdvöl eru 14 dagar.

5. Singburi – kenna ensku

Teaching In Thailand

Gefðu til baka til samfélagsins og hafðu jákvæð áhrif í litlu samfélagi í Tælandi. Í þessu verkefni kennir þú börnum ensku í litlu þorpi í Singburi.  Frábær leið til þess að flýja ferðamannafjöldann og upplifa "alvöru Tæland", kynnast heimamönnum og sjá aðra hlið á þessu heillandi landi. Lágmarksdvöl eru 28 dagar.

Langar þig að taka þátt í spennandi sjálfboðaverkefni?
Hafðu samband
Hafa samband